Valtteri Bottas fljótastur á föstudegi í Bretlandi Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 14. júlí 2017 22:30 Valtteri Bottas er á svakalegu skriði þessa dagana. Vísir/Getty Valtteri Bottas var fljótastur á báðum æfingum dagsins fyrir breska kappaksturinn sem fram er um helgina. Ferrari átti við vanda að glíma.Fyrri æfingin Á æfingunni prófaði Sebastian Vettel eina höfuðvarnarlausnina til viðbótar sem er einskonar orustuþotu skjöldur sem sést í gegnum. Vettel sagði eftir æfinguna að hann hafi orðið rignlaður með skjöldinn á og hreinlega svimað. Mercedes menn voru lang fljótastir, Max Verstappen varð þriðji á Red Bull um hálfri sekúndu á eftir Bottas. Ferrari ökumennirnir voru báðir meira en sekúndu á eftir Bottas. Kimi Raikkonen á Ferrari varð fimmti og Vettel sjötti. Fernando Alonso á McLaren átti fína æfingu og varð áttundi og ók 20 hringi. McLaren bíllinn virkar greinilega vel á Silverstone brautinni því Stoffel Vandoorne varð tíundi.Sebastian Vettel var í vandræðum með að setja saman almennilegan hring á æfingum.Vísir/GettySeinni æfinginBottas varð aftur fljótastur á seinni æfingunni. Hann mun þó þurfa að sæta fimm sæta refsingu. Hann þarf að skipta um gírkassa fyrir keppnina. Mercedes liðið hefur staðfest þetta. Þetta er önnur helgin í röð þar sem Mercedes þarf að skipta um gírkassa of snemma. Lewis Hamilton sem varð annar á báðum æfingunum í dag þurfti þá að taka út fimm sæta refsingu. Gengi Ferrari skánaði töluvert á seinni æfingunni. Raikkonen var aftur fljótari en Vettel en þeir röðuðu sér í þriðja og fjórða sæti, þriðjung úr sekúndu og tæplega hálfri sekúndu á eftir Bottas. Nico Hulkenberg á Renault varð sjöundi á seinni æfingunni og Alonso áti aðra góða æfingu í níunda sæti á McLaren bílnum. Hann er að nota þriðju kynslóð Honda vélarinnar um helgina. Hún á að skila þónokkuð mikið meira afli. Bein útsending frá tímatökunni hefst klukkan 11:50 á morgun á Stöð 2 Sport. Bein útsending frá keppninni hefst klukkan 11:30 á Stöð 2 Sport.Hér að neðan má sjá öll helstu úrslit helgarinnar á gagnvirku brautarkorti. Formúla Tengdar fréttir Bílskúrinn: Allt það helsta frá Austurríki Valtteri Bottas á Mercedes vann sína aðra keppni á tímabilinu og ferlinum í Austurríki. Vísir fer yfir allt það helsta frá níunda kappakstri tímabilsins í Bílskúrnum. 11. júlí 2017 23:00 Honda og Sauber skilja að borði og sæng fyrir giftingu Honda og Sauber höfðu fyrir skömmu tilkynnt að til stæði að setja Honda vél um borð í Sauber bílinn strax á næsta ári. Nú virðist sem upp úr hafi slitnað með brotthvarfi Monisha Kaltenborn liðsstjóra Sauber, sem yfirgaf liðið fyrir Bakú kappaksturinn. 12. júlí 2017 22:00 Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ Fótbolti „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ Fótbolti Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fótbolti Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Fótbolti Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið Fótbolti Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Fótbolti Fleiri fréttir Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira
Valtteri Bottas var fljótastur á báðum æfingum dagsins fyrir breska kappaksturinn sem fram er um helgina. Ferrari átti við vanda að glíma.Fyrri æfingin Á æfingunni prófaði Sebastian Vettel eina höfuðvarnarlausnina til viðbótar sem er einskonar orustuþotu skjöldur sem sést í gegnum. Vettel sagði eftir æfinguna að hann hafi orðið rignlaður með skjöldinn á og hreinlega svimað. Mercedes menn voru lang fljótastir, Max Verstappen varð þriðji á Red Bull um hálfri sekúndu á eftir Bottas. Ferrari ökumennirnir voru báðir meira en sekúndu á eftir Bottas. Kimi Raikkonen á Ferrari varð fimmti og Vettel sjötti. Fernando Alonso á McLaren átti fína æfingu og varð áttundi og ók 20 hringi. McLaren bíllinn virkar greinilega vel á Silverstone brautinni því Stoffel Vandoorne varð tíundi.Sebastian Vettel var í vandræðum með að setja saman almennilegan hring á æfingum.Vísir/GettySeinni æfinginBottas varð aftur fljótastur á seinni æfingunni. Hann mun þó þurfa að sæta fimm sæta refsingu. Hann þarf að skipta um gírkassa fyrir keppnina. Mercedes liðið hefur staðfest þetta. Þetta er önnur helgin í röð þar sem Mercedes þarf að skipta um gírkassa of snemma. Lewis Hamilton sem varð annar á báðum æfingunum í dag þurfti þá að taka út fimm sæta refsingu. Gengi Ferrari skánaði töluvert á seinni æfingunni. Raikkonen var aftur fljótari en Vettel en þeir röðuðu sér í þriðja og fjórða sæti, þriðjung úr sekúndu og tæplega hálfri sekúndu á eftir Bottas. Nico Hulkenberg á Renault varð sjöundi á seinni æfingunni og Alonso áti aðra góða æfingu í níunda sæti á McLaren bílnum. Hann er að nota þriðju kynslóð Honda vélarinnar um helgina. Hún á að skila þónokkuð mikið meira afli. Bein útsending frá tímatökunni hefst klukkan 11:50 á morgun á Stöð 2 Sport. Bein útsending frá keppninni hefst klukkan 11:30 á Stöð 2 Sport.Hér að neðan má sjá öll helstu úrslit helgarinnar á gagnvirku brautarkorti.
Formúla Tengdar fréttir Bílskúrinn: Allt það helsta frá Austurríki Valtteri Bottas á Mercedes vann sína aðra keppni á tímabilinu og ferlinum í Austurríki. Vísir fer yfir allt það helsta frá níunda kappakstri tímabilsins í Bílskúrnum. 11. júlí 2017 23:00 Honda og Sauber skilja að borði og sæng fyrir giftingu Honda og Sauber höfðu fyrir skömmu tilkynnt að til stæði að setja Honda vél um borð í Sauber bílinn strax á næsta ári. Nú virðist sem upp úr hafi slitnað með brotthvarfi Monisha Kaltenborn liðsstjóra Sauber, sem yfirgaf liðið fyrir Bakú kappaksturinn. 12. júlí 2017 22:00 Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ Fótbolti „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ Fótbolti Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fótbolti Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Fótbolti Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið Fótbolti Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Fótbolti Fleiri fréttir Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira
Bílskúrinn: Allt það helsta frá Austurríki Valtteri Bottas á Mercedes vann sína aðra keppni á tímabilinu og ferlinum í Austurríki. Vísir fer yfir allt það helsta frá níunda kappakstri tímabilsins í Bílskúrnum. 11. júlí 2017 23:00
Honda og Sauber skilja að borði og sæng fyrir giftingu Honda og Sauber höfðu fyrir skömmu tilkynnt að til stæði að setja Honda vél um borð í Sauber bílinn strax á næsta ári. Nú virðist sem upp úr hafi slitnað með brotthvarfi Monisha Kaltenborn liðsstjóra Sauber, sem yfirgaf liðið fyrir Bakú kappaksturinn. 12. júlí 2017 22:00