Trump dregur í land með netöryggissveit með Rússum Samúel Karl Ólason skrifar 10. júlí 2017 10:45 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. Vísir/Getty Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, virðist hafa dregið í land varðandi sameiginlega netöryggisstofnun Bandaríkjanna og Rússlands. Hugmyndin kom upp á fundi Trump og Vladimir Putin, forseta Rússlands, á föstudaginn og hefur orðið fyrir gífurlegri gagnrýni í Bandaríkjunum. Meðal manna sem hafa gagrýnt frumvarpið er hægri þingmaðurinn Lindsey Graham sem sagði hana ekki vera þá heimskulegustu sem hann hefði heyrt en hún væri „mjög nálægt“ því. Adam Schiff, demókrati, sagði þá hugmynd að Rússar yrðu marktækur samstarfsaðili þegar kemur að netöryggi vera „hættulega barnalega“. Þingmaðurinn Marco Rubio sagði það að stofna netöryggissveit með Rússum ekki ósvipað því að stofan Efnavopnavarnarsveit með Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, sem hefur margsinnis verið sakaður um beitingu efnavopna.Ash Carter, fyrrverandi varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, sló á svipaða strengi sagði hugmyndina „eins og maðurinn sem rændi húsið þitt stingi upp á starfshópi varðandi innbrot“. Sjálfur tísti Trump um hugmyndina í nótt, þar sem hann virtist draga í land og segir óvíst að af henni verði, þó að hann og Putin hafi rætt hana. Þar blandar hann netöryggissveitinni við vopnahlé sem samið var um í suðurhluta Sýrlands. „Það að ég og Putin hafi rætt um að stofna netöryggissveit þýðir ekki að ég haldi að hún verði stofnuð. Hún verður það ekki, en vopnahlé getur gerst og gerðist.“ Fyrr í gær hafði forsetinn tíst um hugmyndina og sagði að slík netöryggissveit gæti tæklað afskipti af kosningum.Nikki Haley, sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, varði hugmyndina samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar og sagði mögulega stofnun sameiginlegrar netöryggissveitar ekki vera til marks um að Bandaríkin treysti Rússlandi. Eftir fund forsetanna sagði Trump að nú væri tímabært að halda fram á við og starfa með Rússlandi. Hann hefur þó forðast að svara með afgerandi hætti hvort að hann hafi samþykkt neitun Putin varðandi afskipti af forsetakosningunum. Sergey Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, sagði eftir fundinn að Trump hefði samþykkt það að Rússar hefðu ekki reynt að hafa áhrif á kosningarnar. Putin sagði hið sama. „Hann spurði spurninga, ég svaraði. Mér sýndist hann vera ánægður með svör mín,“ sagði Putin. Rex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, svaraði ekki beint út heldur sagði að varðandi hin meintu afskipti hefði samtal forsetanna verið eins og búast mátti við. Reince Priebus, starfsmannastjóri Hvíta hússins, sagði hins vegar að Trump hefði ekki trúað Putin og að hann hefði verið stórum hluta fundar þeirra í að krefjast svara.Lindsay Graham um netöryggissveitina. John McCain ræðir málið. Donald Trump Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Fleiri fréttir Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, virðist hafa dregið í land varðandi sameiginlega netöryggisstofnun Bandaríkjanna og Rússlands. Hugmyndin kom upp á fundi Trump og Vladimir Putin, forseta Rússlands, á föstudaginn og hefur orðið fyrir gífurlegri gagnrýni í Bandaríkjunum. Meðal manna sem hafa gagrýnt frumvarpið er hægri þingmaðurinn Lindsey Graham sem sagði hana ekki vera þá heimskulegustu sem hann hefði heyrt en hún væri „mjög nálægt“ því. Adam Schiff, demókrati, sagði þá hugmynd að Rússar yrðu marktækur samstarfsaðili þegar kemur að netöryggi vera „hættulega barnalega“. Þingmaðurinn Marco Rubio sagði það að stofna netöryggissveit með Rússum ekki ósvipað því að stofan Efnavopnavarnarsveit með Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, sem hefur margsinnis verið sakaður um beitingu efnavopna.Ash Carter, fyrrverandi varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, sló á svipaða strengi sagði hugmyndina „eins og maðurinn sem rændi húsið þitt stingi upp á starfshópi varðandi innbrot“. Sjálfur tísti Trump um hugmyndina í nótt, þar sem hann virtist draga í land og segir óvíst að af henni verði, þó að hann og Putin hafi rætt hana. Þar blandar hann netöryggissveitinni við vopnahlé sem samið var um í suðurhluta Sýrlands. „Það að ég og Putin hafi rætt um að stofna netöryggissveit þýðir ekki að ég haldi að hún verði stofnuð. Hún verður það ekki, en vopnahlé getur gerst og gerðist.“ Fyrr í gær hafði forsetinn tíst um hugmyndina og sagði að slík netöryggissveit gæti tæklað afskipti af kosningum.Nikki Haley, sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, varði hugmyndina samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar og sagði mögulega stofnun sameiginlegrar netöryggissveitar ekki vera til marks um að Bandaríkin treysti Rússlandi. Eftir fund forsetanna sagði Trump að nú væri tímabært að halda fram á við og starfa með Rússlandi. Hann hefur þó forðast að svara með afgerandi hætti hvort að hann hafi samþykkt neitun Putin varðandi afskipti af forsetakosningunum. Sergey Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, sagði eftir fundinn að Trump hefði samþykkt það að Rússar hefðu ekki reynt að hafa áhrif á kosningarnar. Putin sagði hið sama. „Hann spurði spurninga, ég svaraði. Mér sýndist hann vera ánægður með svör mín,“ sagði Putin. Rex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, svaraði ekki beint út heldur sagði að varðandi hin meintu afskipti hefði samtal forsetanna verið eins og búast mátti við. Reince Priebus, starfsmannastjóri Hvíta hússins, sagði hins vegar að Trump hefði ekki trúað Putin og að hann hefði verið stórum hluta fundar þeirra í að krefjast svara.Lindsay Graham um netöryggissveitina. John McCain ræðir málið.
Donald Trump Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Fleiri fréttir Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Sjá meira