Trump segir soninn opinn og saklausan 13. júlí 2017 06:00 Donald Trump yngri hefur orðið fyrir barðinu á miklum nornaveiðum að sögn föður hans. vísir/afp Rannsókn á og umfjöllun um tengsl rússneska ríkisins við forsetaframboð Donalds Trump Bandaríkjaforseta eru mestu nornaveiðar í stjórnmálasögu Bandaríkjanna. Þessu tísti forsetinn í gær. Donald Trump yngri er mikið til umfjöllunar í Bandaríkjunum, sem og víðar, vegna fundar sem hann sótti í júní á síðasta ári með lögfræðingi er hefur tengsl við rússnesku ríkisstjórnina. Var boðað til fundarins á þeim forsendum að lögfræðingurinn byggi yfir skaðlegum upplýsingum um Hillary Clinton, mótframbjóðanda Trumps eldri. The New York Times upplýsti Trump yngri um að blaðið ætlaði að birta tölvupóstsamskipti hans við Rob Goldstone, upplýsingafulltrúann sem kom fundinum á. Birti Trump yngri tölvupóstana sjálfur á Twitter. Í þeim sagði forsetasonurinn að hann yrði hæstánægður með að fá téðar upplýsingar. Jafnframt upplýsti Goldstone Trump yngri um að upplýsingarnar væru „liður í stuðningi Rússlands og ríkisstjórnar þess við framboð Donalds Trump“. Fyrrnefnt tíst Bandaríkjaforseta var sent út í kjölfar viðtals sonarins á sjónvarpsstöðinni Fox News. „Sonur minn, Donald, stóð sig vel í gærkvöldi. Hann var opinskár, gagnsær og saklaus. Þetta eru mestu nornaveiðar í stjórnmálasögunni. Sorglegt!“ tísti forseti Bandaríkjanna. „Af hverju eru Demókratar ekki meðhöndlaðir á sama hátt? Sjáið hvað Hillary Clinton virðist hafa komist upp með. Skammarlegt!“ tísti Trump síðar um daginn.Donald Trump, forseti Bandaríkjanna.vísir/afpSagði sonurinn í viðtalinu, sem Sean Hannity tók, að hann hefði aldrei sagt föður sínum frá fundinum. „Þetta var svo mikið ekkert. Það var ekkert að segja. Ég meina, ég hefði ekki munað eftir þessu áður en fjölmiðlar fóru að garfa í málinu. Þetta var bara tuttugu mínútna tímasóun, sem er synd.“ Trump yngri sagði jafnframt að hann myndi standa á annan hátt að hlutunum, fengi hann einhverju um það ráðið. „Einhver sendi mér tölvupóst. Ég ræð ekki hvað einhver sendir mér. Ég les það og sendi viðeigandi svar,“ sagði Trump yngri. Dmítrí Peskov, talsmaður Rússlandsstjórnar, hefur sjálfur neitað tengslum ríkisstjórnarinnar við lögfræðinginn sem sótti fundinn og það hefur lögfræðingurinn sjálfur einnig gert. Demókratar taka þessum nýju upplýsingum ekki af léttúð. Þannig hafa allnokkrir þeirra bendlað forsetasoninn við landráð. Meðal annars öldungadeildarþingmaðurinn Tim Kaine, sem var varaforsetaefni Clinton. „Það er ekkert sannað enn. En þetta er orðið meira en bara spurningin um að hindra framgang réttvísinnar. Þetta fer að nálgast meinsæri og jafnvel landráð,“ sagði Kaine. Fulltrúadeildarþingmaðurinn Seth Moulton tók í sama streng. „Ef þetta eru ekki landráð veit ég ekki hvað.“ Enn sem komið er hafa Repúblikanar lítið viljað tjá sig um málið og vísa samkvæmt The Wall Street Journal frekar á þá er fara með rannsókn á áhrifum Rússa á forsetakosningarnar. Donald Trump Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Segist ekki hafa sagt pabba sínum Donald Trump yngri, sonur Bandaríkjaforseta, segist ekki hafa sagt föður sínum frá fundi sem hann átti með rússneskum lögfræðingi sem taldi sig geta aðstoðað við að sigra í forsetakosningunum í Bandaríkjunum í fyrra. 12. júlí 2017 06:50 Staða Trump yngri grafalvarleg eftir uppljóstranir um tengsl við Rússland Þingmenn í rannsóknarnefndum Bandaríkjaþings á tengslum framboðs Donald Trump við rússnesk stjórnvöld, segja málið orðið mun alvarlegra en áður, eftir að upplýst var um tölvusamskipti sonar forsetans sem staðfesta tengsl hans við Rússa. 12. júlí 2017 20:00 Reiði og máttleysi í Hvíta húsinu Donald Trump forseti Bandaríkjanna er reiður yfir neikvæðri umfjöllun og starfsmenn hans vita ekki hvernig hægt sé að 12. júlí 2017 10:45 Mest lesið „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Leitað að manni með öxi Innlent Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Fleiri fréttir Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Sjá meira
