Óvænt tilþrif, oftast spennandi Jónas Sen skrifar 16. júní 2017 10:15 Scott McLemore, Sunna Gunnlaugs og Þorgrímur Jónsson. Á myndina vantar Luca Kézdy. Vísir/Hörður Sveinsson Tónlist Djasskvöld Luca Kézdy, Sunna Gunnlaugs, Scott McLemore og Þorgrímur Jónsson léku djass. Björtuloft í Hörpu Miðvikudaginn 14. júní Tónleikar Sunnu Gunnlaugs og ungverska fiðluleikarans Luca Kézdy byrjuðu ekkert sérstaklega vel. Snemma á dagskránni var lagið Jóga eftir Björk Guðmundsdóttur, og það var með eindæmum smekklaust. Í grunninn er þetta einfalt lag, tærleiki svífur yfir vötnunum, en um leið er einlæg og djúp tilfinning, sem gerir lagið einkar heillandi. Það er blátt áfram og hnitmiðað og þannig þarf að bera það fram fyrir áheyrendur. Leikur Kézdy var hins vegar fullur af ísmeygilegu renneríi á milli tónanna, og það ásamt þykkum djasshljómum píanósins og almennt kæruleysislegu yfirbragði fór laginu einstaklega illa. Upplifunin var eins og að sjá mynd af fallegri konu sem búið væri að skrumskæla með augnlepp og yfirvaraskeggi. Kézdy virtist ekki örugg fyrst framan af. Tónar fiðlunnar voru ónákvæmir og fyrir bragðið var leikurinn fremur þunglamalegur. Það lagaðist þó eftir því sem á leið og síðasta lagið eftir Thelonius Monk fyrir hlé var afar skemmtilegt. Húmorinn var í forgrunni og alls konar plokk, ásamt kröftugum slagverks- og kontrabassaleik lyftu laginu upp í hæstu hæðir. Tónlistin á tónleikunum var að megninu til eftir Sunnu og Kézdy. Hún kom nokkuð misjafnlega út. Tiltekt eftir Sunnu framarlega á dagskránni var ansi ofhlaðin, en annað var skemmtilegra. Folksong eftir Kézdy var t.d. greinilega innblásið af ungverskri þjóðlagahefð, sem einkennist oft af dökkri stemningu og framandi laglínum. Lagið hér var í slíkum stíl og það kom stöðugt á óvart. Hið óvænta var einmitt meginþema tónleikanna. Vaninn í djassinum er að tónahugmyndir séu settar fram í upphafi lags, og svo hefst úrvinnsla. Tónefnið er þá þróað, m.a. með því að leika af fingrum fram. Á tónleikunum var úrvinnslan óvanalega íburðarmikil þegar fram í sótti. Maður hafði á tilfinningunni að þar sem aðrir djassleikarar stoppa, héldu fjórmenningarnir áfram. Fyrir bragðið var farið með áheyrandann í andlegt ferðalag aftur og aftur. Eins og áður sagði var Kézdy ekki mjög nákvæm í tónmyndun í byrjun. Eftir hlé var hún hins vegar komin á flug, og þá var leikur hennar sérlega glæsilegur, margbrotinn og lifandi. Myrkur, lokkandi tónn var í túlkun hennar. Hið ómstríða var ávallt í seilingarfjarlægð án þess að gert væri of mikið út því. Hlutföllin voru því ætíð sannfærandi sem skapaði eftirminnilegan sjarma. Sunna spilaði líka prýðilega á píanóið, leikur hennar var mjúkur og ljóðrænn, hún hefur þægilegan leikstíl. Scott McLemore var auk þess frábær á slagverkið. Hann mótaði tónana af ótrúlegri nákvæmni, léttleika og fjölbreytni svo unaður var á að hlýða. Þorgrímur Jónsson lék jafnframt á bassann af gríðarlegir fimi. Bassinn er ekki einleikshljóðfæri öllu jöfnu, en Þorgrímur tók nokkur sóló sem voru kröftug, áleitin og glæsileg. Samspil fjórmenninganna var svo þétt og fókuserað, og varð stöðugt betra eftir því sem á leið. Gaman væri að heyra hópinn leika saman aftur sem fyrst.Niðurstaða: Þrátt fyrir slæma byrjun var þetta áhugaverð og metnaðarfull dagskrá. Tónlistargagnrýni Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fleiri