„Maður verður algerlega hjálparvana gagnvart svona atburði" Sæunn Gísladóttir skrifar 15. júní 2017 07:00 Tugir manna komu saman í gær til að biðja og kveikja á kertum fyrir fórnarlömb brunans. Vísir/Getty Að minnsta kosti tólf eru látnir eftir að mikill eldur kom upp í íbúðarhúsi í norðurhluta Kensington-hverfis í Lundúnum aðfaranótt miðvikudags. Þegar Fréttablaðið fór í prentun höfðu tólf látið lífið. Líkur eru á að tala látinna muni hækka. Fjörutíu manns höfðu verið útskrifaðir af spítala en 18 voru áfram á bráðadeild. Byggingin sem um ræðir heitir Grenfell Tower og er í norðurhluta Kensington. Byggingin er 24 hæða með 120 íbúðum og voru íbúarnir á milli 400 og 600. „Ég er búin að vera niðri í hjálparmiðstöð rétt hjá heimilinu okkar síðan í nótt. Hér eru allir að hjálpast að og gefa nauðsynjahluti. Allir vilja gera gagn, fyrir utan að faðma fólk er hægt fara með teppi og snyrtivörur í kirkjurnar hér í kring og gefa í hjálparsöfnun. Við vorum að gefa viðstöddum kaffi og kökur og þeim sem tóku þátt í björgunarstörfum. Fólk er hérna líka að leita að vinum sínum og ættingjum,“ segir Kristín Ólafsdóttir, athafnakona og kvikmyndaframleiðandi, sem býr í nágrenni við bygginguna.Kristín Ólafsdóttir, athafnakona og kvikmyndaframleiðandi.„Íbúar í blokkinni misstu allt sitt og fólk var að kasta börnum sínum út um glugga til þess að hjálpa þeim. Þetta er alveg hræðilegt, maður verður algerlega hjálparvana gagnvart svona atburði og hér í hverfinu er mikil ringulreið. Skóli krakkanna minna var lokaður eftir hádegi út af öskufoki og götur lokaðar allt um kring. Þyrlur fljúga stanslaust yfir og sjúkrabílasírenur hljóma og slökkviliðsmenn eru grátandi. Búið er að rýma heimili allt í kring um Grenfell Tower og þeir segja að um tvö þúsund manns þurfi húsaskjól í nótt. Allir í hverfinu eru að vinna saman til að hjálpa og ná utan um ástandið,“ segir Kristín. Eldurinn virðist hafa kviknað á fjórðu hæð hússins og leitaði fljótt upp á næstu hæðir. Enn er þó óvíst hvað olli brunanum og ýtti undir að hann breiddist út, að því er kemur fram í frétt BBC um málið. Sjónarvottar á jörðu niðri segjast hafa séð fólk í gluggum byggingarinnar þar sem það hrópaði á hjálp og barði í glugga. Byggingin var reist árið 1974 og voru umfangsmiklar endurbætur gerðar á henni á síðasta ári. Nokkur óvissa ríkir um hvort hún muni hrynja í kjölfar brunans. Bruninn þykir afar umfangsmikill. The Guardian greinir frá því að slökkviliðsmaður, sem vildi ekki láta nafns síns getið, segist aldrei á sínum sautján ára ferli hafa séð annað eins bál. Hann sagði að fjöldi slökkviliðsmanna hefðu tekið aukavaktir í gær vegna brunans og skoðað væri hvort byggingin gæti staðið áfram. The Guardian greinir frá því að verið sé að skoða byggingar á svæðinu sem fóru í gegnum svipaðar endurbætur til að athuga eldvarnir þeirra.Fjöldi fréttamanna mætti í hverfið til að greina frá brunanum.Vísir/EPATheresa May, forsætisráðherra Bretlands, hefur hlotið nokkra gagnrýni fyrir að ekki sé nú þegar búið að rannsaka byggingar sem verið er að endurbæta á svæðinu. Hún hefur lofað að almennileg rannsókn muni eiga sér stað á brunanum og hvaða lærdóm megi draga af honum. Hún vildi þó ekki nefna dæmi um hvað mætti fara betur. May segist „mjög hrygg“ vegna brunans í Grenfell Tower í nótt. Í gær boðaði hún til neyðarfundar til að sameina viðbragðsaðgerðir við brunanum. Fjölmiðlar hafa vakið