Trump gerir lokatilraun til að ganga frá Obamacare Samúel Karl Ólason skrifar 19. júlí 2017 10:53 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. Vísir/Getty Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur boðið öldungadeildarþingmönnum Repúblikanaflokksins til hádegisverðar í dag þar sem ræða á mögulegar aðgerðir varðandi heilbrigðis- og sjúkratrygginakerfi Bandaríkjanna. Flokkurinn virðist hafa gefist upp á að reyna að koma heilbrigðisfrumvarpi þeirra Trump og Mitch McConnell, sem gengið hefur undir nafninu Trumpcare, í gegnum þingið. Einnig náðist ekki meirihluti á þinginu fyrir því að fella niður lögin eins og þau eru í dag. Trump lagði í gær til að það yrði gert svo hægt væri að byggja kerfið upp að nýju frá gruni. Repúblikanaflokkurinn hefur ætlað sér að fella niður Obamacare og koma upp nýju kerfi í sjö ár. Þann tíma hefur það verið eitt af helstu baráttumálum flokksins, sem ætti nú að vera í kjörstöðu til þess. Flokkurinn stjórnar báðum deildum þingsins og forsetaembættinu. Þrír öldungadeildarþingmenn flokksins hafa opinberað afstöðu sína og sagt að þeir muni ekki styðja frumvarpið. Repúblikanar á þinginu eru einungis 52 og var það því nóg. Þar að auki eru fleiri þingmenn sem eru sagðir vera á móti frumvarpinu, án þess að hafa gert það opinbert.Samkvæmt AP fréttaveitunni ætlaði McConnell að halda atkvæðagreiðslu um Trumpcare í dag, til þess að þvinga þingmenn flokksins til að opinbera afstöðu sína. Þingmenn flokkksins báðu hann þó um að bíða með slíkar aðgerðir, en frumvarpið er gífurlega óvinsælt á landsvísu og gæti það reynst þingmönnum dýrkeypt að greiða því atkvæði sitt. McConnell tilkynnti svo í gær að atkvæðagreiðslan færi fram í næstu viku og sagði að henni hefði verið frestað, meðal annars, að beiðni forsetans. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir McCain telur heilbrigðisfrumvarp repúblikana líklegast dautt John McCain öldungadeildarþingmaður repúblikana hefur litla trú á nýju heilbrigðisfrumvarpi sem taka á við af Obamacare. 9. júlí 2017 18:20 Heilbrigðisfrumvarp repúblikana á líknardeild Leiðtogi Repúblikanaflokksins á öldungadeil þingsins segist ekki viss um að frumvarpið verði samþykkt. 7. júlí 2017 17:45 Endurlífgunartilraunir reyndar á heilbrigðisfrumvarpi Repúblikana Repúblikanar hafa heitið því í sjö ár að fella niður hin svokölluðu Obamacare lög og koma með nýtt og betra kerfi. 12. júlí 2017 11:59 Heilbrigðisfrumvarp Repúblikana við dauðans dyr Tveir öldungadeildarþingmenn til viðbótar lýsa yfir andstöðu sinni gegn Trumpcare. 18. júlí 2017 09:00 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Fleiri fréttir Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur boðið öldungadeildarþingmönnum Repúblikanaflokksins til hádegisverðar í dag þar sem ræða á mögulegar aðgerðir varðandi heilbrigðis- og sjúkratrygginakerfi Bandaríkjanna. Flokkurinn virðist hafa gefist upp á að reyna að koma heilbrigðisfrumvarpi þeirra Trump og Mitch McConnell, sem gengið hefur undir nafninu Trumpcare, í gegnum þingið. Einnig náðist ekki meirihluti á þinginu fyrir því að fella niður lögin eins og þau eru í dag. Trump lagði í gær til að það yrði gert svo hægt væri að byggja kerfið upp að nýju frá gruni. Repúblikanaflokkurinn hefur ætlað sér að fella niður Obamacare og koma upp nýju kerfi í sjö ár. Þann tíma hefur það verið eitt af helstu baráttumálum flokksins, sem ætti nú að vera í kjörstöðu til þess. Flokkurinn stjórnar báðum deildum þingsins og forsetaembættinu. Þrír öldungadeildarþingmenn flokksins hafa opinberað afstöðu sína og sagt að þeir muni ekki styðja frumvarpið. Repúblikanar á þinginu eru einungis 52 og var það því nóg. Þar að auki eru fleiri þingmenn sem eru sagðir vera á móti frumvarpinu, án þess að hafa gert það opinbert.Samkvæmt AP fréttaveitunni ætlaði McConnell að halda atkvæðagreiðslu um Trumpcare í dag, til þess að þvinga þingmenn flokksins til að opinbera afstöðu sína. Þingmenn flokkksins báðu hann þó um að bíða með slíkar aðgerðir, en frumvarpið er gífurlega óvinsælt á landsvísu og gæti það reynst þingmönnum dýrkeypt að greiða því atkvæði sitt. McConnell tilkynnti svo í gær að atkvæðagreiðslan færi fram í næstu viku og sagði að henni hefði verið frestað, meðal annars, að beiðni forsetans.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir McCain telur heilbrigðisfrumvarp repúblikana líklegast dautt John McCain öldungadeildarþingmaður repúblikana hefur litla trú á nýju heilbrigðisfrumvarpi sem taka á við af Obamacare. 9. júlí 2017 18:20 Heilbrigðisfrumvarp repúblikana á líknardeild Leiðtogi Repúblikanaflokksins á öldungadeil þingsins segist ekki viss um að frumvarpið verði samþykkt. 7. júlí 2017 17:45 Endurlífgunartilraunir reyndar á heilbrigðisfrumvarpi Repúblikana Repúblikanar hafa heitið því í sjö ár að fella niður hin svokölluðu Obamacare lög og koma með nýtt og betra kerfi. 12. júlí 2017 11:59 Heilbrigðisfrumvarp Repúblikana við dauðans dyr Tveir öldungadeildarþingmenn til viðbótar lýsa yfir andstöðu sinni gegn Trumpcare. 18. júlí 2017 09:00 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Fleiri fréttir Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa Sjá meira
McCain telur heilbrigðisfrumvarp repúblikana líklegast dautt John McCain öldungadeildarþingmaður repúblikana hefur litla trú á nýju heilbrigðisfrumvarpi sem taka á við af Obamacare. 9. júlí 2017 18:20
Heilbrigðisfrumvarp repúblikana á líknardeild Leiðtogi Repúblikanaflokksins á öldungadeil þingsins segist ekki viss um að frumvarpið verði samþykkt. 7. júlí 2017 17:45
Endurlífgunartilraunir reyndar á heilbrigðisfrumvarpi Repúblikana Repúblikanar hafa heitið því í sjö ár að fella niður hin svokölluðu Obamacare lög og koma með nýtt og betra kerfi. 12. júlí 2017 11:59
Heilbrigðisfrumvarp Repúblikana við dauðans dyr Tveir öldungadeildarþingmenn til viðbótar lýsa yfir andstöðu sinni gegn Trumpcare. 18. júlí 2017 09:00