Erlent

Mannfall í sjálfsmorðsárás í Damascus

Samúel Karl Ólason skrifar
Damascus er valdasæti Bashar al Assad.
Damascus er valdasæti Bashar al Assad. Vísir/AFP
Minnst átta eru látnir og tólf særðir eftir að maður sprengdi bíl sinn í loft upp í Damascus, höfuðborg Sýrlands. Lögreglan hafði stöðvað tvo ökumenn sem einnig ætluðu að sprengja sig upp, samkvæmt frétt BBC, en sá þriðji sprengdi bíl sinn þegar hann var umkringdur af lögreglunni á Tahrir-torgi í austurhluta borgarinnar.

Ríkissjónavarp Sýrlands segir mennina hafa ætlað að sprengja bílana á fjölförnum svæðum þegar íbúar héldu aftur til vinnu eftir Ramadan mánuðinn.

Enginn hefur lýst yfir ábyrgð á árásinni, sem AP fréttaveitan segir að hafa skemmt nærliggjandi byggingar mikið.

Árásir sem þessar hafa verið tiltölulega sjaldgæfar í Damascus og hefur stærsti hluti borgarinnar verið undir stjórn Bashar al Assad, forseta landsins. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×