Rannsókn á og umfjöllun um tengsl rússneska ríkisins við forsetaframboð Donalds Trump Bandaríkjaforseta eru mestu nornaveiðar í stjórnmálasögu Bandaríkjanna. Þessu tísti forsetinn í gær. Donald Trump yngri er mikið til umfjöllunar í Bandaríkjunum, sem og víðar, vegna fundar sem hann sótti í júní á síðasta ári með lögfræðingi er hefur tengsl við rússnesku ríkisstjórnina. Var boðað til fundarins á þeim forsendum að lögfræðingurinn byggi yfir skaðlegum upplýsingum um Hillary Clinton, mótframbjóðanda Trumps eldri. The New York Times upplýsti Trump yngri um að blaðið ætlaði að birta tölvupóstsamskipti hans við Rob Goldstone, upplýsingafulltrúann sem kom fundinum á. Birti Trump yngri tölvupóstana sjálfur á Twitter. Í þeim sagði forsetasonurinn að hann yrði hæstánægður með að fá téðar upplýsingar. Jafnframt upplýsti Goldstone Trump yngri um að upplýsingarnar væru „liður í stuðningi Rússlands og ríkisstjórnar þess við framboð Donalds Trump“. Fyrrnefnt tíst Bandaríkjaforseta var sent út í kjölfar viðtals sonarins á sjónvarpsstöðinni Fox News. „Sonur minn, Donald, stóð sig vel í gærkvöldi. Hann var opinskár, gagnsær og saklaus. Þetta eru mestu nornaveiðar í stjórnmálasögunni. Sorglegt!“ tísti forseti Bandaríkjanna. „Af hverju eru Demókratar ekki meðhöndlaðir á sama hátt? Sjáið hvað Hillary Clinton virðist hafa komist upp með. Skammarlegt!“ tísti Trump síðar um daginn.Donald Trump, forseti Bandaríkjanna.vísir/afpSagði sonurinn í viðtalinu, sem Sean Hannity tók, að hann hefði aldrei sagt föður sínum frá fundinum. „Þetta var svo mikið ekkert. Það var ekkert að segja. Ég meina, ég hefði ekki munað eftir þessu áður en fjölmiðlar fóru að garfa í málinu. Þetta var bara tuttugu mínútna tímasóun, sem er synd.“ Trump yngri sagði jafnframt að hann myndi standa á annan hátt að hlutunum, fengi hann einhverju um það ráðið. „Einhver sendi mér tölvupóst. Ég ræð ekki hvað einhver sendir mér. Ég les það og sendi viðeigandi svar,“ sagði Trump yngri. Dmítrí Peskov, talsmaður Rússlandsstjórnar, hefur sjálfur neitað tengslum ríkisstjórnarinnar við lögfræðinginn sem sótti fundinn og það hefur lögfræðingurinn sjálfur einnig gert. Demókratar taka þessum nýju upplýsingum ekki af léttúð. Þannig hafa allnokkrir þeirra bendlað forsetasoninn við landráð. Meðal annars öldungadeildarþingmaðurinn Tim Kaine, sem var varaforsetaefni Clinton. „Það er ekkert sannað enn. En þetta er orðið meira en bara spurningin um að hindra framgang réttvísinnar. Þetta fer að nálgast meinsæri og jafnvel landráð,“ sagði Kaine. Fulltrúadeildarþingmaðurinn Seth Moulton tók í sama streng. „Ef þetta eru ekki landráð veit ég ekki hvað.“ Enn sem komið er hafa Repúblikanar lítið viljað tjá sig um málið og vísa samkvæmt The Wall Street Journal frekar á þá er fara með rannsókn á áhrifum Rússa á forsetakosningarnar.
Donald Trump Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Segist ekki hafa sagt pabba sínum Donald Trump yngri, sonur Bandaríkjaforseta, segist ekki hafa sagt föður sínum frá fundi sem hann átti með rússneskum lögfræðingi sem taldi sig geta aðstoðað við að sigra í forsetakosningunum í Bandaríkjunum í fyrra. 12. júlí 2017 06:50 Staða Trump yngri grafalvarleg eftir uppljóstranir um tengsl við Rússland Þingmenn í rannsóknarnefndum Bandaríkjaþings á tengslum framboðs Donald Trump við rússnesk stjórnvöld, segja málið orðið mun alvarlegra en áður, eftir að upplýst var um tölvusamskipti sonar forsetans sem staðfesta tengsl hans við Rússa. 12. júlí 2017 20:00 Reiði og máttleysi í Hvíta húsinu Donald Trump forseti Bandaríkjanna er reiður yfir neikvæðri umfjöllun og starfsmenn hans vita ekki hvernig hægt sé að 12. júlí 2017 10:45 Mest lesið „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Leitað að manni með öxi Innlent Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Fleiri fréttir Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Sjá meira
Segist ekki hafa sagt pabba sínum Donald Trump yngri, sonur Bandaríkjaforseta, segist ekki hafa sagt föður sínum frá fundi sem hann átti með rússneskum lögfræðingi sem taldi sig geta aðstoðað við að sigra í forsetakosningunum í Bandaríkjunum í fyrra. 12. júlí 2017 06:50
Staða Trump yngri grafalvarleg eftir uppljóstranir um tengsl við Rússland Þingmenn í rannsóknarnefndum Bandaríkjaþings á tengslum framboðs Donald Trump við rússnesk stjórnvöld, segja málið orðið mun alvarlegra en áður, eftir að upplýst var um tölvusamskipti sonar forsetans sem staðfesta tengsl hans við Rússa. 12. júlí 2017 20:00
Reiði og máttleysi í Hvíta húsinu Donald Trump forseti Bandaríkjanna er reiður yfir neikvæðri umfjöllun og starfsmenn hans vita ekki hvernig hægt sé að 12. júlí 2017 10:45