Trump gefur í skyn að hann muni breyta afstöðu sinni gagnvart Parísarsamkomulaginu Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar 13. júlí 2017 22:49 Donald Trump og eiginkona hans Melania Trump eru nú stödd í opinberri heimsókn í París Vísir/AFP Donald Trump forseti Bandaríkjanna, ýjaði að því í samtali við Emmanuel Macron, forseta Frakklands, að ákvörðun hans um Parísarsamkomulagið væri ekki skrifuð í stein. BBC greinir frá. Orð Trumps komu í kjölfar þess að Macron sagðist virða ákvörðun forsetans að draga Bandaríkin úr aðild að samningnum og að þeir vissu báðir að afstaða þeirra til málaflokksins væri ólík, hins vegar væri mikilvægt að halda áfram. Trump svaraði þá um hæl: „Eitthvað gæti gerst varðandi Parísarsáttmálann,“ og bætti við „Við sjáum hvað setur.“ Trump sagði Bandaríkin úr aðild að samningnum, eins og frægt er orðið, þann 1.júní síðastliðinn mörgum þjóðarleiðtogum til mikils ama og undrunar. Þeirra á meðal var Macron sem bauð í kjölfarið öllum helstu bandarísku vísindamönnum á sviði loftslagsmála að vinna að rannsóknum sínum í Frakklandi. Donald Trump og eiginkona hans Melania Trump eru nú stödd í opinberri heimsókn í París til að minnast þess að hundrað ár eru liðin frá því að Bandaríkjamenn hófu þátttöku í fyrri heimsstyrjöldinni ásamt því að styrkja sögulegt samband ríkjanna. Leiðtogarnir hafa meðal annars rætt ástandið í Sýrlandi ásamt því að ræða um viðskiptasamninga á milli landanna tveggja. Einnig hafa þeir rætt um hvernig best sé að berjast gegn hryðjuverkum og þá sér í lagi Íslamska ríkinu og veldi þeirra. Koma Trumps til Frakklands hefur orðið til þess að búið er að boða til mótmæla í París og hafa mótmælendur myndað svokölluð bannsvæði fyrir Trump eða „No Trump Zone“. Loftslagsmál Tengdar fréttir Trump segir stórkostlegan viðskiptasamning við Breta í bígerð Leiðtogar G20-fundarins í Hamborg hafa náð saman um allt í yfirlýsingu fundarins nema loftlagsmálin. 8. júlí 2017 13:21 Trump og Macron leika á als oddi í París Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði á fréttamannafundi með forseta Frakklands í dag að allir í sporum sonar hans hefðu mætt á fund með rússneska lögmanninum sem lofaði skaðlegum upplýsigum um andstæðing hans Hillary Clinton í kosningabaráttunni í fyrra. 13. júlí 2017 20:30 Frakkar bjóða loftslagsvísindamenn velkomna Frönsk stjórnvöld hafa ákveðið að bjóða bandarísku vísindafólki, nemum, kennurum og fyrirtækjum, sem vilja taka slaginn gegn loftslagsbreytingum, að búa og starfa í landinu. 10. júní 2017 07:00 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Fleiri fréttir Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Sjá meira
Donald Trump forseti Bandaríkjanna, ýjaði að því í samtali við Emmanuel Macron, forseta Frakklands, að ákvörðun hans um Parísarsamkomulagið væri ekki skrifuð í stein. BBC greinir frá. Orð Trumps komu í kjölfar þess að Macron sagðist virða ákvörðun forsetans að draga Bandaríkin úr aðild að samningnum og að þeir vissu báðir að afstaða þeirra til málaflokksins væri ólík, hins vegar væri mikilvægt að halda áfram. Trump svaraði þá um hæl: „Eitthvað gæti gerst varðandi Parísarsáttmálann,“ og bætti við „Við sjáum hvað setur.“ Trump sagði Bandaríkin úr aðild að samningnum, eins og frægt er orðið, þann 1.júní síðastliðinn mörgum þjóðarleiðtogum til mikils ama og undrunar. Þeirra á meðal var Macron sem bauð í kjölfarið öllum helstu bandarísku vísindamönnum á sviði loftslagsmála að vinna að rannsóknum sínum í Frakklandi. Donald Trump og eiginkona hans Melania Trump eru nú stödd í opinberri heimsókn í París til að minnast þess að hundrað ár eru liðin frá því að Bandaríkjamenn hófu þátttöku í fyrri heimsstyrjöldinni ásamt því að styrkja sögulegt samband ríkjanna. Leiðtogarnir hafa meðal annars rætt ástandið í Sýrlandi ásamt því að ræða um viðskiptasamninga á milli landanna tveggja. Einnig hafa þeir rætt um hvernig best sé að berjast gegn hryðjuverkum og þá sér í lagi Íslamska ríkinu og veldi þeirra. Koma Trumps til Frakklands hefur orðið til þess að búið er að boða til mótmæla í París og hafa mótmælendur myndað svokölluð bannsvæði fyrir Trump eða „No Trump Zone“.
Loftslagsmál Tengdar fréttir Trump segir stórkostlegan viðskiptasamning við Breta í bígerð Leiðtogar G20-fundarins í Hamborg hafa náð saman um allt í yfirlýsingu fundarins nema loftlagsmálin. 8. júlí 2017 13:21 Trump og Macron leika á als oddi í París Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði á fréttamannafundi með forseta Frakklands í dag að allir í sporum sonar hans hefðu mætt á fund með rússneska lögmanninum sem lofaði skaðlegum upplýsigum um andstæðing hans Hillary Clinton í kosningabaráttunni í fyrra. 13. júlí 2017 20:30 Frakkar bjóða loftslagsvísindamenn velkomna Frönsk stjórnvöld hafa ákveðið að bjóða bandarísku vísindafólki, nemum, kennurum og fyrirtækjum, sem vilja taka slaginn gegn loftslagsbreytingum, að búa og starfa í landinu. 10. júní 2017 07:00 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Fleiri fréttir Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Sjá meira
Trump segir stórkostlegan viðskiptasamning við Breta í bígerð Leiðtogar G20-fundarins í Hamborg hafa náð saman um allt í yfirlýsingu fundarins nema loftlagsmálin. 8. júlí 2017 13:21
Trump og Macron leika á als oddi í París Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði á fréttamannafundi með forseta Frakklands í dag að allir í sporum sonar hans hefðu mætt á fund með rússneska lögmanninum sem lofaði skaðlegum upplýsigum um andstæðing hans Hillary Clinton í kosningabaráttunni í fyrra. 13. júlí 2017 20:30
Frakkar bjóða loftslagsvísindamenn velkomna Frönsk stjórnvöld hafa ákveðið að bjóða bandarísku vísindafólki, nemum, kennurum og fyrirtækjum, sem vilja taka slaginn gegn loftslagsbreytingum, að búa og starfa í landinu. 10. júní 2017 07:00