NBC ýfir upp sár foreldra barnanna í Sandy Hook Kjartan Kjartansson skrifar 13. júní 2017 11:15 Megyn Kelly hætti á Fox News fyrr á þessu ári og réð sig til NBC. Vísir/EPA Bandaríska sjónvarpsstöðin NBC liggur nú undir harðri gagnrýni vegna viðtals við Alex Jones, þekktan samsæriskenningasmið, sem á að birtast á sunnudag. Jones hefur meðal annars haldið því fram að fjöldamorðið í Sandy Hook hafi verið sett á svið. Tuttugu börn og sex fullorðnir féllu fyrir hendi byssumanns í Sandy Hook-grunnskólanum í Connecticut árið 2012. Jones, sem rekur vefsíðuna Infowars og heldur úti útvarpsþætti, hefur haldið því á lofti að bandarísk stjórnvöld hafi sett morðin á svið með barnaleikurum til að fá almenning til að styðja byssulöggjöf. Jones verður viðmælandi þáttastjórnandans Megyn Kelly á sunnudag. Foreldrar barna sem létust í fjöldamorðinu í Sandy Hook eru reiðir henni og NBC fyrir að gefa samsæriskenningum Jones aukið vægi með þessum hætti. Fylgjendur Jones áreita foreldra myrtra barnaReiði þeirra kemur ekki á óvart. Sumir aðstandendur þeirra sem voru myrt hafa orðið fyrir áreiti frá fólki sem trúir villtum samsæriskenningum Jones og sakar foreldra jafnvel um að taka þátt í gabbi. Alex Jones (t.v.) með Roger Stone, einum helsta ráðgjafa Trump í kosningabarátunni (f.m.).Vísir/AFP „Það er ekki bara hægt að setja hann í kassa og segja að hann sé bara karakter. Hann er virkilega að særa fólk,“ segir Nelba Márquez-Green sem missti sex ára gamla dóttur sína í harmleiknum við AP-fréttastofuna. Hún óttast að svo áberandi viðtal við Jones muni eggja fylgjendur hans áfram og áreiti þeirra muni aukast. Kelly átti að vera veislustjóri á árlegum viðburði aðgerðahóps gegn byssuofbeldi sem stofnaður var af nokkrum foreldrum frá Sandy Hook. Foreldrarnir hafa nú tilkynnt henni að nærveru hennar verði ekki óskað samkvæmt frétt Washington Post. Sandy Hook er fjarri því eina samsæriskenningin sem Jones hefur borið út á öldum ljósvakans. Hann deildi meðal annars framandlegri kenningu um að Hillary Clinton og aðrir demókratar rækju barnaníðingshring í kjallara flatbökustaðar í Washington-borg. Vopnaður maður var síðar handtekinn á staðnum sem sagðist vera að rannsaka hvort það væri satt. Jones sakaði Barack Obama, fyrrverandi forseta, einnig um að eitra vatn í Bandaríkjum með þeim afleiðingum að froskar yrðu samkynhneigðir. Mærður af Trump og veitt blaðamannaskírteini Sjálf ver Kelly ákvörðun sína um að veita Jones rými í sjónvarpsdagskrá einnar stærstu sjónvarpsstöðvar landsins, meðal annars með því að Donald Trump forseti hafi lofað samsæriskenningasmiðinn í hástert. Infowars hafi einnig fengið tímabundin blaðamannaskilríki í Hvíta húsinu nýlega. „Margir þekkja hann ekki. Okkar hlutverk er að varpa ljósi,“ skrifaði Kelly á Twitter. POTUS's been on & praises @RealAlexJones' show. He's giving Infowars a WH press credential. Many don't know him; our job is 2 shine a light. https://t.co/5e88BJyqnz— Megyn Kelly (@megynkelly) June 12, 2017 Skotárás í Sandy Hook-grunnskólanum Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Hóf skothríð á umdeildum pítsustað Öfgasinnaðir hægri menn hafa lengi dreift rangri frétt um að Hillary Clinton reki barnaklámshring úr fyrirtækinu. 5. desember 2016 13:48 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Innlent Fleiri fréttir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Sjá meira
