Pútín neitaði að hafa hakkað kosningarnar í Bandaríkjunum Kjartan Kjartansson skrifar 7. júlí 2017 18:48 Trump og Pútín lýstu báðir ánægju sinni með að hittast í persónu í Hamborg í dag. Vísir/AFP Umræður Donalds Trump og Vladimírs Pútín, forseta Bandaríkjanna og Rússlands, um meint inngrip Rússa í forsetakosningunum vestanhafs í fyrra snerust ekki um refsiaðgerðir heldur hvernig þjóðirnar halda áfram veginn. Pútín neitaði aftur að hafa reynt að hafa áhrif á kosningarnar, að sögn bandaríska utanríkisráðherranns sem var viðstaddur fundinn. Mikil eftirvænting ríkti fyrir fund Trump og Pútín á ráðstefnu leiðtoga G-20-ríkjanna í Hamborg í dag. Þetta var í fyrsta skipti sem þeir hittust eftir að Trump tók við embætti forseta. Ekki síst voru það tölvuinnbrot sem rússnesk stjórnvöld stóðu fyrir til að reyna að hafa áhrif á niðurstöður forsetakosninganna í Bandaríkjunum að mati bandarískra leyniþjónustustofnana sem mörgum lék forvitni á að vita hvernig Trump myndi nálgast.Ólík sýn rússneska og bandaríska utanríkisráðherransRex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sem sat fundinn segir að forsetarnir tveir hafi átt „kröftugar“ umræður um málið og að Trump hafi tekið það upp nokkrum sinnum á rúmlega tveggja klukkustunda löngum fundi þeirra. Hann var þó ekki viss um að ríkin tvö myndu nokkurn tímann komast að sameiginlegri niðurstöðu um það sem gerði í aðdraganda kosninganna í fyrra.Tillerson utanríkisráðherra segir Hvíta húsið einbeita sér að því að fá fullvissu frá Rússum um að þeir muni ekki reyna aftur að hafa áhrif á kosningar.Vísir/EPA„Ég held að forsetinn sé réttilega að einbeita sér að því hvernig við horfum fram á veginn eftir eitthvað sem gæti verið óbrúanlegur ágreiningur á þessu stigi málsins,“ sagði Tillerson eftir fundinn. Sergej Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, virtist hafa upplifað umræður Trump og Pútín á annan hátt. Hann sagði að Trump hefði fallist á fullyrðingar Pútín um að ásakanirnar um að hann hefði reynt að hafa áhrif á kosningarnar væru ekki sannar, að því er kemur fram í frétt BBC.„Það er heiður að vera með þér“Trump virtist taka undir sjónarmið rússneskra stjórnvalda í ræðu í Póllandi þar sem hann var í opinberri heimsókn áður en hann kom til Hamborgar. Þar sagði hann mögulegt að Rússar hafi hakkað kosningarnar en einnig sé mögulegt að einhverjir aðrir hafi verið að verki. Leyniþjónustustofnanir Bandaríkjanna hafa engu að síður sagst í engum vafa um ábyrgð Rússa. Kastaði Trump meðal annars rýrð á eigin leyniþjónustustofnanir og gaf í skyn að þær gætu haft rangt fyrir sér eins og í aðdraganda Íraksstríðsins árið 2003.Washington Post segir að vel hafi farið á með Trump og Pútín fyrir fundinn. Trump hafi meðal annars sagt „Það er heiður að vera með þér“ við rússneska starfsbróður sinn. Pútín svaraði: „Ég er hæstánægður með að ná að hitta þig í persónu.“ Donald Trump Tengdar fréttir Sömdu um vopnahlé í Suður-Sýrlandi Vopnahléið tekur gildi á sunnudaginn. 7. júlí 2017 16:26 Trump og Pútín mætast í dag Samkvæmt rússenskum fjölmiðlum munu Pútín og Trump hittast eftir hádegi í dag en fundur þeirra er talinn munu standa yfir í um klukkutíma. 7. júlí 2017 07:34 Þrýsta á Trump að skipta um skoðun „Parísarsáttmálinn er til marks um mikilvæga samstöðu sem náðist ekki auðveldlega. Við megum ekki tapa henni auðveldlega.“ 7. júlí 2017 14:49 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira
Umræður Donalds Trump og Vladimírs Pútín, forseta Bandaríkjanna og Rússlands, um meint inngrip Rússa í forsetakosningunum vestanhafs í fyrra snerust ekki um refsiaðgerðir heldur hvernig þjóðirnar halda áfram veginn. Pútín neitaði aftur að hafa reynt að hafa áhrif á kosningarnar, að sögn bandaríska utanríkisráðherranns sem var viðstaddur fundinn. Mikil eftirvænting ríkti fyrir fund Trump og Pútín á ráðstefnu leiðtoga G-20-ríkjanna í Hamborg í dag. Þetta var í fyrsta skipti sem þeir hittust eftir að Trump tók við embætti forseta. Ekki síst voru það tölvuinnbrot sem rússnesk stjórnvöld stóðu fyrir til að reyna að hafa áhrif á niðurstöður forsetakosninganna í Bandaríkjunum að mati bandarískra leyniþjónustustofnana sem mörgum lék forvitni á að vita hvernig Trump myndi nálgast.Ólík sýn rússneska og bandaríska utanríkisráðherransRex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sem sat fundinn segir að forsetarnir tveir hafi átt „kröftugar“ umræður um málið og að Trump hafi tekið það upp nokkrum sinnum á rúmlega tveggja klukkustunda löngum fundi þeirra. Hann var þó ekki viss um að ríkin tvö myndu nokkurn tímann komast að sameiginlegri niðurstöðu um það sem gerði í aðdraganda kosninganna í fyrra.Tillerson utanríkisráðherra segir Hvíta húsið einbeita sér að því að fá fullvissu frá Rússum um að þeir muni ekki reyna aftur að hafa áhrif á kosningar.Vísir/EPA„Ég held að forsetinn sé réttilega að einbeita sér að því hvernig við horfum fram á veginn eftir eitthvað sem gæti verið óbrúanlegur ágreiningur á þessu stigi málsins,“ sagði Tillerson eftir fundinn. Sergej Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, virtist hafa upplifað umræður Trump og Pútín á annan hátt. Hann sagði að Trump hefði fallist á fullyrðingar Pútín um að ásakanirnar um að hann hefði reynt að hafa áhrif á kosningarnar væru ekki sannar, að því er kemur fram í frétt BBC.„Það er heiður að vera með þér“Trump virtist taka undir sjónarmið rússneskra stjórnvalda í ræðu í Póllandi þar sem hann var í opinberri heimsókn áður en hann kom til Hamborgar. Þar sagði hann mögulegt að Rússar hafi hakkað kosningarnar en einnig sé mögulegt að einhverjir aðrir hafi verið að verki. Leyniþjónustustofnanir Bandaríkjanna hafa engu að síður sagst í engum vafa um ábyrgð Rússa. Kastaði Trump meðal annars rýrð á eigin leyniþjónustustofnanir og gaf í skyn að þær gætu haft rangt fyrir sér eins og í aðdraganda Íraksstríðsins árið 2003.Washington Post segir að vel hafi farið á með Trump og Pútín fyrir fundinn. Trump hafi meðal annars sagt „Það er heiður að vera með þér“ við rússneska starfsbróður sinn. Pútín svaraði: „Ég er hæstánægður með að ná að hitta þig í persónu.“
Donald Trump Tengdar fréttir Sömdu um vopnahlé í Suður-Sýrlandi Vopnahléið tekur gildi á sunnudaginn. 7. júlí 2017 16:26 Trump og Pútín mætast í dag Samkvæmt rússenskum fjölmiðlum munu Pútín og Trump hittast eftir hádegi í dag en fundur þeirra er talinn munu standa yfir í um klukkutíma. 7. júlí 2017 07:34 Þrýsta á Trump að skipta um skoðun „Parísarsáttmálinn er til marks um mikilvæga samstöðu sem náðist ekki auðveldlega. Við megum ekki tapa henni auðveldlega.“ 7. júlí 2017 14:49 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira
Trump og Pútín mætast í dag Samkvæmt rússenskum fjölmiðlum munu Pútín og Trump hittast eftir hádegi í dag en fundur þeirra er talinn munu standa yfir í um klukkutíma. 7. júlí 2017 07:34
Þrýsta á Trump að skipta um skoðun „Parísarsáttmálinn er til marks um mikilvæga samstöðu sem náðist ekki auðveldlega. Við megum ekki tapa henni auðveldlega.“ 7. júlí 2017 14:49