Gott fyrir líkamann að hlaupa úti í náttúrunni Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 24. júní 2017 14:00 Elísabet Margeirs segir mikilvægt að fara ekki of geyst af stað. Gönguhvíldir séu nauðsynlegar í byrjun. Þeir sem hafi gott þol úr öðrum íþróttum megi ekki ofmeta færni sína. Visir/Eyþór Elísabet Margeirsdóttir, hlaupakona og næringarfræðingur, segir marga byrja af of miklum ákafa þegar þeir byrja að hlaupa úti. „Ég hugsa að það sé aldrei hægt að fara of rólega af stað þegar fólk er að byrja í hlaupum. Best er að fylgja góðri áætlun sem er sniðin að byrjendum þar sem gert er ráð fyrir reglulegum gönguhvíldum. Ef fólk hefur aldrei hlaupið áður eða ekki stundað hlaup í langan tíma er gríðarlega mikilvægt að leyfa líkamanum aðlagast hreyfingunni til að fyrirbyggja meiðsli. Margir æða þó af stað og vilja ekkert stoppa og byrja jafnvel að hlaupa eins hratt og þeir geta,“ segir Elísabet og segir gönguhvíldir í byrjendaprógrömmum stuðla að því að fólk geti hreyft sig lengur í einu og sé fljótara að jafna sig. „Smám saman fer fólk að ráða betur við það að hlaupa samfellt í lengri tíma og minni líkur verða á álagsmeiðslum eins og t.d. beinhimnubólgu. Það eru margir sem byrja af of miklum ákafa og hlaupa sig í meiðsli fyrstu mánuðina sem hefði verið hægt að fyrirbyggja með markvissari æfingum á minna álagi til að byrja með,“ segir Elísabet og segir gott ráð að hlaupa fyrstu mánuðina á hraða sem er auðvelt að spjalla á, en þegar fólk hefur náð góðum tökum og komið með ákveðið grunnþol megi fara að skoða æfingaprógrömm fyrir vanari hlaupara. Hvaða mistök skyldu flestir gera fyrir utan að fara of hratt að stað? Elísabet ítrekar að margir fari of hratt af stað og ofmeti getu sína því þeir hafi jafnvel gott þol úr öðrum íþróttum. „Þeir gleyma hins vegar því að hlaupahreyfingin er gríðarlega mikið álag á líkamann ef engin aðlögun hefur átt sér stað og liðir, sinar og vöðvar hafa ekki styrkinn til að taka við þessu nýja álagi. Sumir byrja af krafti aftur í hlaupum og draga fram gamla æfingaskó sem eru komnir til ára sinna og jafnvel ekki gerðir fyrir hlaup, það er ákveðin meiðslahætta sem fylgir því þar sem sumir þurfa oft meiri dempun og styrkingu í hlaupaskóna og sérstaklega þeir sem eru að byrja eða eru sterklega byggðir og í þyngri kantinum.“ Elísabet mælir með því að hlaupa úti í náttúrunni og á mjúkum stígum. „Ég æfi mest í Öskjuhlíð, Heiðmörk og á Esjunni. Það hentar byrjendum sérstaklega vel að hlaupa á sléttum stígum því að mýkra undirlag dempar aðeins höggin af hlaupaskrefinu sem líkaminn þarf að taka við og venjast smám saman. Með því að hlaupa sem oftast á stígum get ég æft meira í hverri viku því líkaminn þolir betur álagið og magnið með því að vera alltaf á mýkra undirlagi.“ Heilsa Mest lesið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lífið Þeir fátæku borga brúsann Gagnrýni Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Lífið Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Lífið „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Lífið Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Lífið Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ Lífið Fleiri fréttir Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur Heiðar hlaut mjög virt verðlaun Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Sjá meira
Elísabet Margeirsdóttir, hlaupakona og næringarfræðingur, segir marga byrja af of miklum ákafa þegar þeir byrja að hlaupa úti. „Ég hugsa að það sé aldrei hægt að fara of rólega af stað þegar fólk er að byrja í hlaupum. Best er að fylgja góðri áætlun sem er sniðin að byrjendum þar sem gert er ráð fyrir reglulegum gönguhvíldum. Ef fólk hefur aldrei hlaupið áður eða ekki stundað hlaup í langan tíma er gríðarlega mikilvægt að leyfa líkamanum aðlagast hreyfingunni til að fyrirbyggja meiðsli. Margir æða þó af stað og vilja ekkert stoppa og byrja jafnvel að hlaupa eins hratt og þeir geta,“ segir Elísabet og segir gönguhvíldir í byrjendaprógrömmum stuðla að því að fólk geti hreyft sig lengur í einu og sé fljótara að jafna sig. „Smám saman fer fólk að ráða betur við það að hlaupa samfellt í lengri tíma og minni líkur verða á álagsmeiðslum eins og t.d. beinhimnubólgu. Það eru margir sem byrja af of miklum ákafa og hlaupa sig í meiðsli fyrstu mánuðina sem hefði verið hægt að fyrirbyggja með markvissari æfingum á minna álagi til að byrja með,“ segir Elísabet og segir gott ráð að hlaupa fyrstu mánuðina á hraða sem er auðvelt að spjalla á, en þegar fólk hefur náð góðum tökum og komið með ákveðið grunnþol megi fara að skoða æfingaprógrömm fyrir vanari hlaupara. Hvaða mistök skyldu flestir gera fyrir utan að fara of hratt að stað? Elísabet ítrekar að margir fari of hratt af stað og ofmeti getu sína því þeir hafi jafnvel gott þol úr öðrum íþróttum. „Þeir gleyma hins vegar því að hlaupahreyfingin er gríðarlega mikið álag á líkamann ef engin aðlögun hefur átt sér stað og liðir, sinar og vöðvar hafa ekki styrkinn til að taka við þessu nýja álagi. Sumir byrja af krafti aftur í hlaupum og draga fram gamla æfingaskó sem eru komnir til ára sinna og jafnvel ekki gerðir fyrir hlaup, það er ákveðin meiðslahætta sem fylgir því þar sem sumir þurfa oft meiri dempun og styrkingu í hlaupaskóna og sérstaklega þeir sem eru að byrja eða eru sterklega byggðir og í þyngri kantinum.“ Elísabet mælir með því að hlaupa úti í náttúrunni og á mjúkum stígum. „Ég æfi mest í Öskjuhlíð, Heiðmörk og á Esjunni. Það hentar byrjendum sérstaklega vel að hlaupa á sléttum stígum því að mýkra undirlag dempar aðeins höggin af hlaupaskrefinu sem líkaminn þarf að taka við og venjast smám saman. Með því að hlaupa sem oftast á stígum get ég æft meira í hverri viku því líkaminn þolir betur álagið og magnið með því að vera alltaf á mýkra undirlagi.“
Heilsa Mest lesið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lífið Þeir fátæku borga brúsann Gagnrýni Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Lífið Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Lífið „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Lífið Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Lífið Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ Lífið Fleiri fréttir Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur Heiðar hlaut mjög virt verðlaun Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Sjá meira