Ferðaþjónustan á Íslandi: Efnaðir kaupi ekki „eitthvað drasl á okurverði“ Samúel Karl Ólason skrifar 2. júlí 2017 13:26 „Ég held að næsti vetur, það er að segja norðurljósatímabilið nóvember til mars, að þar verði einhver samdráttur, en næsta sumar verði mjög þungt víða.“ Vísir/GVA Ferðamenn sem ekki voru búnir að ákveða að fara til Íslands fyrir styrkingu krónunnar eru ekki að skila sér hingað til lands. Búast má við alvarlegum samdrætti í ferðaþjónustu á næstunni. Þetta segja þeir Pétur Óskarsson, framkvæmdastjóri Katla Travel, og Daníel Jakobsson, hótelhaldari á Ísafirði, en þeir voru gestir Kristjáns Kristjánssonar í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Þar fóru þeir yfir stöðu ferðaþjónustunnar hér á landi og mögulega framtíð hennar. Pétur segir að þegar ferðamenn fari að halda að sér, verði ferðaþjónustan á landsbyggðinni fyrst til að finna fyrir því. Daníel segir að ekki hafi verið mikill samdráttur hjá sér í sumar, en hann hafi verulegar áhyggjur fyrir næsta sumar. Hann segir Ísland vera að verða dýrara og að ferðþjónustuaðilar séu á heimsmarkaði. Ferðamenn ákveði að fara bara eitthvað annað. „Svo ekki sé nú talað um að maður þurfi að bæta virðisaukanum ofan á það. Þá er það bara alger dauðadómur yfir greininni og ekki bara á landsbyggðinni. Mér finnst það hafa verið ofmetið að tala um að þetta verði eitthvað sérstaklega erfitt fyrir landsbyggðina. Þetta verður erfitt fyrir Reykjavík líka. Maður heyrir það á ferðaskrifstofum að það sé orðið auðvelt að fá herbergi í Reykjavík í júlí á lágu verði,“ segir Daníel. Pétur segir þetta rétt. „Þetta er líka í Reykjavík í sumar, en af því að við erum að vinna svo langt fram í tímann þá eru skilaboðin sem við erum að fá úr framtíðinni, sem er næsti vetur og 2018, í Þýskalandi, Austurríki og Sviss eru mjög alvarleg,“ segir Pétur. Hann segir fyrirtæki sitt hafa verið í viðskiptum þar í fimmtán ár og að fyrirtæki þar séu að koma með þau skilaboð að Ísland sé komið upp úr þakinu. Hægt sé að fá góð gæði fyrir peninga í löndum eins og Kanada, Noregi og Írlandi. Gæðin á Íslandi standi ekki lengur undir verðinu hér og því standi til að hvíla Ísland. „Ég held að næsti vetur, það er að segja norðurljósatímabilið nóvember til mars, að þar verði einhver samdráttur, en næsta sumar verði mjög þungt víða. Út af því að fólkið er ekki að kaupa þessa þjónustu á þessari þjónustu sem við erum að bjóða.“ Pétur heldur áfram: „Einhverjir hafa talað um að ef að verð hækki á Íslandi komi bara efnaðir ferðamenn og kaupi það. Eins og það séu til einhverjir moldríkir bjánar sem vilja kaupa eitthvað drasl á okurverði. Það er ekki þannig í ferðaþjónustunni.“ Hægt er að hlusta á þessa umræðu í Sprengisandi hér að neðan. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Innlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Úlfar þögull sem gröfin Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Erlent Fleiri fréttir Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja breytingar á Mannréttindasáttmálanum Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Sjá meira
Ferðamenn sem ekki voru búnir að ákveða að fara til Íslands fyrir styrkingu krónunnar eru ekki að skila sér hingað til lands. Búast má við alvarlegum samdrætti í ferðaþjónustu á næstunni. Þetta segja þeir Pétur Óskarsson, framkvæmdastjóri Katla Travel, og Daníel Jakobsson, hótelhaldari á Ísafirði, en þeir voru gestir Kristjáns Kristjánssonar í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Þar fóru þeir yfir stöðu ferðaþjónustunnar hér á landi og mögulega framtíð hennar. Pétur segir að þegar ferðamenn fari að halda að sér, verði ferðaþjónustan á landsbyggðinni fyrst til að finna fyrir því. Daníel segir að ekki hafi verið mikill samdráttur hjá sér í sumar, en hann hafi verulegar áhyggjur fyrir næsta sumar. Hann segir Ísland vera að verða dýrara og að ferðþjónustuaðilar séu á heimsmarkaði. Ferðamenn ákveði að fara bara eitthvað annað. „Svo ekki sé nú talað um að maður þurfi að bæta virðisaukanum ofan á það. Þá er það bara alger dauðadómur yfir greininni og ekki bara á landsbyggðinni. Mér finnst það hafa verið ofmetið að tala um að þetta verði eitthvað sérstaklega erfitt fyrir landsbyggðina. Þetta verður erfitt fyrir Reykjavík líka. Maður heyrir það á ferðaskrifstofum að það sé orðið auðvelt að fá herbergi í Reykjavík í júlí á lágu verði,“ segir Daníel. Pétur segir þetta rétt. „Þetta er líka í Reykjavík í sumar, en af því að við erum að vinna svo langt fram í tímann þá eru skilaboðin sem við erum að fá úr framtíðinni, sem er næsti vetur og 2018, í Þýskalandi, Austurríki og Sviss eru mjög alvarleg,“ segir Pétur. Hann segir fyrirtæki sitt hafa verið í viðskiptum þar í fimmtán ár og að fyrirtæki þar séu að koma með þau skilaboð að Ísland sé komið upp úr þakinu. Hægt sé að fá góð gæði fyrir peninga í löndum eins og Kanada, Noregi og Írlandi. Gæðin á Íslandi standi ekki lengur undir verðinu hér og því standi til að hvíla Ísland. „Ég held að næsti vetur, það er að segja norðurljósatímabilið nóvember til mars, að þar verði einhver samdráttur, en næsta sumar verði mjög þungt víða. Út af því að fólkið er ekki að kaupa þessa þjónustu á þessari þjónustu sem við erum að bjóða.“ Pétur heldur áfram: „Einhverjir hafa talað um að ef að verð hækki á Íslandi komi bara efnaðir ferðamenn og kaupi það. Eins og það séu til einhverjir moldríkir bjánar sem vilja kaupa eitthvað drasl á okurverði. Það er ekki þannig í ferðaþjónustunni.“ Hægt er að hlusta á þessa umræðu í Sprengisandi hér að neðan.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Innlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Úlfar þögull sem gröfin Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Erlent Fleiri fréttir Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja breytingar á Mannréttindasáttmálanum Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Sjá meira