Trump og Macron leika á als oddi í París Heimir Már Pétursson skrifar 13. júlí 2017 20:30 Donald Trump og Emmanuel Macron í París í dag. vísir/getty Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði á fréttamannafundi með forseta Frakklands í dag að allir í sporum sonar hans hefðu mætt á fund með rússneska lögmanninum sem lofaði skaðlegum upplýsigum um andstæðing hans Hillary Clinton í kosningabaráttunni í fyrra. Donald Trump forseti Bandaríkjanna og eiginkona hans Melania komu til Parísar í dag en forsetinn mun taka þátt í dagskrá þjóðhátíðardags Frakka, Bastilludeginum, á morgun til að minnast þess að á þessu ári eru hundrað ár liðinn frá því Bandaríkjamenn hófu þátttöku í fyrri heimsstyrjöldinni. Emmanuel Macron forseti Frakklands tók vel á móti Trump við forsetahöllina en Frakkar hafa alla tíð verið þákklátir Bandaríkjamönnum fyrir þátttöku þeirra í báðum heimsstyrjöldunum og frelsun Parísar í þeirri síðari. Í fljótu bragði virðast þeir Trump og Macron ekki eiga mikið sameiginlegt en þeir hafa báðir hver með sínum hætti hrært upp í hefðbundnum stjórnmálum landa sinna og eiga báðir rætur í fjármálaheiminum og atvinnulífinu. Enda fór vel á með forsetunum við Elysee höll í dag. Macron og Birgitte forsetafrú sýndu bandarísku forsetahjónunum meðal annars grafhýsi Napoleon Bonaparte síðdegis en á fundum sínum munu forsetarnir m.a. ræða ástand mála í Sýrlandi sem og samvinnu ríkjanna í baráttunni við skipulögð hryðjuverkasamtök. Í kvöld munu frönsku og bandarísku forsetahjónin síðan snæða saman í Effelturninum. Trump er eflaust feginn að fá frið frá Rússlandsmálinu en hann hefur nánast verið ósýnilegur í fjölmiðlum í Bandaríkjunum í um viku og Hvíta húsið hefur svo gott sem skrúfað fyrir að fréttamannafundir þar séu teknir upp á kvikmyndavélar. Forsetinn hefur ekki tjáð sig annars staðar en á Twitter um nýjustu uppljóstranir varðandi tölvusamskipti sonar hans við Rússa í kosningabaráttunni í fyrra og fund hans með rússneskum lögmanni. Trump sagði á Twitter í gær að hann hafi ekki vitað af þessum fundi fyrr en fyrir tveim til þremur dögum. Á sameiginlegum fréttamannafundi forsetanna í dag sagði Trump að hann teldi að flestir í bandarískum stjórnmálum hefðu mætt á fund eins og þann sem sonur hans, kosningastjóri og tengdasonur mættu á með rússneska lögmanninum. „Ég á son sem er frábær ungur maður, hann er góður maður. Hann átti fund með lögfræðingi frá Rússlandi. Hann stóð mjög stutt og það kom ekkert út úr þessum fundi. Ég held að þetta hafi verið fundur sem flestir stjórnmálmenn hefðu sennilega mætt á,“ sagði Trump. Formaður dómsmálanefndar öldungadeildar Bandaríkjaþings sagði í dag að Donald Trump yngri og Paul Manafort fyrrverandi kosningastjóri Trump eldra verði báðir kallaðir fyrir nefndina jafnvel strax í næstu viku. Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði á fréttamannafundi með forseta Frakklands í dag að allir í sporum sonar hans hefðu mætt á fund með rússneska lögmanninum sem lofaði skaðlegum upplýsigum um andstæðing hans Hillary Clinton í kosningabaráttunni í fyrra. Donald Trump forseti Bandaríkjanna og eiginkona hans Melania komu til Parísar í dag en forsetinn mun taka þátt í dagskrá þjóðhátíðardags Frakka, Bastilludeginum, á morgun til að minnast þess að á þessu ári eru hundrað ár liðinn frá því Bandaríkjamenn hófu þátttöku í fyrri heimsstyrjöldinni. Emmanuel Macron forseti Frakklands tók vel á móti Trump við forsetahöllina en Frakkar hafa alla tíð verið þákklátir Bandaríkjamönnum fyrir þátttöku þeirra í báðum heimsstyrjöldunum og frelsun Parísar í þeirri síðari. Í fljótu bragði virðast þeir Trump og Macron ekki eiga mikið sameiginlegt en þeir hafa báðir hver með sínum hætti hrært upp í hefðbundnum stjórnmálum landa sinna og eiga báðir rætur í fjármálaheiminum og atvinnulífinu. Enda fór vel á með forsetunum við Elysee höll í dag. Macron og Birgitte forsetafrú sýndu bandarísku forsetahjónunum meðal annars grafhýsi Napoleon Bonaparte síðdegis en á fundum sínum munu forsetarnir m.a. ræða ástand mála í Sýrlandi sem og samvinnu ríkjanna í baráttunni við skipulögð hryðjuverkasamtök. Í kvöld munu frönsku og bandarísku forsetahjónin síðan snæða saman í Effelturninum. Trump er eflaust feginn að fá frið frá Rússlandsmálinu en hann hefur nánast verið ósýnilegur í fjölmiðlum í Bandaríkjunum í um viku og Hvíta húsið hefur svo gott sem skrúfað fyrir að fréttamannafundir þar séu teknir upp á kvikmyndavélar. Forsetinn hefur ekki tjáð sig annars staðar en á Twitter um nýjustu uppljóstranir varðandi tölvusamskipti sonar hans við Rússa í kosningabaráttunni í fyrra og fund hans með rússneskum lögmanni. Trump sagði á Twitter í gær að hann hafi ekki vitað af þessum fundi fyrr en fyrir tveim til þremur dögum. Á sameiginlegum fréttamannafundi forsetanna í dag sagði Trump að hann teldi að flestir í bandarískum stjórnmálum hefðu mætt á fund eins og þann sem sonur hans, kosningastjóri og tengdasonur mættu á með rússneska lögmanninum. „Ég á son sem er frábær ungur maður, hann er góður maður. Hann átti fund með lögfræðingi frá Rússlandi. Hann stóð mjög stutt og það kom ekkert út úr þessum fundi. Ég held að þetta hafi verið fundur sem flestir stjórnmálmenn hefðu sennilega mætt á,“ sagði Trump. Formaður dómsmálanefndar öldungadeildar Bandaríkjaþings sagði í dag að Donald Trump yngri og Paul Manafort fyrrverandi kosningastjóri Trump eldra verði báðir kallaðir fyrir nefndina jafnvel strax í næstu viku.
Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Sjá meira