Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Eiður Þór Árnason skrifar 17. október 2025 23:31 Gísli Rafn Ólafsson, framkvæmdastjóri Rauða krossins á Íslandi, vonast til að stjórnvöld hlusti á athugasemdir mannréttindasamtaka. Sýn Rauði krossinn gerir alvarlegar athugasemdir við frumvarpsdrög dómsmálaráðherra um brottfararstöð fyrir hælisleitendur. Stjórnvöld boði varðhaldsstöð með fáum takmörkunum og vistun barna geti falið í sér brot á Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. „Það er lítið í lögunum sem segir hversu mikið á að reyna önnur vægari atriði áður en ákveðið er að setja fólkið í þessa varðhaldsstöð. Þannig það sem getur gerst í rauninni er að þú getur verið að koma inn í landið, þú getur sótt um hæli og í raun og veru verið sett beint inn á þessa varðhaldsstöð. Þar má geyma þig í allt að átján mánuði. Þegar kemur að því til dæmis að fólk er handtekið fyrir glæpi þá er hámarkstími í gæsluvarðhaldi tólf vikur, þarna er verið að tala um að það megi halda fólki í varðhaldi í allt að átján mánuði,“ sagði Gísli Rafn Ólafsson, framkvæmdastjóri Rauða krossins á Íslandi, í kvöldfréttum Sýnar. Gögn skorti með frumvarpsdrögunum um reynslu stjórnvalda af öðrum vægari úrræðum sem hafi verið beitt við frávísun fólks fram að þessu og hversu margir hefðu þá verið vistaðir í brottfarastöð ef úrræðið stæði til boða. „Þetta eru gögn sem þurfa að koma með til að hægt sé að taka ákvarðanir um það hvað eru vægari atriði sem virka,“ segir Gísli. Brjóti á réttindum barna „Það sem við höfum áhyggjur af er að þarna er líka verið að leyfa að setja í varðhald börn. Það er eitthvað sem öll mannréttindasamtökin eru að benda á, og meira að segja Mannréttindastofnun Íslands, sem er ný stofnun undir Alþingi, bendir á að þetta geti verið brot á Barnasáttmála og fleiri hlutum. Það er eitthvað sem við verðum að passa okkur í hið ítrasta að gera ekki, að hafa ,eins og framkvæmdastjóri Barnaheilla benti á, alvarleg áhrif á geðheilsu barna.“ Gísli bætir við að það sé óljóst hvernig eftirliti verði háttað með notkun þessa nýja úrræðis. „Það er skýrt þegar kemur að sakamálum og hvernig eigi að hafa eftirlit með fangelsum og annað. Þetta er ekki nógu skýrt í þessum frumvarpsdrögum.“ Hann segir málið hafa mætt lítilli mótstöðu á Alþingi en það sé von Rauða krossins og annarra mannréttindasamtaka að það verði hlustað á þeirra athugasemdir. „Og það sé passað að það sé ekki verið að brjóta í bága við lög eins og Barnasáttmálann sem búið er að færa í lög á Íslandi og það sé verið að passa að þetta verði einungis notað í ítrustu atvikum.“ Fylgdarlaus börn ekki vistuð Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra hefur sagt úrræðið hugsað sem algjört lokaúrræði gagnvart fólki sem sýni engan samstarfsvilja við brottvísun úr landi. Ísland sé eina Schengen-ríkið án slíkrar brottfararstöðvar. „Varðandi þessa gagnrýni get ég auðvitað skilið þessi sjónarmið, hvaðan þau koma en eins og ég segi: Ísland er eftirbátur annarra ríkja hvað þetta varðar og þetta snýst um það að geta framfylgt hérna ákveðinni stefnu í þessum málaflokki.“ Ekkert fylgdarlaust barn verði vistað á brottfarastöðinni og segir ráðherra það hennar von að sem fæsta þurfi að vista þar, horft sé til þess að sundra ekki fjölskyldum. Hælisleitendur Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Félagasamtök Mannréttindi Brottfararstöð fyrir útlendinga Mest lesið Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Lögregla eltist við afbrotamenn Innlent Fleiri fréttir Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Sjá meira
„Það er lítið í lögunum sem segir hversu mikið á að reyna önnur vægari atriði áður en ákveðið er að setja fólkið í þessa varðhaldsstöð. Þannig það sem getur gerst í rauninni er að þú getur verið að koma inn í landið, þú getur sótt um hæli og í raun og veru verið sett beint inn á þessa varðhaldsstöð. Þar má geyma þig í allt að átján mánuði. Þegar kemur að því til dæmis að fólk er handtekið fyrir glæpi þá er hámarkstími í gæsluvarðhaldi tólf vikur, þarna er verið að tala um að það megi halda fólki í varðhaldi í allt að átján mánuði,“ sagði Gísli Rafn Ólafsson, framkvæmdastjóri Rauða krossins á Íslandi, í kvöldfréttum Sýnar. Gögn skorti með frumvarpsdrögunum um reynslu stjórnvalda af öðrum vægari úrræðum sem hafi verið beitt við frávísun fólks fram að þessu og hversu margir hefðu þá verið vistaðir í brottfarastöð ef úrræðið stæði til boða. „Þetta eru gögn sem þurfa að koma með til að hægt sé að taka ákvarðanir um það hvað eru vægari atriði sem virka,“ segir Gísli. Brjóti á réttindum barna „Það sem við höfum áhyggjur af er að þarna er líka verið að leyfa að setja í varðhald börn. Það er eitthvað sem öll mannréttindasamtökin eru að benda á, og meira að segja Mannréttindastofnun Íslands, sem er ný stofnun undir Alþingi, bendir á að þetta geti verið brot á Barnasáttmála og fleiri hlutum. Það er eitthvað sem við verðum að passa okkur í hið ítrasta að gera ekki, að hafa ,eins og framkvæmdastjóri Barnaheilla benti á, alvarleg áhrif á geðheilsu barna.“ Gísli bætir við að það sé óljóst hvernig eftirliti verði háttað með notkun þessa nýja úrræðis. „Það er skýrt þegar kemur að sakamálum og hvernig eigi að hafa eftirlit með fangelsum og annað. Þetta er ekki nógu skýrt í þessum frumvarpsdrögum.“ Hann segir málið hafa mætt lítilli mótstöðu á Alþingi en það sé von Rauða krossins og annarra mannréttindasamtaka að það verði hlustað á þeirra athugasemdir. „Og það sé passað að það sé ekki verið að brjóta í bága við lög eins og Barnasáttmálann sem búið er að færa í lög á Íslandi og það sé verið að passa að þetta verði einungis notað í ítrustu atvikum.“ Fylgdarlaus börn ekki vistuð Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra hefur sagt úrræðið hugsað sem algjört lokaúrræði gagnvart fólki sem sýni engan samstarfsvilja við brottvísun úr landi. Ísland sé eina Schengen-ríkið án slíkrar brottfararstöðvar. „Varðandi þessa gagnrýni get ég auðvitað skilið þessi sjónarmið, hvaðan þau koma en eins og ég segi: Ísland er eftirbátur annarra ríkja hvað þetta varðar og þetta snýst um það að geta framfylgt hérna ákveðinni stefnu í þessum málaflokki.“ Ekkert fylgdarlaust barn verði vistað á brottfarastöðinni og segir ráðherra það hennar von að sem fæsta þurfi að vista þar, horft sé til þess að sundra ekki fjölskyldum.
Hælisleitendur Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Félagasamtök Mannréttindi Brottfararstöð fyrir útlendinga Mest lesið Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Lögregla eltist við afbrotamenn Innlent Fleiri fréttir Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Sjá meira