athygli á því að skýrslu fyrrverandi húsnæðisráðherra um eldvarnir hafi seinkað. The Guardian greinir frá því að kallað hafi verið eftir því að Gavin Barwell, fyrrverandi húsnæðismálaráðherra, verði rekinn úr núverandi starfi sínu sem starfsmannastjóri May, þar sem hann sat á skýrslunni sem vakti meðal annars athygli á eldhættu í háum byggingum. Í gærkvöldi söfnuðust tugir manna saman á minningarstund vegna brunans. Fólki var boðið að kveikja á kertum og leggja þau fyrir utan Notting Hill Methodist kirkjuna í Vestur-Lundúnum. Þar var einnig sungið og ríkti þögn um stund til minningar um hina látnu. Birtist í Fréttablaðinu Bretland Bruni í Grenfell-turni England Tengdar fréttir Helgi hlúði að slösuðum í nótt Helgi Jóhannsson, svæfingarlæknir á St. Mary's-sjúkrahúsinu, var ræstur út í nótt til að hlúa að íbúum Grenfell Tower sem brann í nótt. 14. júní 2017 12:12 Segir getu slökkviliðs til að takast á við eldsvoða í háhýsum háða brunavörnum Slökkviliðsstjóri höfuðborgarsvæðisins segir að brunavarnir skipti sköpum hvað varðar getu slökkviliðsins til þess að takast á við eldsvoða í háhýsum hér á landi. 14. júní 2017 18:30 Bruninn í London: Maður greip ungabarn sem sleppt var frá tíundu hæð Ótrúlegar sögur berast nú frá Norður-Kensington í London þar sem mikill bruni kom upp í Grenfell Tower í nótt. 14. júní 2017 10:30 Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Fleiri fréttir Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Sjá meira
Að minnsta kosti tólf eru látnir eftir að mikill eldur kom upp í íbúðarhúsi í norðurhluta Kensington-hverfis í Lundúnum aðfaranótt miðvikudags. Þegar Fréttablaðið fór í prentun höfðu tólf látið lífið. Líkur eru á að tala látinna muni hækka. Fjörutíu manns höfðu verið útskrifaðir af spítala en 18 voru áfram á bráðadeild. Byggingin sem um ræðir heitir Grenfell Tower og er í norðurhluta Kensington. Byggingin er 24 hæða með 120 íbúðum og voru íbúarnir á milli 400 og 600. „Ég er búin að vera niðri í hjálparmiðstöð rétt hjá heimilinu okkar síðan í nótt. Hér eru allir að hjálpast að og gefa nauðsynjahluti. Allir vilja gera gagn, fyrir utan að faðma fólk er hægt fara með teppi og snyrtivörur í kirkjurnar hér í kring og gefa í hjálparsöfnun. Við vorum að gefa viðstöddum kaffi og kökur og þeim sem tóku þátt í björgunarstörfum. Fólk er hérna líka að leita að vinum sínum og ættingjum,“ segir Kristín Ólafsdóttir, athafnakona og kvikmyndaframleiðandi, sem býr í nágrenni við bygginguna.Kristín Ólafsdóttir, athafnakona og kvikmyndaframleiðandi.„Íbúar í blokkinni misstu allt sitt og fólk var að kasta börnum sínum út um glugga til þess að hjálpa þeim. Þetta er alveg hræðilegt, maður verður algerlega hjálparvana gagnvart svona atburði og hér í hverfinu er mikil ringulreið. Skóli krakkanna minna var lokaður eftir hádegi út af öskufoki og götur lokaðar allt um kring. Þyrlur fljúga stanslaust yfir og sjúkrabílasírenur hljóma og slökkviliðsmenn eru grátandi. Búið er að rýma heimili allt í kring um Grenfell Tower og þeir segja að um tvö þúsund manns þurfi húsaskjól í nótt. Allir í hverfinu eru að vinna saman til að hjálpa og ná utan um ástandið,“ segir Kristín. Eldurinn virðist hafa kviknað á fjórðu hæð hússins og leitaði fljótt upp á næstu hæðir. Enn er þó óvíst hvað olli brunanum og ýtti undir að hann breiddist út, að því er kemur fram í frétt BBC um málið. Sjónarvottar á jörðu niðri segjast