„Mér fannst ég vera að endurupplifa rússneska kappaksturinn þar sem hann [Sebastian Vettel] var að elta mig uppi aftur. Þetta var besta ræsing lífs míns. Við erum ekki einu sinni hálfnuð með tímabilið en það gengur vel. Ég vil auðvitað blanda mér í titilbaráttuna,“ sagði Bottas á verðlaunapallinum.
Bottas er núna 35 stigum á eftir Sebastian Vettel í heimsmeistarakeppni ökumanna. Hann er einungis 15 stigum á eftir liðsfélaga sínum Lewis Hamilton.
„Mér var sagt að Bottas væri í vandræðum. Bíllinn lifnaði við á ofur-mjúku dekkjunum. Ég var aðeins að tapa tíma á því að hringa hægfara bíla en þetta gekk vel í dag og bíllinn góður. Sérstaklega á ofur-mjúku dekkjunum,“ sagði Sebastian Vettel á verðlaunapallinum.

„Ég veit ekki hvort ég hefði náð Daniel [Ricciardo] ef ég hefði haft nokkra hringi í viðbót. Ég gaf allt sem ég gat í keppnina. Ég hlakka til að koma heim á Silverstone brautina og hitta heimafólk. Vonandi get ég átt vandræðalausa helgi þar,“ sagði Lewis Hamilton sem varð fjórði á Mercedes bílnum.
„Þetta var sterkur kappakstur frá minni hálfu. Þetta var ekki fullkomin helgi en ég er nokkuð sáttur. Það er erfitt að vera að hleypa bílum fram hjá þegar maður er sjálfur að berjast um stigasæti,“ sagði Esteban Ocon sem varð áttundi í dag á Force India bílnum.
„Þetta var góðu niðurstaða fyrir liðið við erum sátt við það að koma báðum bílum í stigasæti,“ sagði Sergio Perez sem varð sjöundi á Force India bílnum.
„Þetta var góð keppni. Ég gat ekið bílnum almennilega, við áttum skemmtilega baráttu við Perez sem mér tókst að vinna. Ég vissi ekki að Kevin [Magnussen] hafi hætt keppni. Ég veit eki hvað gerðist hjá honum,“ sagði Romain Grosjean sem varð sjötti í dag á Haas bílnum.
„Það skiptir miklu að sækja þetta stig. Við erum ánægð með bílinn. Helsta muninn má finna í ræsingunni. Við voru fljótir af stað og það var staðurinn þar sem við náðum upp mestum fjölda sæta,“ sagði Lance Stroll sem ræsti 18. en endaði 10. á Williams bílnum.
Stroll hefur nú náð í stig í þremur keppnum í röð, hann er allur að koma til fyrir Williams liðið og farinn að skila sínu.
„Ég átti frábæra ræsingu og slapp við óreiðuna í upphafi og það hjálpaði auðvitað. Bíllinn var góður í dag,“ sagði Felipe Massa sem ræsti 17. en endaði níundi á Williams bílnum.