fréttir Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Tónlist Djasskvöld Luca Kézdy, Sunna Gunnlaugs, Scott McLemore og Þorgrímur Jónsson léku djass. Björtuloft í Hörpu Miðvikudaginn 14. júní Tónleikar Sunnu Gunnlaugs og ungverska fiðluleikarans Luca Kézdy byrjuðu ekkert sérstaklega vel. Snemma á dagskránni var lagið Jóga eftir Björk Guðmundsdóttur, og það var með eindæmum smekklaust. Í grunninn er þetta einfalt lag, tærleiki svífur yfir vötnunum, en um leið er einlæg og djúp tilfinning, sem gerir lagið einkar heillandi. Það er blátt áfram og hnitmiðað og þannig þarf að bera það fram fyrir áheyrendur. Leikur Kézdy var hins vegar fullur af ísmeygilegu renneríi á milli tónanna, og það ásamt þykkum djasshljómum píanósins og almennt kæruleysislegu yfirbragði fór laginu einstaklega illa. Upplifunin var eins og að sjá mynd af fallegri konu sem búið væri að skrumskæla með augnlepp og yfirvaraskeggi. Kézdy virtist ekki örugg fyrst framan af. Tónar fiðlunnar voru ónákvæmir og fyrir bragðið var leikurinn fremur þunglamalegur. Það lagaðist þó eftir því sem á leið og síðasta lagið eftir Thelonius Monk fyrir hlé var afar skemmtilegt. Húmorinn var í forgrunni og alls konar plokk, ásamt kröftugum slagverks- og kontrabassaleik lyftu laginu upp í hæstu hæðir. Tónlistin á tónleikunum var að megninu til eftir Sunnu og Kézdy. Hún kom nokkuð misjafnlega út. Tiltekt eftir Sunnu framarlega á dagskránni var ansi ofhlaðin, en annað var skemmtilegra. Folksong eftir Kézdy var t.d. greinilega innblásið af ungverskri þjóðlagahefð, sem einkennist oft af dökkri stemningu og framandi laglínum. Lagið hér var í slíkum stíl og það kom stöðugt á óvart. Hið óvænta var einmitt meginþema tónleikanna. Vaninn í djassinum er að tónahugmyndir séu settar fram í upphafi lags, og svo hefst úrvinnsla. Tónefnið er þá þróað, m.a. með því að leika af fingrum fram. Á tónleikunum var úrvinnslan óvanalega íburðarmikil þegar fram í sótti. Maður hafði á tilfinningunni að þar sem aðrir djassleikarar stoppa, héldu fjórmenningarnir áfram. Fyrir bragðið var farið með áheyrandann í andlegt ferðalag aftur og aftur. Eins og áður sagði var Kézdy ekki mjög nákvæm í tónmyndun í byrjun. Eftir hlé var hún hins vegar komin á flug, og þá var leikur hennar sérlega glæsilegur, margbrotinn og lifandi. Myrkur, lokkandi tónn var í túlkun hennar. Hið ómstríða var ávallt í seilingarfjarlægð án þess að gert væri of mikið út því. Hlutföllin voru því ætíð sannfærandi sem skapaði eftirminnilegan sjarma. Sunna spilaði líka prýðilega á píanóið, leikur hennar var mjúkur og ljóðrænn, hún hefur þægilegan leikstíl. Scott McLemore var auk þess frábær á slagverkið. Hann mótaði tónana af ótrúlegri nákvæmni, léttleika og fjölbreytni svo unaður var á að hlýða. Þorgrímur Jónsson lék jafnframt á bassann af gríðarlegir fimi. Bassinn er ekki einleikshljóðfæri öllu jöfnu, en Þorgrímur tók nokkur sóló sem voru kröftug, áleitin og glæsileg. Samspil fjórmenninganna var svo þétt og fókuserað, og varð stöðugt betra eftir því sem á leið. Gaman væri að heyra hópinn leika saman aftur sem fyrst.Niðurstaða: Þrátt fyrir slæma byrjun var þetta áhugaverð og metnaðarfull dagskrá.
Tónlistargagnrýni Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fleiri fréttir Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira