Bandarískir veðurfræðingar setja ofan í við ráðherra vegna loftslagsbreytinga Kjartan Kjartansson skrifar 22. júní 2017 12:57 Koltvísýringur sem losnar við bruna jarðefnaeldsneytis eins og kola og olíu er aðalorsakavaldur hnattrænnar hlýnunar. Vísir/EPA Félag bandarískra veðurfræðinga (AMS) fræðir Rick Perry, orkumálaráðherra Bandaríkjanna, um orsakir loftslagsbreytinga í bréfi sem það sendi honum. Perry sagði í viðtali að hann tryði því ekki að koltvísýringur væri orsök hnattrænnar hlýnunar á jörðinni. Frumorsakir þeirra loftslagsbreytinga sem nú eiga sér stað á jörðinni eru vel þekktar. Gróðurhúsalofttegundir, fyrst og fremst koltvísýringur, sem menn losa með bruna á jarðefnaeldsneyti valda þeirri hlýnun sem hefur átt sér stað frá því á síðustu öld. Perry sagði hins vegar við CNBC-sjónvarpsstöðina að hann teldi að hafið og umhverfið yllu loftslagsbreytingum. Þá sagði hann það væri í góðu lagi að efast um sum atriði loftslagsvísinda.Sjá einnig:Orkumálaráðherra Trump hafnar því að menn beri ábyrgð á hlýnun jarðar Í bréfi Keith L. Seitter, framkvæmdastjóra AMS, til Perry segir hann að það sé lykilatriði að ráðherrann skilji að koltvísýringur og aðrar gróðurhúsalofttegundir séu aðalorsakavaldar hnattrænnar hlýnunar. Annars geti orkumálaráðuneytið ekki mótað stefnu á skilvirkan hátt. „Þetta er niðurstaða sem byggist á yfirgripsmiklu mati á vísindalegum sönnunum. Hún byggist á fjölda sjálfstæðra vísbendinga sem þúsundir sjálfstæðra vísindamanna og fjöldi vísindastofnana um allan heim hafa staðfest. Við könnumst ekki við neina vísindastofnun með viðeigandi sérþekkingu á málinu sem hefur komist að annarri niðurstöðu,“ segir AMS.Rick Perry, orkumálaráðherra Bandaríkjanna, fór með fleipur um orsakir loftslagsbreytinga í sjónvarpsviðtali í vikunni.Vísir/EPAEkki dyggð að efast án tillits til staðreyndaVeðurfræðingarnir taka undir með Perry um efasemdir og segja að þær séu framgangi vísinda lífsnauðsynlegar. Ýmsum spurningum innan loftslagsvísinda sé enn ósvarað en aðrar niðurstöður byggi hins vegar á áratugalöngum athugunum og fjölda sjálfstæðra vísbendinga „Efasemdir sem taka ekki tillit til staðreynda eru ekki dyggð,“ segir í bréfi framkvæmdastjóra AMS. Það hafi verið staðfest kirfilega að koltvísýringur og gróðurhúsalofftegundir almennt séu aðalorsakavaldur loftslagsbreytinga.The @ametsoc sent a letter to @SecretaryPerry basically saying he lacks "a fundamental understanding of the science" of climate change pic.twitter.com/c3hRMnByMN — Brian L Kahn (@blkahn) June 21, 2017 Loftslagsmál Vísindi Tengdar fréttir Sópar náttúruverndarlögum Obama undir teppið Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, mun skrifa undir forsetatilskipun um að fella niður ýmis lög Barack Obama, forvera Trump, sem snúa að náttúruvernd. 28. mars 2017 12:01 Trúir ekki að koltvísýringur hafi áhrif á hækkandi hitastig jarðar Scott Pruitt, yfirmaður EPA, umhverfisverndarstofnunar Bandaríkjanna, hefur vakið mikla hneykslan í vísindasamfélaginu. 10. mars 2017 07:57 Nýr forstjóri Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna efasemdamaður um loftslagsbreytingar Öldungadeild Bandaríkjaþings hefur samþykkt tilnefningu Scott Pruitt í embætti forstjóra Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna en það var Donald Trump, Bandaríkjaforseti, sem tilnefndi Pruitt í embættið. 17. febrúar 2017 22:56 Trump drepur loftslagsaðgerðir Bandaríkjanna TIlskipun Trump um að vinda ofan af loftslagsaðgerðum Obama á að tryggja orkusjálfstæði Bandaríkjanna og endurvekja störf í kolaiðnaðinum. Sérfræðingar segja hvorugt þessa líklegt til að gerast. Þá geri tilskipunin ólíklegt að Bandaríkin standi við skuldbindingar sínar gagnvart Parísarsamkomulaginu. 28. mars 2017 20:11 Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Fleiri fréttir Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Sjá meira
