Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Árni Sæberg skrifar 17. október 2025 12:06 Oddný gaf meðal annars út ljóðabókina Strengjaspil árroðans árið 2016. Myndin er tekin við það tilefni. Oddný Sv. Björgvinsdóttir, framkvæmdastjóri, ritstjóri, blaðamaður, rithöfundur og ljóðskáld lést á Hrafnistu í Reykjavík miðvikudaginn 15. október síðastliðinn, áttatíu og fimm ára að aldri. Oddný fæddist í Reykjavík 25. febrúar 1940, dóttir hjónanna Sverris Einarssonar og Ragnheiðar Björgvinsdóttur. Þau skildu. Ragnheiður giftist Richard Lee listamanni og bjuggu þau í Colchester á Englandi, þar sem Ragnheiður rak fornmunaverslun. Oddný ólst upp hjá afa sínum og ömmu, Björgvini Þorsteinssyni kaupmanni og Oddnýju Jóhönnu Sveinsdóttur að Ási á Fáskrúðsfirði. Fyrri eiginmaður Oddnýjar er Kjartan O. Þorbergsson tannlæknir og eru börn þeirra Þorbergur, Þórdís, Björg, Ragna Vala og Auður Elva. Síðari eiginmaður Oddnýjar var Heimir Hannesson lögfræðingur. Þau skildu. Oddný átti sjö bræður. Sonur Ragnheiðar og Richard Henry Gaines var Björgvin Kristbjörn Björgvinsson. Synir Richards Lees og Ragnheiður eru Richard Þór, Roland Baldur, Robert Óskar og Raymond Ásgeir. Synir Sverris eru Einar og Jóhannes. Björgvin Kristbjörn, Richard Þór, Einar og Jóhannes eru fallnir frá. Oddný varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík, tók kennarapróf frá Kennaraskóla Íslands og B.A.-próf í ensku og íslensku frá Háskóla Íslands. Að loknu námi starfaði Oddný um skeið við kennslu. Síðar varð hún fyrsti framkvæmdastjóri Ferðaþjónustu bænda. Ferðaðist hún vítt og breitt um landið og var frumkvöðull í að kynna fyrir almenningi og ferðamönnum fjölbreytta kosti í gistingu til sveita. Þá hóf hún störf við blaðamennsku og var um tíma blaðamaður á Morgunblaðinu þar sem hún sérhæfði sig í að skrifa um ferðamál. Hún var einnig fyrsti ritstjóri tímaritsins Listin að lifa, sem gefið var út af Félagi eldri borgara í Reykjavík og Landsamtökum eldri borgara. Fjallaði hún þar um málefni eldri borgara víðs vegar um land, reynslu þeirra og áhugamál. Oddný hafði ástríðu fyrir því að ferðast um heiminn og mikinn áhuga á fjölbreyttum trúabrögðum, heimspeki og menningu. Hún miðlaði reynslu sinni af þessum heimsreisum í útvarpsþáttum, blaðagreinum og bókum, þar á meðal ‚Safaríparadísin Kenýa: Íslendingar á veiðislóð Savannagresju Austur-Afríku‘ sem út kom árið 1997. Eftir Oddnýju liggur einnig fjöldi ljóðabóka auk leikrita og smásagna og var hún félagi í Rithöfundasambandi Íslands. Eitt af yrkisefnum hennar voru æskuslóðirnar á Fáskrúðsfirði. Oddný við skiltið á Fáskrúðsfirði. Í miðju bæjarins stendur nú skilti með einu af þekktustu ljóðum Oddnýjar, um bæjarfjallið Digratind, sem lýkur á orðunum: „Stígur fram höfðingi sveitar / skyggnir sviðið / með huliðsmætti / svo rumska reginöfl / Fjarðarvætturinn tignarhár / fangar storminn / faðmar fjörðinn / hlífiskjöldurinn sterki, stóri.“ Útför Oddnýjar verður þann 7. nóvember nk. frá Háteigskirkju. Andlát Menning Fjölmiðlar Mest lesið „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Fleiri fréttir Allt tiltækt slökkvilið á Brimnesi „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Sjá meira
