Trump blokkar hryllingssagnahöfundinn Stephen King á Twitter Kjartan Kjartansson skrifar 14. júní 2017 10:06 Stephen King (t.v.) þiggur orðu úr hendi Baracks Obama. King er síður hrifinn af eftirmanni Obama í embætti forseta. Vísir/EPA Hryllingssagnahöfundurinn heimsþekkti Stephen King segir að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hafi blokkað sig á Twitter vegna tíðrar gagnrýni sinnar á forsetann. King getur því ekki lengur séð þau fjölmörgu tíst sem Trump lætur reglulega frá sér. „Trump er búinn að banna mér að skoða tístin sín. Ég gæti þurft að drepa mig,“ skrifaði rithöfundurinn á Twitter í gær.Trump has blocked me from reading his tweets. I may have to kill myself.— Stephen King (@StephenKing) June 13, 2017 King hefur látið forsetann finna fyrir tevatninu á Twitter undanfarna mánuði. Í frétt The Telegraph kemur fram að King hafi meðal annars kallað forsetann „hvatvísan, geðstirðan fávita“ á samfélagsmiðlinum.Washington Post segir að King hafi meðal annars tíst um Ivönku Trump, dóttur forsetans, og vandræðalegan ríkisstjórnarfund þar sem ráðherrar Trump kepptust við að mæra hann áður en forsetinn blokkaði hann. Trump hefur blokkað mun fleiri en King á Twitter og hefur það jafnvel vakið upp spurningar um hvort að Bandaríkjaforseta sé stætt að útiloka eigin borgara frá því að lesa yfirlýsingar hans þar. Sean Spicer, blaðafulltrúi Hvíta hússins, sagði meðal ananrs í síðustu viku að tístin væru talin opinberar yfirlýsingar forseta Bandaríkjanna. Spjallþáttastjórnandinn Stephen Colbert gerði grín að uppákomunni á Twitter. Hann gerir að því skóna að Trump hafi þótt bók King um hræðilegan trúð hitta of nærri markinu.Stephen King has been blocked by Trump on Twitter. I guess his book about a scary clown hit too close to home.— Stephen Colbert (@StephenAtHome) June 14, 2017 Donald Trump Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Fleiri fréttir Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Sjá meira
Hryllingssagnahöfundurinn heimsþekkti Stephen King segir að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hafi blokkað sig á Twitter vegna tíðrar gagnrýni sinnar á forsetann. King getur því ekki lengur séð þau fjölmörgu tíst sem Trump lætur reglulega frá sér. „Trump er búinn að banna mér að skoða tístin sín. Ég gæti þurft að drepa mig,“ skrifaði rithöfundurinn á Twitter í gær.Trump has blocked me from reading his tweets. I may have to kill myself.— Stephen King (@StephenKing) June 13, 2017 King hefur látið forsetann finna fyrir tevatninu á Twitter undanfarna mánuði. Í frétt The Telegraph kemur fram að King hafi meðal annars kallað forsetann „hvatvísan, geðstirðan fávita“ á samfélagsmiðlinum.Washington Post segir að King hafi meðal annars tíst um Ivönku Trump, dóttur forsetans, og vandræðalegan ríkisstjórnarfund þar sem ráðherrar Trump kepptust við að mæra hann áður en forsetinn blokkaði hann. Trump hefur blokkað mun fleiri en King á Twitter og hefur það jafnvel vakið upp spurningar um hvort að Bandaríkjaforseta sé stætt að útiloka eigin borgara frá því að lesa yfirlýsingar hans þar. Sean Spicer, blaðafulltrúi Hvíta hússins, sagði meðal ananrs í síðustu viku að tístin væru talin opinberar yfirlýsingar forseta Bandaríkjanna. Spjallþáttastjórnandinn Stephen Colbert gerði grín að uppákomunni á Twitter. Hann gerir að því skóna að Trump hafi þótt bók King um hræðilegan trúð hitta of nærri markinu.Stephen King has been blocked by Trump on Twitter. I guess his book about a scary clown hit too close to home.— Stephen Colbert (@StephenAtHome) June 14, 2017
Donald Trump Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Fleiri fréttir Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent