Skotsilfur Markaðarins: Kynslóðaskipti í Húsi atvinnulífsins Ritstjórn Markaðarins skrifar 10. júlí 2017 13:00 Það er ekki ofsögum sagt að Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, og starfsmenn hans hafi nóg fyrir stafni um þessar mundir. Málin hafa hreinlega staflast upp á borði þeirra og er ekki fyrirséð hvenær stofnuninni tekst að afgreiða þau öll. Og þetta eru engin smá mál, heldur risastórir samrunar á borð við kaup Haga á Lyfju og Olís, Skeljungs á Basko, N1 á Festi og Vodafone á 365. Oft heyrist kvartað yfir því að rannsóknir stofnunarinnar séu of tímafrekar, en miðað við þau mál sem liggja nú á borði hennar má vart búast við að það breytist í bráð.Kynslóðaskipti Með ráðningu Sigurðar Hannessonar sem framkvæmdastjóra Samtaka iðnaðarins (SI) hafa sumir haft á orði að ákveðin kynslóðaskipti séu að verða hjá helstu hagsmunasamtökunum í Húsi atvinnulífsins. Auk Sigurðar, sem er fæddur 1980, má nefna Halldór Benjamín Þorbergsson, sem stýrir Samtökum atvinnulífsins, og Heiðrúnu Lind Marteinsdóttur, framkvæmdastjóra Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Þau Halldór Benjamín og Heiðrún Lind tóku til starfa á síðasta ári og eru bæði fædd árið 1979.Sigurður Hannesson var á dögunum ráðinn nýr framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins.Síðasta blaðið? Tímaritið Frjáls verslun gaf út í liðinni viku sitt árlega tekjublað en ritstjóri þess hefur um árabil verið Jón G. Hauksson. Blaðið er hins vegar að öllum líkindum hans síðasta en sagt er að Jón muni brátt láta af störfum sem ritstjóri tímaritsins. Greint var frá því fyrir skemmstu að Útgáfufélagið Heimur, sem var áður í eigu Benedikts Jóhannessonar fjármálaráðherra og stendur að útgáfu tímaritsins, leiti nú nýrra eigenda að Frjálsri verslun. Mjög hefur dregið úr starfsemi Heims að undanförnu og þannig stendur félagið ekki lengur að útgáfu tímaritanna Iceland Review, Vísbendingar og Skýja.Skotsilfrið er óvægin innsýn inn í bakherbergi viðskipta og atvinnulífs á landinu. Pistillinn birtist í Markaðnum í Fréttablaðinu á miðvikudögum. Skotsilfur Mest lesið „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Viðskipti innlent Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Viðskipti innlent Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Mayoral til Íslands Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Arion tilkynnir um lækkun vaxta Viðskipti innlent Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Sjá meira
Það er ekki ofsögum sagt að Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, og starfsmenn hans hafi nóg fyrir stafni um þessar mundir. Málin hafa hreinlega staflast upp á borði þeirra og er ekki fyrirséð hvenær stofnuninni tekst að afgreiða þau öll. Og þetta eru engin smá mál, heldur risastórir samrunar á borð við kaup Haga á Lyfju og Olís, Skeljungs á Basko, N1 á Festi og Vodafone á 365. Oft heyrist kvartað yfir því að rannsóknir stofnunarinnar séu of tímafrekar, en miðað við þau mál sem liggja nú á borði hennar má vart búast við að það breytist í bráð.Kynslóðaskipti Með ráðningu Sigurðar Hannessonar sem framkvæmdastjóra Samtaka iðnaðarins (SI) hafa sumir haft á orði að ákveðin kynslóðaskipti séu að verða hjá helstu hagsmunasamtökunum í Húsi atvinnulífsins. Auk Sigurðar, sem er fæddur 1980, má nefna Halldór Benjamín Þorbergsson, sem stýrir Samtökum atvinnulífsins, og Heiðrúnu Lind Marteinsdóttur, framkvæmdastjóra Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Þau Halldór Benjamín og Heiðrún Lind tóku til starfa á síðasta ári og eru bæði fædd árið 1979.Sigurður Hannesson var á dögunum ráðinn nýr framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins.Síðasta blaðið? Tímaritið Frjáls verslun gaf út í liðinni viku sitt árlega tekjublað en ritstjóri þess hefur um árabil verið Jón G. Hauksson. Blaðið er hins vegar að öllum líkindum hans síðasta en sagt er að Jón muni brátt láta af störfum sem ritstjóri tímaritsins. Greint var frá því fyrir skemmstu að Útgáfufélagið Heimur, sem var áður í eigu Benedikts Jóhannessonar fjármálaráðherra og stendur að útgáfu tímaritsins, leiti nú nýrra eigenda að Frjálsri verslun. Mjög hefur dregið úr starfsemi Heims að undanförnu og þannig stendur félagið ekki lengur að útgáfu tímaritanna Iceland Review, Vísbendingar og Skýja.Skotsilfrið er óvægin innsýn inn í bakherbergi viðskipta og atvinnulífs á landinu. Pistillinn birtist í Markaðnum í Fréttablaðinu á miðvikudögum.
Skotsilfur Mest lesið „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Viðskipti innlent Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Viðskipti innlent Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Mayoral til Íslands Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Arion tilkynnir um lækkun vaxta Viðskipti innlent Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Sjá meira