Allt á öðrum endanum í Hvíta húsinu Heimir Már Pétursson skrifar 29. júlí 2017 19:53 Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur skipað fjögurra stjörnu hershöfðingja í embætti starfsmannastjóra Hvíta hússins. Allt gengur á afturfótunum vegna erja á milli starfsmanna forsetans og stöðugs ótta við leka til fjölmiðla. En forsetanum hefur enn ekki tekist að koma viðamiklu máli í gegn á Bandaríkjaþingi þrátt fyrir meirihluta repúblikana í báðum deildum þingsins. Frumvarp repúblikana um breytingar á heilbrigðislögum sem kennd eru við Barack Obama fyrrverandi forseta Bandaríkjanna var fellt í öldungadeild Bandaríkjaþings í fyrrakvöld eftir að þrír þingmenn repúblikana greiddu atkvæði á móti því ásamt þingmönnum demókrata. Þetta var þriðja tilraunin til að breyta lögunum frá því Trump tók við forsetaembættinu fyrir sex mánuðum en honum hefur ekki enn tekist að koma viðamiklu máli í gegnum þingið. „Ja, hérna. Þeir hafa unnið að þessu í sjö ár. Trúið þið því? Þetta er díki. En við komum þessu í framkvæmd,“ sagði forsetinn í gær. Samskipti Trump og starfsmanna hans í Hvíta húsinu við alla hefðbundna fjölmiðla hafa vægast sagt verið fjandsamlegt og innan raða starfsfólks forsetans virðist allt á öðrum endanum. Eftir að nýr og litríkur yfirmaður upplýsingamála Hvíta hússins, Anthony Scaramucci, tætti Reince Priebus starfsmannastjóra í sig í símtali við blaðakonu Washington Post, tilkynnti forsetinn á tísti sínu í gærkvöldi að hann hefði skipað nýjan starfsmannastjóra. Það er John Kelly sem er fjögurra stjörnu hershöfðingi og nú fyrrverandi yfirmaður Þjóðaröryggisstofnunar Bandaríkjanna. Innan Hvíta hússins ríkir mikill ótti við leka á upplýsingum til fjölmiðla og með því að kalla til hershöfðingja er forsetinn kannski að reyna að koma á heraga í búðum sínum. Donald Trump Tengdar fréttir Tæpur helmingur repúblikana vill að stjórnvöld geti lokað fjölmiðlum Verulegur stuðningur virðist vera við að ríkisvaldið eigi að geta lokað fjölmiðlum í Bandaríkjunum. Stuðningurinn er áberandi mestur á meðal repúblikana, mögulega vegna sleitulausra árása Donalds Trump forseta á fjölmiðla. 28. júlí 2017 13:44 Samskiptastjórinn jós fúkyrðum yfir samstarfsmenn í Hvíta húsinu við blaðamann Óheflað orðalagið sem Anthony Scaramucci, samskiptastjóri Hvíta hússins, notaði um aðalráðgjafa Trump forseta og starfsmannastjóra Hvíta hússins í símtali við blaðamann hafa vakið mikla furðu vestanhafs. 28. júlí 2017 09:14 Repúblikönum mistókst að koma Obamacare fyrir kattarnef Þrír þingmenn repúblikana greiddu atkvæði gegn því að afnema Obamacare-heilbrigðistryggingalögin ásamt öllum þingflokki demókrata í gærkvöldi. Niðurstaðan er mikill ósigur fyrir Repúblikanaflokkinn sem hefur lagt ofuráherslu á málið í fjölda ára. 28. júlí 2017 08:25 Trump ræður nýjan starfsmannastjóra fyrir Priebus Priebus hefur átt undir högg að sækja undanfarna daga og hefur samskiptastjóri Hvíta hússins sakað hann um að leka upplýsingum og leyndarmálum til fjölmiðla. 28. júlí 2017 21:07 Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Innlent Fleiri fréttir Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur skipað fjögurra stjörnu hershöfðingja í embætti starfsmannastjóra Hvíta hússins. Allt gengur á afturfótunum vegna erja á milli starfsmanna forsetans og stöðugs ótta við leka til fjölmiðla. En forsetanum hefur enn ekki tekist að koma viðamiklu máli í gegn á Bandaríkjaþingi þrátt fyrir meirihluta repúblikana í báðum deildum þingsins. Frumvarp repúblikana um breytingar á heilbrigðislögum sem kennd eru við Barack Obama fyrrverandi forseta Bandaríkjanna var fellt í öldungadeild Bandaríkjaþings í fyrrakvöld eftir að