hafa séð fólk í gluggum byggingarinnar þar sem það hrópaði á hjálp og barði í glugga. Byggingin var reist árið 1974 og voru umfangsmiklar endurbætur gerðar á henni á síðasta ári. Nokkur óvissa ríkir um hvort hún muni hrynja í kjölfar brunans. Bruninn þykir afar umfangsmikill. The Guardian greinir frá því að slökkviliðsmaður, sem vildi ekki láta nafns síns getið, segist aldrei á sínum sautján ára ferli hafa séð annað eins bál. Hann sagði að fjöldi slökkviliðsmanna hefðu tekið aukavaktir í gær vegna brunans og skoðað væri hvort byggingin gæti staðið áfram. The Guardian greinir frá því að verið sé að skoða byggingar á svæðinu sem fóru í gegnum svipaðar endurbætur til að athuga eldvarnir þeirra.Fjöldi fréttamanna mætti í hverfið til að greina frá brunanum.Vísir/EPATheresa May, forsætisráðherra Bretlands, hefur hlotið nokkra gagnrýni fyrir að ekki sé nú þegar búið að rannsaka byggingar sem verið er að endurbæta á svæðinu. Hún hefur lofað að almennileg rannsókn muni eiga sér stað á brunanum og hvaða lærdóm megi draga af honum. Hún vildi þó ekki nefna dæmi um hvað mætti fara betur. May segist „mjög hrygg“ vegna brunans í Grenfell Tower í nótt. Í gær boðaði hún til neyðarfundar til að sameina viðbragðsaðgerðir við brunanum. Fjölmiðlar hafa vakið athygli á því að skýrslu fyrrverandi húsnæðisráðherra um eldvarnir hafi seinkað. The Guardian greinir frá því að kallað hafi verið eftir því að Gavin Barwell, fyrrverandi húsnæðismálaráðherra, verði rekinn úr núverandi starfi sínu sem starfsmannastjóri May, þar sem hann sat á skýrslunni sem vakti meðal annars athygli á eldhættu í háum byggingum. Í gærkvöldi söfnuðust tugir manna saman á minningarstund vegna brunans. Fólki var boðið að kveikja á kertum og leggja þau fyrir utan Notting Hill Methodist kirkjuna í Vestur-Lundúnum. Þar var einnig sungið og ríkti þögn um stund til minningar um hina látnu.
Birtist í Fréttablaðinu Bretland Bruni í Grenfell-turni England Tengdar fréttir Helgi hlúði að slösuðum í nótt Helgi Jóhannsson, svæfingarlæknir á St. Mary's-sjúkrahúsinu, var ræstur út í nótt til að hlúa að íbúum Grenfell Tower sem brann í nótt. 14. júní 2017 12:12 Segir getu slökkviliðs til að takast á við eldsvoða í háhýsum háða brunavörnum Slökkviliðsstjóri höfuðborgarsvæðisins segir að brunavarnir skipti sköpum hvað varðar getu slökkviliðsins til þess að takast á við eldsvoða í háhýsum hér á landi. 14. júní 2017 18:30 Bruninn í London: Maður greip ungabarn sem sleppt var frá tíundu hæð Ótrúlegar sögur berast nú frá Norður-Kensington í London þar sem mikill bruni kom upp í Grenfell Tower í nótt. 14. júní 2017 10:30 Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Fleiri fréttir Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Sjá meira
Helgi hlúði að slösuðum í nótt Helgi Jóhannsson, svæfingarlæknir á St. Mary's-sjúkrahúsinu, var ræstur út í nótt til að hlúa að íbúum Grenfell Tower sem brann í nótt. 14. júní 2017 12:12
Segir getu slökkviliðs til að takast á við eldsvoða í háhýsum háða brunavörnum Slökkviliðsstjóri höfuðborgarsvæðisins segir að brunavarnir skipti sköpum hvað varðar getu slökkviliðsins til þess að takast á við eldsvoða í háhýsum hér á landi. 14. júní 2017 18:30
Bruninn í London: Maður greip ungabarn sem sleppt var frá tíundu hæð Ótrúlegar sögur berast nú frá Norður-Kensington í London þar sem mikill bruni kom upp í Grenfell Tower í nótt. 14. júní 2017 10:30