Bandaríska sjónvarpsstöðin NBC liggur nú undir harðri gagnrýni vegna viðtals við Alex Jones, þekktan samsæriskenningasmið, sem á að birtast á sunnudag. Jones hefur meðal annars haldið því fram að fjöldamorðið í Sandy Hook hafi verið sett á svið. Tuttugu börn og sex fullorðnir féllu fyrir hendi byssumanns í Sandy Hook-grunnskólanum í Connecticut árið 2012. Jones, sem rekur vefsíðuna Infowars og heldur úti útvarpsþætti, hefur haldið því á lofti að bandarísk stjórnvöld hafi sett morðin á svið með barnaleikurum til að fá almenning til að styðja byssulöggjöf. Jones verður viðmælandi þáttastjórnandans Megyn Kelly á sunnudag. Foreldrar barna sem létust í fjöldamorðinu í Sandy Hook eru reiðir henni og NBC fyrir að gefa samsæriskenningum Jones aukið vægi með þessum hætti. Fylgjendur Jones áreita foreldra myrtra barnaReiði þeirra kemur ekki á óvart. Sumir aðstandendur þeirra sem voru myrt hafa orðið fyrir áreiti frá fólki sem trúir villtum samsæriskenningum Jones og sakar foreldra jafnvel um að taka þátt í gabbi. Alex Jones (t.v.) með Roger Stone, einum helsta ráðgjafa Trump í kosningabarátunni (f.m.).Vísir/AFP „Það er ekki bara hægt að setja hann í kassa og segja að hann sé bara karakter. Hann er virkilega að særa fólk,“ segir Nelba Márquez-Green sem missti sex ára gamla dóttur sína í harmleiknum við AP-fréttastofuna. Hún óttast að svo áberandi viðtal við Jones muni eggja fylgjendur hans áfram og áreiti þeirra muni aukast. Kelly átti að vera veislustjóri á árlegum viðburði aðgerðahóps gegn byssuofbeldi sem stofnaður var af nokkrum foreldrum frá Sandy Hook. Foreldrarnir hafa nú tilkynnt henni að nærveru hennar verði ekki óskað samkvæmt frétt Washington Post. Sandy Hook er fjarri því eina samsæriskenningin sem Jones hefur borið út á öldum ljósvakans. Hann deildi meðal annars framandlegri kenningu um að Hillary Clinton og aðrir demókratar rækju barnaníðingshring í kjallara flatbökustaðar í Washington-borg. Vopnaður maður var síðar handtekinn á staðnum sem sagðist vera að rannsaka hvort það væri satt. Jones sakaði Barack Obama, fyrrverandi forseta, einnig um að eitra vatn í Bandaríkjum með þeim afleiðingum að froskar yrðu samkynhneigðir. Mærður af Trump og veitt blaðamannaskírteini Sjálf ver Kelly ákvörðun sína um að veita Jones rými í sjónvarpsdagskrá einnar stærstu sjónvarpsstöðvar landsins, meðal annars með því að Donald Trump forseti hafi lofað samsæriskenningasmiðinn í hástert. Infowars hafi einnig fengið tímabundin blaðamannaskilríki í Hvíta húsinu nýlega. „Margir þekkja hann ekki. Okkar hlutverk er að varpa ljósi,“ skrifaði Kelly á Twitter. POTUS's been on & praises @RealAlexJones' show. He's giving Infowars a WH press credential. Many don't know him; our job is 2 shine a light. https://t.co/5e88BJyqnz— Megyn Kelly (@megynkelly) June 12, 2017
Skotárás í Sandy Hook-grunnskólanum Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Hóf skothríð á umdeildum pítsustað Öfgasinnaðir hægri menn hafa lengi dreift rangri frétt um að Hillary Clinton reki barnaklámshring úr fyrirtækinu. 5. desember 2016 13:48 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Innlent Fleiri fréttir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Sjá meira
Hóf skothríð á umdeildum pítsustað Öfgasinnaðir hægri menn hafa lengi dreift rangri frétt um að Hillary Clinton reki barnaklámshring úr fyrirtækinu. 5. desember 2016 13:48