Ríki neita að afhenda nefnd Trump persónugögn Samúel Karl Ólason skrifar 1. júlí 2017 16:07 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. Vísir/Getty Fjöldi ríkja Bandaríkjanna hafa neitað að starfa að fullu með nefnd sem Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, skipaði til að kanna kosningasvik í Bandaríkjunum. Meðal upplýsinga sem nefndin hefur kallað eftir eru persónuupplýsingar eins og kennitölur, kjósendasaga, hvort fólk tilheyri stjórnmálaflokkum og fleira. Bæði demókratar og Repúblikanar neita að veita nefndinni upplýsingar.Trump sjálfur brást við fréttum af þessu á Twitter í morgun, eins og honum einum er lagið. „Fjölmörg ríki neita að veita upplýsingar til hinnar háttvirtu KOSNINGASVINDLNEFNDAR. Hvað eru þeir að reyna að fela?“Trump, sem fékk færri atkvæði en mótframbjóðandi sinn, Hillary Clinton, hefur ítrekað haldið því fram að milljónir hafi kosið hana ólöglega og því hefði hann í raun fengið fleiri atkvæði en hún. Embættismenn um öll Bandaríkin sem og sérfræðingar segja þetta vera kolrangt og rannsóknir hafa ekki bent til þess að umfangsmikið kosningasvindl hafi átt sér stað í kosningunum. Umrædd nefnd sendi bréf til 50 ríkja Bandaríkjanna fyrr í vikunni og fór fram á gífurlegt magn gagna og vildi fá þau innan sextán daga. Gagnrýnendur nefndarinnar óttast að upplýsingarnar verði notaðar til að koma í veg fyrir að fólk geti kosið með auðveldum hætti. Forsvarsmenn nokkra ríkja hafa sagt að þeir muni eingöngu afhenda opin og aðgengileg gögn, samkvæmt lögum. Washington Post hefur tekið saman nokkrar af þeim ástæðum sem hafa verið gefnar fyrir því að gögn verða ekki veitt.Terry McAuliffe, Ríkisstjóri Virginíu, sagði nefndina hafa verið stofnaða vegna rangra yfirlýsinga um kosningasvindl. Í besta falli hefði hún verið stofnuð til þess að staðfesta rangar yfirlýsingar forsetans um kosningasvik og í versta falli ætti nefndin að draga úr getu fólks til að kjósa.Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, er formaður nefndarinnar, en Kris Kobach, embættismaður frá Kansas, er varaformaður hennar. Það var Kobach sem sendi áðurnefnt bréf til ríkjanna. Hann hefur lengi haldið því fram að kosningasvindl séu umfangsmikil í Bandaríkjunum. Þó hefur honum ekki tekist að finna sannanir fyrir því. Þar að auki koma persónuverndarlög í Kansas í veg fyrir að Kobach sjálfur geti afhent rannsóknarnefndinni þau gögn sem hann bað um, samkvæmt New York Times.Delbert Hosemann, háttsettur embættismaður í Mississippi, hefur einnig sagt að hann muni ekki afhenda umrædd gögn. Hann sagði meðlimi nefndarinnar geta hoppað út í Mexíkóflóa. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Sjá meira
Fjöldi ríkja Bandaríkjanna hafa neitað að starfa að fullu með nefnd sem Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, skipaði til að kanna kosningasvik í Bandaríkjunum. Meðal upplýsinga sem nefndin hefur kallað eftir eru persónuupplýsingar eins og kennitölur, kjósendasaga, hvort fólk tilheyri stjórnmálaflokkum og fleira. Bæði demókratar og Repúblikanar neita að veita nefndinni upplýsingar.Trump sjálfur brást við fréttum af þessu á Twitter í morgun, eins og honum einum er lagið. „Fjölmörg ríki neita að veita upplýsingar til hinnar háttvirtu KOSNINGASVINDLNEFNDAR. Hvað eru þeir að reyna að fela?“Trump, sem fékk færri atkvæði en mótframbjóðandi sinn, Hillary Clinton, hefur ítrekað haldið því fram að milljónir hafi kosið hana ólöglega og því hefði hann í raun fengið fleiri atkvæði en hún. Embættismenn um öll Bandaríkin sem og sérfræðingar segja þetta vera kolrangt og rannsóknir hafa ekki bent til þess að umfangsmikið kosningasvindl hafi átt sér stað í kosningunum. Umrædd nefnd sendi bréf til 50 ríkja Bandaríkjanna fyrr í vikunni og fór fram á gífurlegt magn gagna og vildi fá þau innan sextán daga. Gagnrýnendur nefndarinnar óttast að upplýsingarnar verði notaðar til að koma í veg fyrir að fólk geti kosið með auðveldum hætti. Forsvarsmenn nokkra ríkja hafa sagt að þeir muni eingöngu afhenda opin og aðgengileg gögn, samkvæmt lögum. Washington Post hefur tekið saman nokkrar af þeim ástæðum sem hafa verið gefnar fyrir því að gögn verða ekki veitt.Terry McAuliffe, Ríkisstjóri Virginíu, sagði nefndina hafa verið stofnaða vegna rangra yfirlýsinga um kosningasvindl. Í besta falli hefði hún verið stofnuð til þess að staðfesta rangar yfirlýsingar forsetans um kosningasvik og í versta falli ætti nefndin að draga úr getu fólks til að kjósa.Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, er formaður nefndarinnar, en Kris Kobach, embættismaður frá Kansas, er varaformaður hennar. Það var Kobach sem sendi áðurnefnt bréf til ríkjanna. Hann hefur lengi haldið því fram að kosningasvindl séu umfangsmikil í Bandaríkjunum. Þó hefur honum ekki tekist að finna sannanir fyrir því. Þar að auki koma persónuverndarlög í Kansas í veg fyrir að Kobach sjálfur geti afhent rannsóknarnefndinni þau gögn sem hann bað um, samkvæmt New York Times.Delbert Hosemann, háttsettur embættismaður í Mississippi, hefur einnig sagt að hann muni ekki afhenda umrædd gögn. Hann sagði meðlimi nefndarinnar geta hoppað út í Mexíkóflóa.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Sjá meira