Trump lætur skoða mögulegt kosningasvindl í forsetakosningunum í fyrra Heimir Már Pétursson skrifar 19. júlí 2017 19:30 Trump vonast til að önnur ríki Bandaríkjanna en hin fyrstu 30 leggi einnig fram upplýsingar um framkvæmd kosninga hjá sér. Hér sést Trump á fundi nefndarinnar í dag. Vísir/AFP Trump Bandaríkjaforseti hefur skipað ráðgjafanefnd til að skoða mögulegt kosningasvindl og brotalamir í forsetakosningunum á síðasta ári. Þá hefur verið upplýst að Trump átti óformlegan tæplega klukkustundar fund með Putin Rússlandsforseta á leiðtogafundi helstu iðnríkja heims fyrr í mánuðinum. Donald Trump gaf ítrekað í skyn í kosningabaráttunni fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum í fyrra að svindlað væri í kosningum í Bandaríkjunum. Í dag skipaði hann ráðgjafanefnd sem á að skoða hvort rangt hafi verið haft við í kosningunum í fyrra, en hann vann þær með fleiri kjörmönnum en Hillary Clinton þótt Clinton hafi fengið um 3,5 milljónum fleiri atkvæði en hann. Þegar forsetinn greindi frá skipan nefndarinnar í dag sagði hann rúmlega þrjátíu ríki Bandaríkjanna nú þegar hafa veitt upplýsingar um framkvæmd kosninganna. „Í hvert sinn sem svindlað er í kosningum ógildist annað atkvæði löghlýðins borgara og það grefur undan lýðræðinu. Það má ekki gerast. Stöðva þarf hvers kyns kosningasvindl, hvort sem það tengist erlendum borgurum eða jafnvel látnum einstaklingum, sem og hvers kyns þvinganir eða hótanir í garð kjósenda,“ sagði Trump. Hann vonaðist til að önnur ríki Bandaríkjanna leggðu einnig fram upplýsingar um framkvæmd kosninga hjá sér. „Ef eitthvert ríki vill ekki miðla þessum upplýsingum spyr maður sig hvert áhyggjuefnið sé? Ég spyr varaforsetann, ég spyr nefndina: Af hverju hafa menn áhyggjur? Eitthvað er það. Þannig er það alltaf,“ sagði TrumpÓformlegur fundur Trump og PutinRússlandsmálið heldur líka áfram að vinda upp á sig. Nú hefur verið upplýst að Trump átti aukafund með Putin Rússlandsforseta á G20 fundinum í Hamborg fyrr í mánuðinum. Trump stóð upp frá hátíðarkvöldverði og gekk þvert yfir salinn og settist hjá Putin þar sem þeir ræddust við samkvæmt heimildum í tæpa klukkustund. Það þykir gagnrýnivert að Trump hafði ekki eigin túlk meðferðis og studdist einungis við túlk Putins. Þá hefur ekkert verið gefið upp um hvað fór forsetanna á milli en bandaríska Alríkislögreglan FBI og rannsóknarnefndir beggja deilda Bandaríkjaþings rannsaka tengsl fjölskyldu Trump og framboðs hans við Rússa vegna mögulegra afskipta þeirra af kosningunum í samvinnu við fjölskylduna og framboðið. Þótt Hvíta húsið hafi staðfest óformlegan fund Trumps og Putins á G20 fundinum í gær tístir Trump í dag að „frásögn falsfjölmiðla um að fundurinn hafi átt sér stað sé sjúk“ og „óheiðarleiki þeirra fari vaxandi.“ Donald Trump Tengdar fréttir Trump og Pútín funduðu óformlega í kvöldverðarboði Seinni fundur forsetanna var haldinn í kvöldverðarboði fyrir þjóðhöfðingja, nokkrum klukkustundum eftir að forsetarnir tveir hittust á formlegum fundi. 18. júlí 2017 23:30 Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Fleiri fréttir Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Sjá meira
Trump Bandaríkjaforseti hefur skipað ráðgjafanefnd til að skoða mögulegt kosningasvindl og brotalamir í forsetakosningunum á síðasta ári. Þá hefur verið upplýst að Trump átti óformlegan tæplega klukkustundar fund með Putin Rússlandsforseta á leiðtogafundi helstu iðnríkja heims fyrr í mánuðinum. Donald Trump gaf ítrekað í skyn í kosningabaráttunni fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum í fyrra að svindlað væri í kosningum í Bandaríkjunum. Í dag skipaði hann ráðgjafanefnd sem á að skoða hvort rangt hafi verið haft við í kosningunum í fyrra, en hann vann þær með fleiri kjörmönnum en Hillary Clinton þótt Clinton hafi fengið um 3,5 milljónum fleiri atkvæði en hann. Þegar forsetinn greindi frá skipan nefndarinnar í dag sagði hann rúmlega þrjátíu ríki Bandaríkjanna nú þegar hafa veitt upplýsingar um framkvæmd kosninganna. „Í hvert sinn sem svindlað er í kosningum ógildist annað atkvæði löghlýðins borgara og það grefur undan lýðræðinu. Það má ekki gerast. Stöðva þarf hvers kyns kosningasvindl, hvort sem það tengist erlendum borgurum eða jafnvel látnum einstaklingum, sem og hvers kyns þvinganir eða hótanir í garð kjósenda,“ sagði Trump. Hann vonaðist til að önnur ríki Bandaríkjanna leggðu einnig fram upplýsingar um framkvæmd kosninga hjá sér. „Ef eitthvert ríki vill ekki miðla þessum upplýsingum spyr maður sig hvert áhyggjuefnið sé? Ég spyr varaforsetann, ég spyr nefndina: Af hverju hafa menn áhyggjur? Eitthvað er það. Þannig er það alltaf,“ sagði TrumpÓformlegur fundur Trump og PutinRússlandsmálið heldur líka áfram að vinda upp á sig. Nú hefur verið upplýst að Trump átti aukafund með Putin Rússlandsforseta á G20 fundinum í Hamborg fyrr í mánuðinum. Trump stóð upp frá hátíðarkvöldverði og gekk þvert yfir salinn og settist hjá Putin þar sem þeir ræddust við samkvæmt heimildum í tæpa klukkustund. Það þykir gagnrýnivert að Trump hafði ekki eigin túlk meðferðis og studdist einungis við túlk Putins. Þá hefur ekkert verið gefið upp um hvað fór forsetanna á milli en bandaríska Alríkislögreglan FBI og rannsóknarnefndir beggja deilda Bandaríkjaþings rannsaka tengsl fjölskyldu Trump og framboðs hans við Rússa vegna mögulegra afskipta þeirra af kosningunum í samvinnu við fjölskylduna og framboðið. Þótt Hvíta húsið hafi staðfest óformlegan fund Trumps og Putins á G20 fundinum í gær tístir Trump í dag að „frásögn falsfjölmiðla um að fundurinn hafi átt sér stað sé sjúk“ og „óheiðarleiki þeirra fari vaxandi.“
Donald Trump Tengdar fréttir Trump og Pútín funduðu óformlega í kvöldverðarboði Seinni fundur forsetanna var haldinn í kvöldverðarboði fyrir þjóðhöfðingja, nokkrum klukkustundum eftir að forsetarnir tveir hittust á formlegum fundi. 18. júlí 2017 23:30 Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Fleiri fréttir Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Sjá meira
Trump og Pútín funduðu óformlega í kvöldverðarboði Seinni fundur forsetanna var haldinn í kvöldverðarboði fyrir þjóðhöfðingja, nokkrum klukkustundum eftir að forsetarnir tveir hittust á formlegum fundi. 18. júlí 2017 23:30
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent