NBC ýfir upp sár foreldra barnanna í Sandy Hook Kjartan Kjartansson skrifar 13. júní 2017 11:15 Megyn Kelly hætti á Fox News fyrr á þessu ári og réð sig til NBC. Vísir/EPA Bandaríska sjónvarpsstöðin NBC liggur nú undir harðri gagnrýni vegna viðtals við Alex Jones, þekktan samsæriskenningasmið, sem á að birtast á sunnudag. Jones hefur meðal annars haldið því fram að fjöldamorðið í Sandy Hook hafi verið sett á svið. Tuttugu börn og sex fullorðnir féllu fyrir hendi byssumanns í Sandy Hook-grunnskólanum í Connecticut árið 2012. Jones, sem rekur vefsíðuna Infowars og heldur úti útvarpsþætti, hefur haldið því á lofti að bandarísk stjórnvöld hafi sett morðin á svið með barnaleikurum til að fá almenning til að styðja byssulöggjöf. Jones verður viðmælandi þáttastjórnandans Megyn Kelly á sunnudag. Foreldrar barna sem létust í fjöldamorðinu í Sandy Hook eru reiðir henni og NBC fyrir að gefa samsæriskenningum Jones aukið vægi með þessum hætti. Fylgjendur Jones áreita foreldra myrtra barnaReiði þeirra kemur ekki á óvart. Sumir aðstandendur þeirra sem voru myrt hafa orðið fyrir áreiti frá fólki sem trúir villtum samsæriskenningum Jones og sakar foreldra jafnvel um að taka þátt í gabbi. Alex Jones (t.v.) með Roger Stone, einum helsta ráðgjafa Trump í kosningabarátunni (f.m.).Vísir/AFP „Það er ekki bara hægt að setja hann í kassa og segja að hann sé bara karakter. Hann er virkilega að særa fólk,“ segir Nelba Márquez-Green sem missti sex ára gamla dóttur sína í harmleiknum við AP-fréttastofuna. Hún óttast að svo áberandi viðtal við Jones muni eggja fylgjendur hans áfram og áreiti þeirra muni aukast. Kelly átti að vera veislustjóri á árlegum viðburði aðgerðahóps gegn byssuofbeldi sem stofnaður var af nokkrum foreldrum frá Sandy Hook. Foreldrarnir hafa nú tilkynnt henni að nærveru hennar verði ekki óskað samkvæmt frétt Washington Post. Sandy Hook er fjarri því eina samsæriskenningin sem Jones hefur borið út á öldum ljósvakans. Hann deildi meðal annars framandlegri kenningu um að Hillary Clinton og aðrir demókratar rækju barnaníðingshring í kjallara flatbökustaðar í Washington-borg. Vopnaður maður var síðar handtekinn á staðnum sem sagðist vera að rannsaka hvort það væri satt. Jones sakaði Barack Obama, fyrrverandi forseta, einnig um að eitra vatn í Bandaríkjum með þeim afleiðingum að froskar yrðu samkynhneigðir. Mærður af Trump og veitt blaðamannaskírteini Sjálf ver Kelly ákvörðun sína um að veita Jones rými í sjónvarpsdagskrá einnar stærstu sjónvarpsstöðvar landsins, meðal annars með því að Donald Trump forseti hafi lofað samsæriskenningasmiðinn í hástert. Infowars hafi einnig fengið tímabundin blaðamannaskilríki í Hvíta húsinu nýlega. „Margir þekkja hann ekki. Okkar hlutverk er að varpa ljósi,“ skrifaði Kelly á Twitter. POTUS's been on & praises @RealAlexJones' show. He's giving Infowars a WH press credential. Many don't know him; our job is 2 shine a light. https://t.co/5e88BJyqnz— Megyn Kelly (@megynkelly) June 12, 2017 Skotárás í Sandy Hook-grunnskólanum Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Hóf skothríð á umdeildum pítsustað Öfgasinnaðir hægri menn hafa lengi dreift rangri frétt um að Hillary Clinton reki barnaklámshring úr fyrirtækinu. 5. desember 2016 13:48 Mest lesið Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Erlent Fleiri fréttir Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Sjá meira
Bandaríska sjónvarpsstöðin NBC liggur nú undir harðri gagnrýni vegna viðtals við Alex Jones, þekktan samsæriskenningasmið, sem á að birtast á sunnudag. Jones hefur meðal annars haldið því fram að fjöldamorðið í Sandy Hook hafi verið sett á svið. Tuttugu börn og sex fullorðnir féllu fyrir hendi byssumanns í Sandy Hook-grunnskólanum í Connecticut árið 2012. Jones, sem rekur vefsíðuna Infowars og heldur úti útvarpsþætti, hefur haldið því á lofti að bandarísk stjórnvöld hafi sett morðin á svið með barnaleikurum til að fá almenning til að styðja byssulöggjöf. Jones verður viðmælandi þáttastjórnandans Megyn Kelly á sunnudag. Foreldrar barna sem létust í fjöldamorðinu í Sandy Hook eru reiðir henni og NBC fyrir að gefa samsæriskenningum Jones aukið vægi með þessum hætti. Fylgjendur Jones áreita foreldra myrtra barnaReiði þeirra kemur ekki á óvart. Sumir aðstandendur þeirra sem voru myrt hafa orðið fyrir áreiti frá fólki sem trúir villtum samsæriskenningum Jones og sakar foreldra jafnvel um að taka þátt í gabbi. Alex Jones (t.v.) með Roger Stone, einum helsta ráðgjafa Trump í kosningabarátunni (f.m.).Vísir/AFP „Það er ekki bara hægt að setja hann í kassa og segja að hann sé bara karakter. Hann er virkilega að særa fólk,“ segir Nelba Márquez-Green sem missti sex ára gamla dóttur sína í harmleiknum við AP-fréttastofuna. Hún óttast að svo áberandi viðtal við Jones muni eggja fylgjendur hans áfram og áreiti þeirra muni aukast. Kelly átti að vera veislustjóri á árlegum viðburði aðgerðahóps gegn byssuofbeldi sem stofnaður var af nokkrum foreldrum frá Sandy Hook. Foreldrarnir hafa nú tilkynnt henni að nærveru hennar verði ekki óskað samkvæmt frétt Washington Post. Sandy Hook er fjarri því eina samsæriskenningin sem Jones hefur borið út á öldum ljósvakans. Hann deildi meðal annars framandlegri kenningu um að Hillary Clinton og aðrir demókratar rækju barnaníðingshring í kjallara flatbökustaðar í Washington-borg. Vopnaður maður var síðar handtekinn á staðnum sem sagðist vera að rannsaka hvort það væri satt. Jones sakaði Barack Obama, fyrrverandi forseta, einnig um að eitra vatn í Bandaríkjum með þeim afleiðingum að froskar yrðu samkynhneigðir. Mærður af Trump og veitt blaðamannaskírteini Sjálf ver Kelly ákvörðun sína um að veita Jones rými í sjónvarpsdagskrá einnar stærstu sjónvarpsstöðvar landsins, meðal annars með því að Donald Trump forseti hafi lofað samsæriskenningasmiðinn í hástert. Infowars hafi einnig fengið tímabundin blaðamannaskilríki í Hvíta húsinu nýlega. „Margir þekkja hann ekki. Okkar hlutverk er að varpa ljósi,“ skrifaði Kelly á Twitter. POTUS's been on & praises @RealAlexJones' show. He's giving Infowars a WH press credential. Many don't know him; our job is 2 shine a light. https://t.co/5e88BJyqnz— Megyn Kelly (@megynkelly) June 12, 2017
Skotárás í Sandy Hook-grunnskólanum Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Hóf skothríð á umdeildum pítsustað Öfgasinnaðir hægri menn hafa lengi dreift rangri frétt um að Hillary Clinton reki barnaklámshring úr fyrirtækinu. 5. desember 2016 13:48 Mest lesið Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Erlent Fleiri fréttir Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Sjá meira
Hóf skothríð á umdeildum pítsustað Öfgasinnaðir hægri menn hafa lengi dreift rangri frétt um að Hillary Clinton reki barnaklámshring úr fyrirtækinu. 5. desember 2016 13:48