Félag bandarískra veðurfræðinga (AMS) fræðir Rick Perry, orkumálaráðherra Bandaríkjanna, um orsakir loftslagsbreytinga í bréfi sem það sendi honum. Perry sagði í viðtali að hann tryði því ekki að koltvísýringur væri orsök hnattrænnar hlýnunar á jörðinni. Frumorsakir þeirra loftslagsbreytinga sem nú eiga sér stað á jörðinni eru vel þekktar. Gróðurhúsalofttegundir, fyrst og fremst koltvísýringur, sem menn losa með bruna á jarðefnaeldsneyti valda þeirri hlýnun sem hefur átt sér stað frá því á síðustu öld. Perry sagði hins vegar við CNBC-sjónvarpsstöðina að hann teldi að hafið og umhverfið yllu loftslagsbreytingum. Þá sagði hann það væri í góðu lagi að efast um sum atriði loftslagsvísinda.Sjá einnig:Orkumálaráðherra Trump hafnar því að menn beri ábyrgð á hlýnun jarðar Í bréfi Keith L. Seitter, framkvæmdastjóra AMS, til Perry segir hann að það sé lykilatriði að ráðherrann skilji að koltvísýringur og aðrar gróðurhúsalofttegundir séu aðalorsakavaldar hnattrænnar hlýnunar. Annars geti orkumálaráðuneytið ekki mótað stefnu á skilvirkan hátt. „Þetta er niðurstaða sem byggist á yfirgripsmiklu mati á vísindalegum sönnunum. Hún byggist á fjölda sjálfstæðra vísbendinga sem þúsundir sjálfstæðra vísindamanna og fjöldi vísindastofnana um allan heim hafa staðfest. Við könnumst ekki við neina vísindastofnun með viðeigandi sérþekkingu á málinu sem hefur komist að annarri niðurstöðu,“ segir AMS.Rick Perry, orkumálaráðherra Bandaríkjanna, fór með fleipur um orsakir loftslagsbreytinga í sjónvarpsviðtali í vikunni.Vísir/EPAEkki dyggð að efast án tillits til staðreyndaVeðurfræðingarnir taka undir með Perry um efasemdir og segja að þær séu framgangi vísinda lífsnauðsynlegar. Ýmsum spurningum innan loftslagsvísinda sé enn ósvarað en aðrar niðurstöður byggi hins vegar á áratugalöngum athugunum og fjölda sjálfstæðra vísbendinga „Efasemdir sem taka ekki tillit til staðreynda eru ekki dyggð,“ segir í bréfi framkvæmdastjóra AMS. Það hafi verið staðfest kirfilega að koltvísýringur og gróðurhúsalofftegundir almennt séu aðalorsakavaldur loftslagsbreytinga.The @ametsoc sent a letter to @SecretaryPerry basically saying he lacks "a fundamental understanding of the science" of climate change pic.twitter.com/c3hRMnByMN — Brian L Kahn (@blkahn) June 21, 2017
Loftslagsmál Vísindi Tengdar fréttir Sópar náttúruverndarlögum Obama undir teppið Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, mun skrifa undir forsetatilskipun um að fella niður ýmis lög Barack Obama, forvera Trump, sem snúa að náttúruvernd. 28. mars 2017 12:01 Trúir ekki að koltvísýringur hafi áhrif á hækkandi hitastig jarðar Scott Pruitt, yfirmaður EPA, umhverfisverndarstofnunar Bandaríkjanna, hefur vakið mikla hneykslan í vísindasamfélaginu. 10. mars 2017 07:57 Nýr forstjóri Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna efasemdamaður um loftslagsbreytingar Öldungadeild Bandaríkjaþings hefur samþykkt tilnefningu Scott Pruitt í embætti forstjóra Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna en það var Donald Trump, Bandaríkjaforseti, sem tilnefndi Pruitt í embættið. 17. febrúar 2017 22:56 Trump drepur loftslagsaðgerðir Bandaríkjanna TIlskipun Trump um að vinda ofan af loftslagsaðgerðum Obama á að tryggja orkusjálfstæði Bandaríkjanna og endurvekja störf í kolaiðnaðinum. Sérfræðingar segja hvorugt þessa líklegt til að gerast. Þá geri tilskipunin ólíklegt að Bandaríkin standi við skuldbindingar sínar gagnvart Parísarsamkomulaginu. 28. mars 2017 20:11 Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Fleiri fréttir Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Sjá meira
Sópar náttúruverndarlögum Obama undir teppið Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, mun skrifa undir forsetatilskipun um að fella niður ýmis lög Barack Obama, forvera Trump, sem snúa að náttúruvernd. 28. mars 2017 12:01
Trúir ekki að koltvísýringur hafi áhrif á hækkandi hitastig jarðar Scott Pruitt, yfirmaður EPA, umhverfisverndarstofnunar Bandaríkjanna, hefur vakið mikla hneykslan í vísindasamfélaginu. 10. mars 2017 07:57
Nýr forstjóri Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna efasemdamaður um loftslagsbreytingar Öldungadeild Bandaríkjaþings hefur samþykkt tilnefningu Scott Pruitt í embætti forstjóra Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna en það var Donald Trump, Bandaríkjaforseti, sem tilnefndi Pruitt í embættið. 17. febrúar 2017 22:56
Trump drepur loftslagsaðgerðir Bandaríkjanna TIlskipun Trump um að vinda ofan af loftslagsaðgerðum Obama á að tryggja orkusjálfstæði Bandaríkjanna og endurvekja störf í kolaiðnaðinum. Sérfræðingar segja hvorugt þessa líklegt til að gerast. Þá geri tilskipunin ólíklegt að Bandaríkin standi við skuldbindingar sínar gagnvart Parísarsamkomulaginu. 28. mars 2017 20:11