Hundruð þingmanna stefna Trump vegna erlendra greiðslna Kjartan Kjartansson skrifar 14. júní 2017 07:52 Bandaríkjaforseti má ekki þiggja gjafir eða greiðslur frá erlendum leiðtogum án samþykkt þingsins. Vísir/EPA Hátt í tvö hundruð þingmenn Demókrataflokksins hafa samþykkt að stefna Donald Trump forseta. Þeir saka hann um að brjóta ákvæði stjórnarskrár sem banna embættismönnum að taka við gjöfum eða greiðslum frá erlendum leiðtogum með því að halda enn í viðskiptaveldi sitt. Engir repúblikanar hafa lagt nafn sitt við málshöfðunina en öldungadeildarþingmaður demókrata, Richard Blumenthal, sem fer fyrir málinu segir að þeim verði boðið það. Hann fullyrðir að aldrei hafi fleiri þingmenn stefnt forseta Bandaríkjanna, að því er segir í frétt Washington Post. Dómsmálaráðherrar úr röðum demókrata frá Maryland-ríki og Columbia-svæði hafa þegar tilkynnt um sambærilega stefnu. Málshöfðun þingmannanna er hins vegar talin hafa sérstöðu vegna stöðu þeirra. Í stjórnarskráinni segir að forsetinn þurfi samþykki þingsins til að þiggja gjafir frá erlendum þjóðhöfðingjum. Því geti þingmennirnir fært rök fyrir því fyrir dómi að þeir eigi aðild að málinu. Lögspekingar sem Washington Post ræddi við telja það þó hæpið að þingmennirnir geti leitað til dómstóla þegar þeim tekst ekki að koma vilja sínum fram í gegnum þingið.Sjá einnig:Trump stefnt fyrir dómstólum vegna spillingar Sean Spicer, blaðafulltrúi Hvíta hússins, hafði áður gert lítið úr málshöfðun dómsmálaráðherranna og gefið í skyn að hún væri flokkspólitísk. Bandaríska dómsmálaráðuneytið færði rök fyrir því í greinargerð í öðru máli að það væri ekki ólöglegt fyrir forsetann að hagnast á lögmætum viðskiptum. Undanfarna mánuði hafa fregnir borist af því að fulltrúar erlendra ríkja beini viðskiptum sínum til hótela og fyrirtækja Trump í því skyni að öðlast velvild hans og mynda tengsl við forsetann. Donald Trump Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Leitað að manni með öxi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Innlent Fleiri fréttir Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Sjá meira
Hátt í tvö hundruð þingmenn Demókrataflokksins hafa samþykkt að stefna Donald Trump forseta. Þeir saka hann um að brjóta ákvæði stjórnarskrár sem banna embættismönnum að taka við gjöfum eða greiðslum frá erlendum leiðtogum með því að halda enn í viðskiptaveldi sitt. Engir repúblikanar hafa lagt nafn sitt við málshöfðunina en öldungadeildarþingmaður demókrata, Richard Blumenthal, sem fer fyrir málinu segir að þeim verði boðið það. Hann fullyrðir að aldrei hafi fleiri þingmenn stefnt forseta Bandaríkjanna, að því er segir í frétt Washington Post. Dómsmálaráðherrar úr röðum demókrata frá Maryland-ríki og Columbia-svæði hafa þegar tilkynnt um sambærilega stefnu. Málshöfðun þingmannanna er hins vegar talin hafa sérstöðu vegna stöðu þeirra. Í stjórnarskráinni segir að forsetinn þurfi samþykki þingsins til að þiggja gjafir frá erlendum þjóðhöfðingjum. Því geti þingmennirnir fært rök fyrir því fyrir dómi að þeir eigi aðild að málinu. Lögspekingar sem Washington Post ræddi við telja það þó hæpið að þingmennirnir geti leitað til dómstóla þegar þeim tekst ekki að koma vilja sínum fram í gegnum þingið.Sjá einnig:Trump stefnt fyrir dómstólum vegna spillingar Sean Spicer, blaðafulltrúi Hvíta hússins, hafði áður gert lítið úr málshöfðun dómsmálaráðherranna og gefið í skyn að hún væri flokkspólitísk. Bandaríska dómsmálaráðuneytið færði rök fyrir því í greinargerð í öðru máli að það væri ekki ólöglegt fyrir forsetann að hagnast á lögmætum viðskiptum. Undanfarna mánuði hafa fregnir borist af því að fulltrúar erlendra ríkja beini viðskiptum sínum til hótela og fyrirtækja Trump í því skyni að öðlast velvild hans og mynda tengsl við forsetann.
Donald Trump Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Leitað að manni með öxi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Innlent Fleiri fréttir Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Sjá meira