Skotsilfur Markaðarins: Kynslóðaskipti í Húsi atvinnulífsins Ritstjórn Markaðarins skrifar 10. júlí 2017 13:00 Það er ekki ofsögum sagt að Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, og starfsmenn hans hafi nóg fyrir stafni um þessar mundir. Málin hafa hreinlega staflast upp á borði þeirra og er ekki fyrirséð hvenær stofnuninni tekst að afgreiða þau öll. Og þetta eru engin smá mál, heldur risastórir samrunar á borð við kaup Haga á Lyfju og Olís, Skeljungs á Basko, N1 á Festi og Vodafone á 365. Oft heyrist kvartað yfir því að rannsóknir stofnunarinnar séu of tímafrekar, en miðað við þau mál sem liggja nú á borði hennar má vart búast við að það breytist í bráð.Kynslóðaskipti Með ráðningu Sigurðar Hannessonar sem framkvæmdastjóra Samtaka iðnaðarins (SI) hafa sumir haft á orði að ákveðin kynslóðaskipti séu að verða hjá helstu hagsmunasamtökunum í Húsi atvinnulífsins. Auk Sigurðar, sem er fæddur 1980, má nefna Halldór Benjamín Þorbergsson, sem stýrir Samtökum atvinnulífsins, og Heiðrúnu Lind Marteinsdóttur, framkvæmdastjóra Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Þau Halldór Benjamín og Heiðrún Lind tóku til starfa á síðasta ári og eru bæði fædd árið 1979.Sigurður Hannesson var á dögunum ráðinn nýr framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins.Síðasta blaðið? Tímaritið Frjáls verslun gaf út í liðinni viku sitt árlega tekjublað en ritstjóri þess hefur um árabil verið Jón G. Hauksson. Blaðið er hins vegar að öllum líkindum hans síðasta en sagt er að Jón muni brátt láta af störfum sem ritstjóri tímaritsins. Greint var frá því fyrir skemmstu að Útgáfufélagið Heimur, sem var áður í eigu Benedikts Jóhannessonar fjármálaráðherra og stendur að útgáfu tímaritsins, leiti nú nýrra eigenda að Frjálsri verslun. Mjög hefur dregið úr starfsemi Heims að undanförnu og þannig stendur félagið ekki lengur að útgáfu tímaritanna Iceland Review, Vísbendingar og Skýja.Skotsilfrið er óvægin innsýn inn í bakherbergi viðskipta og atvinnulífs á landinu. Pistillinn birtist í Markaðnum í Fréttablaðinu á miðvikudögum. Skotsilfur Mest lesið Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Sögulegur hagnaður á samrunatímum Viðskipti innlent Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Grunur um listeríu í vinsælum ostum Neytendur Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Viðskipti innlent Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Almannatenglar stofna fjölmiðil Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Sjá meira
Það er ekki ofsögum sagt að Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, og starfsmenn hans hafi nóg fyrir stafni um þessar mundir. Málin hafa hreinlega staflast upp á borði þeirra og er ekki fyrirséð hvenær stofnuninni tekst að afgreiða þau öll. Og þetta eru engin smá mál, heldur risastórir samrunar á borð við kaup Haga á Lyfju og Olís, Skeljungs á Basko, N1 á Festi og Vodafone á 365. Oft heyrist kvartað yfir því að rannsóknir stofnunarinnar séu of tímafrekar, en miðað við þau mál sem liggja nú á borði hennar má vart búast við að það breytist í bráð.Kynslóðaskipti Með ráðningu Sigurðar Hannessonar sem framkvæmdastjóra Samtaka iðnaðarins (SI) hafa sumir haft á orði að ákveðin kynslóðaskipti séu að verða hjá helstu hagsmunasamtökunum í Húsi atvinnulífsins. Auk Sigurðar, sem er fæddur 1980, má nefna Halldór Benjamín Þorbergsson, sem stýrir Samtökum atvinnulífsins, og Heiðrúnu Lind Marteinsdóttur, framkvæmdastjóra Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Þau Halldór Benjamín og Heiðrún Lind tóku til starfa á síðasta ári og eru bæði fædd árið 1979.Sigurður Hannesson var á dögunum ráðinn nýr framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins.Síðasta blaðið? Tímaritið Frjáls verslun gaf út í liðinni viku sitt árlega tekjublað en ritstjóri þess hefur um árabil verið Jón G. Hauksson. Blaðið er hins vegar að öllum líkindum hans síðasta en sagt er að Jón muni brátt láta af störfum sem ritstjóri tímaritsins. Greint var frá því fyrir skemmstu að Útgáfufélagið Heimur, sem var áður í eigu Benedikts Jóhannessonar fjármálaráðherra og stendur að útgáfu tímaritsins, leiti nú nýrra eigenda að Frjálsri verslun. Mjög hefur dregið úr starfsemi Heims að undanförnu og þannig stendur félagið ekki lengur að útgáfu tímaritanna Iceland Review, Vísbendingar og Skýja.Skotsilfrið er óvægin innsýn inn í bakherbergi viðskipta og atvinnulífs á landinu. Pistillinn birtist í Markaðnum í Fréttablaðinu á miðvikudögum.
Skotsilfur Mest lesið Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Sögulegur hagnaður á samrunatímum Viðskipti innlent Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Grunur um listeríu í vinsælum ostum Neytendur Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Viðskipti innlent Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Almannatenglar stofna fjölmiðil Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Sjá meira