Átta vannýttar útivistarperlur á höfuðborgarsvæðinu Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 12. júlí 2017 16:00 Þegar gengið er yfir eiðið á Geldinganesi blasir við þetta yfirgefna skipsflak sem gaman er að skoða og príla í. Vísir/Vilhelm Víða á stórhöfuðborgarsvæðinu er að finna skemmtileg útivistarsvæði. Sum hver eru nýtt af íbúum í næsta nágrenni, önnur af fáum.1. Gróinn blómagarður Farðu með börnin eða barnabörnin í Grundargarð. Lítinn en vinalegan almenningsgarð við Grundargerði í Smáíbúðahverfinu í Reykjavík. Garðurinn var opnaður árið 1973 og þar er til dæmis að finna fallegan blómagarð með steinbeðum og nýlegt leiksvæði fyrir börn.Grundargerði í Smáíbúðahverfinu er virkilega fallegur garður.2. Blak og grill í Heiðmörk Þótt Heiðmörk sé stærsta útivistarsvæði í nágrenni Reykjavíkur er það því miður lítið nýtt og mun stærra en marga grunar. Þar er að finna ótrúlega fjölbreytt svæði til útivistar. Sérstaklega má mæla með Furulundi. Þetta er fjölskyldulundur búinn leiktækjum, blakvelli og grillaðstöðu. Þar eru líka bílastæði og salerni. Inn af Furulundi er Dropinn, áningarstaður með grilli, borðum og bekkjum.Furulundur í Heiðmörk er virkilega spennandi útivistarsvæði.3. Sílaveiðar og tennis í Breiðholti Auðvitað nýta Breiðhyltingar vel útivistarsvæðið í miðju Seljahverfi. Öðrum kemur svæðið skemmtilega á óvart. Þar er manngerð settjörn, Seljatjörn, og í kringum hana er vinsælt leiksvæði barna. Í garðinum er lystihús og vistvæn leiktæki fyrir börn sem finnst þó allra skemmtilegast að veiða síli í tjörninni. Í Breiðholtinu er einnig stór almenningsgarður á milli Austurbergs og Vesturbergs. Þar er til að mynda tennisvöllur fyrir áhugasama. Manngerða settjörnin í Seljahverfi gleður börn á sólríkum dögum.4. Víðáttan á Geldinganesi Þeim sem þrá að vera í algjörum friði fyrir ferðamönnum og vilja teygja úr sér á fáförnum en fögrum slóðum má ráðleggja gönguferð á Geldingarnes. Útsýnið er fallegt yfir borgina og þegar farið er yfir eiðið yfir á nesið sjálft má sunnanmegin príla í yfirgefnu skipsflaki.Þeir sem vilja ganga í ósnortinni víðáttu þar sem nánast engir eru á ferli ættu að kanna Geldinganesið.Vísir/Vilhelm5. Góð aðstaða við Hvaleyrarvatn Það er búið að vera mikið líf og fjör við Hvaleyrarvatn undanfarnar vikur. Fjölmargir hafa lagt leið sína að vatninu til að njóta þar útiveru í fallegu umhverfi. Aðstaða við Hvaleyrarvatn í Hafnarfirði er stórbætt en skógræktin hefur lagt stíga við vatnið þannig að hægt er að ganga hringinn í kring. Í víkinni eru bekkir, grill og salernisaðstaða.Áttu fallega mynd frá Hvaleyrarvatni sem mætti fylgja þessari umfjöllun? Endilega sendu okkur á ritstjorn@visir.is.6. Gróin leiksvæði í Mosfellsbæ Stekkjarflöt og Ullarnesbrekkur eru góðir áfangastaðir fyrir barnafjölskyldur um helgar. Leiksvæðið á Stekkjarflöt er rúmt og skemmtilegt og þar er einnig hægt að grilla. Ævintýragarðurinn sem er í Ullarnesbrekkum er fyrir alla fjölskylduna, hlaðinn spennandi leiktækjum sem skátafélagið Mosverjar setti upp. Þar er um að ræða ýmis klifur- og þrautatæki ásamt veglegum hlaupaketti sem hægt er að sveifla sér í. Einnig er klifurnet í miðjum garðinum, nálægt íþróttavellinum, sem er vinsælt meðal yngri kynslóðarinnar.Áttu fallega mynd frá Stekkjarflöt eða Ullarnesbekku sem mætti fylgja þessari umfjöllun? Endilega sendu okkur á ritstjorn@visir.is.7. Ylströndin í Garðabæ Það er ekki bara í Nauthólsvík sem er hægt að sóla sig á strönd því í Sjálandshverfi í Garðabæ er ylströnd sem Garðbæingar nýta vel á góðviðrisdögum. Ylströndin í Garðabæ er sífellt betur nýtt á góðviðrisdögum þó að margir eigi eflaust eftir að heimsækja hana.8. Rómantík í kirkjugarði Stöku ferðamannahópar liðast í gegnum Hólavallakirkjugarð en annars er garðurinn friðsæll og fáfarinn. Þar má mæla með rómantískum göngutúr sem endar á bekk með nestisbita. Í garðinum er fallegur gróður og sögur á hverju strái.Hólavallakirkjugarður er rómantískur.Vísir/Valli Birtist í Fréttablaðinu Heilsa Mest lesið „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Lífið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið Charli xcx gifti sig Lífið Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Lífið Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Lífið Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Lífið Fleiri fréttir Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Sjá meira
