Þrjátíu tíma seinkun Primera Air vekur reiði strandaglópa Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar 17. júlí 2017 16:34 Primera Air flýgur einnig frá Íslandi í gegnum íslenskar ferðaskrifstofur. Mynd/Primera Air Fjöldi manns er nú fastur á Arlanda flugvellinum í Svíþjóð eftir að flug Primera Air til Alicante frestaðist um þrjátíu tíma. Þá situr fólk einnig fast á flugvellinum í Alicante. Fyrirtækið hefur verið gagnrýnt fyrir að vera ekki í samskiptum við fólkið og að engar almennilegar upplýsingar hafi fengist. Expressen greinir frá. Flugið frá Arlanda til Alicante átti að fara kl 7:50 á sunnudagsmorguninn en klukkan tvö í dag sat fólkið enn fast á flugvellinum. Talið er að um tæknilegt vandamál sé að ræða. „Þetta er helvíti. Þetta gengur ekki. Við erum með börn með okkur, þetta er ekki í lagi,“ segir Christian sem átti bókað flug til Alicante. Hann segir þetta verið mikið fjárhagslegt tjón. „Við leigðum bílaleigubíl í Alicante fyrir 3.600 krónur en nú höfum við þurft að bóka hann tvisvar. Nú kostar þetta 6800 krónur, Þetta er stórtap hjá okkur,“ er haft eftir Christian sem ákvað í kjölfar frestana að panta flugferð með Ryan Air til Alicante. Þetta hafi kostað hann 12 þúsund sænskar krónur fyrir sex manns. Samkvæmt ferðamönnum sem bíða hafa þau reglulega fengið upplýsingar um að seinkunin kunni að vara í nokkra tíma í viðbót. Enginn hefur hins vegar sagt þeim nákvæmlega hver staðan er eða bent þeim á að fara heim og bíða þar. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem flugfélaginu seinkar svo mjög en Expressen, segir frá því að tveimur flugum Primera air til Malaga og Barcelona, hafi verið aflýst á síðustu 24 klukkustundum. Þá hafi ferðum flugfélagsins einnig seinkað um 21 klukkustund til Faro í Portúgal. Samkvæmt tímaritinu Vagabond er fyrirtæki það næst versta árið 2016. Ástæðan er að fyrirtækið neiti að bæta viðskipavinum tjónið vegna seinkana og aflýstra vela þrátt fyrir að ESB löggjöf skyldi þá til þess Neytendur Tengdar fréttir Sex tíma seinkun á áætlunarferð Primera Air: Hættu tvisvar við brottför vegna bilunar Áætluð brottför var klukkan 06:25 en farþegaþotan fór ekki frá Keflavíkurflugvelli fyrr en klukkan 12:25 í dag. 2. maí 2017 13:21 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Fleiri fréttir Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Sjá meira
Fjöldi manns er nú fastur á Arlanda flugvellinum í Svíþjóð eftir að flug Primera Air til Alicante frestaðist um þrjátíu tíma. Þá situr fólk einnig fast á flugvellinum í Alicante. Fyrirtækið hefur verið gagnrýnt fyrir að vera ekki í samskiptum við fólkið og að engar almennilegar upplýsingar hafi fengist. Expressen greinir frá. Flugið frá Arlanda til Alicante átti að fara kl 7:50 á sunnudagsmorguninn en klukkan tvö í dag sat fólkið enn fast á flugvellinum. Talið er að um tæknilegt vandamál sé að ræða. „Þetta er helvíti. Þetta gengur ekki. Við erum með börn með okkur, þetta er ekki í lagi,“ segir Christian sem átti bókað flug til Alicante. Hann segir þetta verið mikið fjárhagslegt tjón. „Við leigðum bílaleigubíl í Alicante fyrir 3.600 krónur en nú höfum við þurft að bóka hann tvisvar. Nú kostar þetta 6800 krónur, Þetta er stórtap hjá okkur,“ er haft eftir Christian sem ákvað í kjölfar frestana að panta flugferð með Ryan Air til Alicante. Þetta hafi kostað hann 12 þúsund sænskar krónur fyrir sex manns. Samkvæmt ferðamönnum sem bíða hafa þau reglulega fengið upplýsingar um að seinkunin kunni að vara í nokkra tíma í viðbót. Enginn hefur hins vegar sagt þeim nákvæmlega hver staðan er eða bent þeim á að fara heim og bíða þar. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem flugfélaginu seinkar svo mjög en Expressen, segir frá því að tveimur flugum Primera air til Malaga og Barcelona, hafi verið aflýst á síðustu 24 klukkustundum. Þá hafi ferðum flugfélagsins einnig seinkað um 21 klukkustund til Faro í Portúgal. Samkvæmt tímaritinu Vagabond er fyrirtæki það næst versta árið 2016. Ástæðan er að fyrirtækið neiti að bæta viðskipavinum tjónið vegna seinkana og aflýstra vela þrátt fyrir að ESB löggjöf skyldi þá til þess
Neytendur Tengdar fréttir Sex tíma seinkun á áætlunarferð Primera Air: Hættu tvisvar við brottför vegna bilunar Áætluð brottför var klukkan 06:25 en farþegaþotan fór ekki frá Keflavíkurflugvelli fyrr en klukkan 12:25 í dag. 2. maí 2017 13:21 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Fleiri fréttir Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Sjá meira
Sex tíma seinkun á áætlunarferð Primera Air: Hættu tvisvar við brottför vegna bilunar Áætluð brottför var klukkan 06:25 en farþegaþotan fór ekki frá Keflavíkurflugvelli fyrr en klukkan 12:25 í dag. 2. maí 2017 13:21