Mannskaði í stórbruna í Lundúnum Atli Ísleifsson skrifar 14. júní 2017 15:30 Tugir manna hafa verið fluttir á sjúkrahús eftir eldsvoðann í háhýsinu. Vísir/EPA Að minnsta kosti tólf eru látnir eftir að mikill eldur kom upp í íbúðahúsi í norðurhluta Kensington-hverfis í Lundúnum í nótt. Byggingin sem um ræðir er Grenfell Tower og er í norðurhluta Kensington. Byggingin er 24 hæða með 120 íbúðum og búa þar milli 400 og 600 manns. Tilkynning um brunann barst klukkan 00:54 að staðartíma, eða 23:54 að íslenskum tíma, og var slökkvilið mætt á staðinn innan við sex mínútum síðar. Alls voru um fjörutíu slökkviliðsbílar á vettvangi og á þriðja hundrað slökkviliðsmanna. Eldurinn virðist hafa kviknað á fjórðu hæð hússins og leitaði fljótt upp á næstu hæðir. Sjónarvottar á jörðu niðri segjast hafa séð fólk í gluggum byggingarinnar þar sem það hrópaði á hjálp og barði í glugga. Einnig bárust fréttir af fólki sem sleppti börnum sínum út um glugga á efri hæðum til fólks á götunni. Alls eru 74 manns á sjúkrahúsi og er ástand tuttugu þeirra sagt alvarlegt. Enn er verið að leita að fólki í byggingunni, og má ljóst vera að mun fleiri hafa látið lífið í brunanum en þeir tólf sem tilkynnt hefur verið um. Byggingin var reist árið 1974 og voru umfangsmiklar endurbætur gerðar á henni á síðasta ári.Fylgjast má með útsendingu Sky News að neðan, og hvernig framvindan var í vaktinni, þar fyrir neðan.
Að minnsta kosti tólf eru látnir eftir að mikill eldur kom upp í íbúðahúsi í norðurhluta Kensington-hverfis í Lundúnum í nótt. Byggingin sem um ræðir er Grenfell Tower og er í norðurhluta Kensington. Byggingin er 24 hæða með 120 íbúðum og búa þar milli 400 og 600 manns. Tilkynning um brunann barst klukkan 00:54 að staðartíma, eða 23:54 að íslenskum tíma, og var slökkvilið mætt á staðinn innan við sex mínútum síðar. Alls voru um fjörutíu slökkviliðsbílar á vettvangi og á þriðja hundrað slökkviliðsmanna. Eldurinn virðist hafa kviknað á fjórðu hæð hússins og leitaði fljótt upp á næstu hæðir. Sjónarvottar á jörðu niðri segjast hafa séð fólk í gluggum byggingarinnar þar sem það hrópaði á hjálp og barði í glugga. Einnig bárust fréttir af fólki sem sleppti börnum sínum út um glugga á efri hæðum til fólks á götunni. Alls eru 74 manns á sjúkrahúsi og er ástand tuttugu þeirra sagt alvarlegt. Enn er verið að leita að fólki í byggingunni, og má ljóst vera að mun fleiri hafa látið lífið í brunanum en þeir tólf sem tilkynnt hefur verið um. Byggingin var reist árið 1974 og voru umfangsmiklar endurbætur gerðar á henni á síðasta ári.Fylgjast má með útsendingu Sky News að neðan, og hvernig framvindan var í vaktinni, þar fyrir neðan.
Bretland Bruni í Grenfell-turni England Mest lesið Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Fleiri fréttir Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Sjá meira