Víða á stórhöfuðborgarsvæðinu er að finna skemmtileg útivistarsvæði. Sum hver eru nýtt af íbúum í næsta nágrenni, önnur af fáum.1. Gróinn blómagarður Farðu með börnin eða barnabörnin í Grundargarð. Lítinn en vinalegan almenningsgarð við Grundargerði í Smáíbúðahverfinu í Reykjavík. Garðurinn var opnaður árið 1973 og þar er til dæmis að finna fallegan blómagarð með steinbeðum og nýlegt leiksvæði fyrir börn.Grundargerði í Smáíbúðahverfinu er virkilega fallegur garður.2. Blak og grill í Heiðmörk Þótt Heiðmörk sé stærsta útivistarsvæði í nágrenni Reykjavíkur er það því miður lítið nýtt og mun stærra en marga grunar. Þar er að finna ótrúlega fjölbreytt svæði til útivistar. Sérstaklega má mæla með Furulundi. Þetta er fjölskyldulundur búinn leiktækjum, blakvelli og grillaðstöðu. Þar eru líka bílastæði og salerni. Inn af Furulundi er Dropinn, áningarstaður með grilli, borðum og bekkjum.Furulundur í Heiðmörk er virkilega spennandi útivistarsvæði.3. Sílaveiðar og tennis í Breiðholti Auðvitað nýta Breiðhyltingar vel útivistarsvæðið í miðju Seljahverfi. Öðrum kemur svæðið skemmtilega á óvart. Þar er manngerð settjörn, Seljatjörn, og í kringum hana er vinsælt leiksvæði barna. Í garðinum er lystihús og vistvæn leiktæki fyrir börn sem finnst þó allra skemmtilegast að veiða síli í tjörninni. Í Breiðholtinu er einnig stór almenningsgarður á milli Austurbergs og Vesturbergs. Þar er til að mynda tennisvöllur fyrir áhugasama. Manngerða settjörnin í Seljahverfi gleður börn á sólríkum dögum.4. Víðáttan á Geldinganesi Þeim sem þrá að vera í algjörum friði fyrir ferðamönnum og vilja teygja úr sér á fáförnum en fögrum slóðum má ráðleggja gönguferð á Geldingarnes. Útsýnið er fallegt yfir borgina og þegar farið er yfir eiðið yfir á nesið sjálft má sunnanmegin príla í yfirgefnu skipsflaki.Þeir sem vilja ganga í ósnortinni víðáttu þar sem nánast engir eru á ferli ættu að kanna Geldinganesið.Vísir/Vilhelm5. Góð aðstaða við Hvaleyrarvatn Það er búið að vera mikið líf og fjör við Hvaleyrarvatn undanfarnar vikur. Fjölmargir hafa lagt leið sína að vatninu til að njóta þar útiveru í fallegu umhverfi. Aðstaða við Hvaleyrarvatn í Hafnarfirði er stórbætt en skógræktin hefur lagt stíga við vatnið þannig að hægt er að ganga hringinn í kring. Í víkinni eru bekkir, grill og salernisaðstaða.Áttu fallega mynd frá Hvaleyrarvatni sem mætti fylgja þessari umfjöllun? Endilega sendu okkur á ritstjorn@visir.is.6. Gróin leiksvæði í Mosfellsbæ Stekkjarflöt og Ullarnesbrekkur eru góðir áfangastaðir fyrir barnafjölskyldur um helgar. Leiksvæðið á Stekkjarflöt er rúmt og skemmtilegt og þar er einnig hægt að grilla. Ævintýragarðurinn sem er í Ullarnesbrekkum er fyrir alla fjölskylduna, hlaðinn spennandi leiktækjum sem skátafélagið Mosverjar setti upp. Þar er um að ræða ýmis klifur- og þrautatæki ásamt veglegum hlaupaketti sem hægt er að sveifla sér í. Einnig er klifurnet í miðjum garðinum, nálægt íþróttavellinum, sem er vinsælt meðal yngri kynslóðarinnar.Áttu fallega mynd frá Stekkjarflöt eða Ullarnesbekku sem mætti fylgja þessari umfjöllun? Endilega sendu okkur á ritstjorn@visir.is.7. Ylströndin í Garðabæ Það er ekki bara í Nauthólsvík sem er hægt að sóla sig á strönd því í Sjálandshverfi í Garðabæ er ylströnd sem Garðbæingar nýta vel á góðviðrisdögum. Ylströndin í Garðabæ er sífellt betur nýtt á góðviðrisdögum þó að margir eigi eflaust eftir að heimsækja hana.8. Rómantík í kirkjugarði Stöku ferðamannahópar liðast í gegnum Hólavallakirkjugarð en annars er garðurinn friðsæll og fáfarinn. Þar má mæla með rómantískum göngutúr sem endar á bekk með nestisbita. Í garðinum er fallegur gróður og sögur á hverju strái.Hólavallakirkjugarður er rómantískur.Vísir/Valli
Birtist í Fréttablaðinu Heilsa Mest lesið „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Lífið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið Charli xcx gifti sig Lífið Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Lífið Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Lífið Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Lífið Fleiri fréttir Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Sjá meira