Innlent

Bein út­sending: Ætlum við að móta okkar eigin fram­tíð?

Eiður Þór Árnason skrifar
Fundurinn fer fram í Grósku í Vatnsmýrinni.
Fundurinn fer fram í Grósku í Vatnsmýrinni.

Samtök iðnaðarins efna til opins fundar um þróun og áhrif gervigreindar í heiminum og stöðu Íslands í gervigreindarkapphlaupinu, tækifærin sem þjóðin standi frammi fyrir og áskoranir.

Yfirskrift fundarins er Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? og fer hann fram í Grósku í Reykjavík klukkan 12:00-13:30. Hægt er að fylgjast með fundinum í spilaranum.  

Aðalfyrirlesari er William Barney, formaður Pacific Telecommunications Council, sem hefur hlotið alþjóðlegar viðurkenningar á sviði fjarskipta og gagnatenginga. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Samtökum iðnaðarins.

Þátttakendur í dagskránni eru:

Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI

Logi Einarsson, menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra

William Barney, formaður Pacific Telecommunications Council

Hilmar Veigar Pétursson, forstjóri CCP Games

Sigríður Snævarr, fv. sendiherra

Björn Brynjúlfsson, forstjóri Borealis Data Center

Róbert Helgason, framkvæmdastjóri Fordæmi

Hinrik Jósafat Atlason, framkvæmdastjóri Atlas Primer

Hildur Einarsdóttir, forstjóri Advania á Íslandi

Sigríður Mogensen, sviðsstjóri hjá SI

Gunnar Sigurðarson, viðskipastjóri hjá SI

Erla Tinna Stefánsdóttir, viðskiptastjóri hjá SI




Fleiri fréttir

Sjá meira


×