Oddný fæddist í Reykjavík 25. febrúar 1940, dóttir hjónanna Sverris Einarssonar og Ragnheiðar Björgvinsdóttur. Þau skildu. Ragnheiður giftist Richard Lee listamanni og bjuggu þau í Colchester á Englandi, þar sem Ragnheiður rak fornmunaverslun. Oddný ólst upp hjá afa sínum og ömmu, Björgvini Þorsteinssyni kaupmanni og Oddnýju Jóhönnu Sveinsdóttur að Ási á Fáskrúðsfirði. Fyrri eiginmaður Oddnýjar er Kjartan O. Þorbergsson tannlæknir og eru börn þeirra Þorbergur, Þórdís, Björg, Ragna Vala og Auður Elva. Síðari eiginmaður Oddnýjar var Heimir Hannesson lögfræðingur. Þau skildu. Oddný átti sjö bræður. Sonur Ragnheiðar og Richard Henry Gaines var Björgvin Kristbjörn Björgvinsson. Synir Richards Lees og Ragnheiður eru Richard Þór, Roland Baldur, Robert Óskar og Raymond Ásgeir. Synir Sverris eru Einar og Jóhannes. Björgvin Kristbjörn, Richard Þór, Einar og Jóhannes eru fallnir frá. Oddný varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík, tók kennarapróf frá Kennaraskóla Íslands og B.A.-próf í ensku og íslensku frá Háskóla Íslands. Að loknu námi starfaði Oddný um skeið við kennslu. Síðar varð hún fyrsti framkvæmdastjóri Ferðaþjónustu bænda. Ferðaðist hún vítt og breitt um landið og var frumkvöðull í að kynna fyrir almenningi og ferðamönnum fjölbreytta kosti í gistingu til sveita. Þá hóf hún störf við blaðamennsku og var um tíma blaðamaður á Morgunblaðinu þar sem hún sérhæfði sig í að skrifa um ferðamál. Hún var einnig fyrsti ritstjóri tímaritsins Listin að lifa, sem gefið var út af Félagi eldri borgara í Reykjavík og Landsamtökum eldri borgara. Fjallaði hún þar um málefni eldri borgara víðs vegar um land, reynslu þeirra og áhugamál. Oddný hafði ástríðu fyrir því að ferðast um heiminn og mikinn áhuga á fjölbreyttum trúabrögðum, heimspeki og menningu. Hún miðlaði reynslu sinni af þessum heimsreisum í útvarpsþáttum, blaðagreinum og bókum, þar á meðal ‚Safaríparadísin Kenýa: Íslendingar á veiðislóð Savannagresju Austur-Afríku‘ sem út kom árið 1997. Eftir Oddnýju liggur einnig fjöldi ljóðabóka auk leikrita og smásagna og var hún félagi í Rithöfundasambandi Íslands. Eitt af yrkisefnum hennar voru æskuslóðirnar á Fáskrúðsfirði. Oddný við skiltið á Fáskrúðsfirði. Í miðju bæjarins stendur nú skilti með einu af þekktustu ljóðum Oddnýjar, um bæjarfjallið Digratind, sem lýkur á orðunum: „Stígur fram höfðingi sveitar / skyggnir sviðið / með huliðsmætti / svo rumska reginöfl / Fjarðarvætturinn tignarhár / fangar storminn / faðmar fjörðinn / hlífiskjöldurinn sterki, stóri.“ Útför Oddnýjar verður þann 7. nóvember nk. frá Háteigskirkju.
Andlát Menning Fjölmiðlar Mest lesið „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Fleiri fréttir Allt tiltækt slökkvilið á Brimnesi „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Sjá meira