þrír þingmenn repúblikana greiddu atkvæði á móti því ásamt þingmönnum demókrata. Þetta var þriðja tilraunin til að breyta lögunum frá því Trump tók við forsetaembættinu fyrir sex mánuðum en honum hefur ekki enn tekist að koma viðamiklu máli í gegnum þingið. „Ja, hérna. Þeir hafa unnið að þessu í sjö ár. Trúið þið því? Þetta er díki. En við komum þessu í framkvæmd,“ sagði forsetinn í gær. Samskipti Trump og starfsmanna hans í Hvíta húsinu við alla hefðbundna fjölmiðla hafa vægast sagt verið fjandsamlegt og innan raða starfsfólks forsetans virðist allt á öðrum endanum. Eftir að nýr og litríkur yfirmaður upplýsingamála Hvíta hússins, Anthony Scaramucci, tætti Reince Priebus starfsmannastjóra í sig í símtali við blaðakonu Washington Post, tilkynnti forsetinn á tísti sínu í gærkvöldi að hann hefði skipað nýjan starfsmannastjóra. Það er John Kelly sem er fjögurra stjörnu hershöfðingi og nú fyrrverandi yfirmaður Þjóðaröryggisstofnunar Bandaríkjanna. Innan Hvíta hússins ríkir mikill ótti við leka á upplýsingum til fjölmiðla og með því að kalla til hershöfðingja er forsetinn kannski að reyna að koma á heraga í búðum sínum.
Donald Trump Tengdar fréttir Tæpur helmingur repúblikana vill að stjórnvöld geti lokað fjölmiðlum Verulegur stuðningur virðist vera við að ríkisvaldið eigi að geta lokað fjölmiðlum í Bandaríkjunum. Stuðningurinn er áberandi mestur á meðal repúblikana, mögulega vegna sleitulausra árása Donalds Trump forseta á fjölmiðla. 28. júlí 2017 13:44 Samskiptastjórinn jós fúkyrðum yfir samstarfsmenn í Hvíta húsinu við blaðamann Óheflað orðalagið sem Anthony Scaramucci, samskiptastjóri Hvíta hússins, notaði um aðalráðgjafa Trump forseta og starfsmannastjóra Hvíta hússins í símtali við blaðamann hafa vakið mikla furðu vestanhafs. 28. júlí 2017 09:14 Repúblikönum mistókst að koma Obamacare fyrir kattarnef Þrír þingmenn repúblikana greiddu atkvæði gegn því að afnema Obamacare-heilbrigðistryggingalögin ásamt öllum þingflokki demókrata í gærkvöldi. Niðurstaðan er mikill ósigur fyrir Repúblikanaflokkinn sem hefur lagt ofuráherslu á málið í fjölda ára. 28. júlí 2017 08:25 Trump ræður nýjan starfsmannastjóra fyrir Priebus Priebus hefur átt undir högg að sækja undanfarna daga og hefur samskiptastjóri Hvíta hússins sakað hann um að leka upplýsingum og leyndarmálum til fjölmiðla. 28. júlí 2017 21:07 Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Innlent Fleiri fréttir Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Sjá meira
Tæpur helmingur repúblikana vill að stjórnvöld geti lokað fjölmiðlum Verulegur stuðningur virðist vera við að ríkisvaldið eigi að geta lokað fjölmiðlum í Bandaríkjunum. Stuðningurinn er áberandi mestur á meðal repúblikana, mögulega vegna sleitulausra árása Donalds Trump forseta á fjölmiðla. 28. júlí 2017 13:44
Samskiptastjórinn jós fúkyrðum yfir samstarfsmenn í Hvíta húsinu við blaðamann Óheflað orðalagið sem Anthony Scaramucci, samskiptastjóri Hvíta hússins, notaði um aðalráðgjafa Trump forseta og starfsmannastjóra Hvíta hússins í símtali við blaðamann hafa vakið mikla furðu vestanhafs. 28. júlí 2017 09:14
Repúblikönum mistókst að koma Obamacare fyrir kattarnef Þrír þingmenn repúblikana greiddu atkvæði gegn því að afnema Obamacare-heilbrigðistryggingalögin ásamt öllum þingflokki demókrata í gærkvöldi. Niðurstaðan er mikill ósigur fyrir Repúblikanaflokkinn sem hefur lagt ofuráherslu á málið í fjölda ára. 28. júlí 2017 08:25
Trump ræður nýjan starfsmannastjóra fyrir Priebus Priebus hefur átt undir högg að sækja undanfarna daga og hefur samskiptastjóri Hvíta hússins sakað hann um að leka upplýsingum og leyndarmálum til fjölmiðla. 28. júlí 2017 21:07