Sækir Úkraína innblástur í tíu ára gömul vonbrigði? Henry Birgir Gunnarsson skrifar 16. júní 2017 13:45 Svona var stemningin hjá strákunum okkar eftir leikinn gegn Úkraínu á HM 2007. Við viljum ekki sjá svona myndir á sunnudag. vísir/pjetur „Við frömdum sjálfsmorð í þessum leik,“ sagði Alfreð Gíslason, þáverandi landsliðsþjálfari, eftir að Ísland hafði tapað mjög óvænt gegn Úkraínu á HM í Þýskalandi árið 2007. Íslenska liðið spilaði þá einn sinn lélegasta landsleik líklega frá upphafi og tapaði með þriggja marka mun, 32-29. Úkraínumenn fögnuðu eðlilega mikið eftir leik og töldu sig vera svo gott sem komna áfram á mótinu. Ísland átti eftir að spila við hrikalega sterkt lið Frakka og fáir spáðu því að Ísland myndi sjá til sólar í þeim leik. Annað kom á daginn. Sólarhring eftir einn lélegasta landsleik allra tíma spilaði íslenska liðið einn sinn besta landsleik frá upphafi.Alfreð í viðtali við Fréttablaðið eftir leikinn geg Úkraínu.Strákarnir völtuðu yfir Frakka og unnu stórsigur, 32-24. Svo mikill var munurinn á liðunum um tíma að Ísland varð að slaka á og leyfa Frökkum að skora nokkur mörk. Ef Ísland hefði unnið leikinn of stórt hefði liðið farið áfram í milliriðil ásamt Úkraínu en ekki með nein stig í farteskinu. Með því að vinna „aðeins“ átta marka sigur á Frökkum fór Ísland áfram í milliriðil með Frökkum og tók með sér tvö stig. Grátleg niðurstaða fyrir úkraínska liðið sem hafði gert svo vel í að leggja Ísland að velli. Svo svekktir voru þeir við að horfa á leik Íslands og Frakklands að þeir yfirgáfu Bördelandhalle í Magdeburg í leikhléi. Á sunnudag spilar Ísland við Úkraínu leik þar sem allt er undir. Ef Ísland vinnur leikinn þá fara strákarnir á EM en ef strákarnir okkar tapa þá verður ekkert stórmót í janúar.Þetta var mjög erfiður dagur fyrir Úkraínumenn.Vonandi verða strákarnir ekki yfirspenntir eins og þeir voru í leiknum gegn Úkraínu fyrir tíu árum síðan. „Menn voru yfirspenntir og eflaust búnir að hugsa mikið um leikinn síðustu vikur. Staðan var engu að síður sú að menn vissu hver staðan væri og í dag höndluðum við einfaldlega ekki verkefnið,“ sagði Alfreð einnig eftir Úkraínuleikinn. Vonandi fáum við ekki viðtal við Geir Sveinsson í sama anda á sunnudag. Úkraínumenn eru alveg örugglega ekki búnir að gleyma þessari riðlakeppni og spurning hvort þeir noti það sem innblástur fyrir leikinn mikilvæga um helgina? Við Íslendingar erum svo sannarlega ekki búnir að gleyma gleðinni eftir Frakkaleikinn og ummæli Alfreðs þá voru ekki síðar eftirminnileg. „Í nótt var ég nánast í sjálfsmorðshugleiðingum en það er ljóst að ég fæ að lifa eitthvað lengur,“ sagði Alfreð léttur. „Liðið sýndi alveg hreint ótrúlegan karakter hér í dag og ég er ótrúlega stoltur af liðinu. Þetta var eins og að spila á heimavelli og áhorfendur ótrúlegir allir saman.“ Leikur Íslands og Úkraínu er á sunnudag hefst klukkan 18.45.Það muna allir eftir því er Alfreð flaug um fjalir Bördelandhalle eftir sigurinn lygilega á Frökkum. EM 2018 í handbolta Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Fleiri fréttir Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Sjá meira
„Við frömdum sjálfsmorð í þessum leik,“ sagði Alfreð Gíslason, þáverandi landsliðsþjálfari, eftir að Ísland hafði tapað mjög óvænt gegn Úkraínu á HM í Þýskalandi árið 2007. Íslenska liðið spilaði þá einn sinn lélegasta landsleik líklega frá upphafi og tapaði með þriggja marka mun, 32-29. Úkraínumenn fögnuðu eðlilega mikið eftir leik og töldu sig vera svo gott sem komna áfram á mótinu. Ísland átti eftir að spila við hrikalega sterkt lið Frakka og fáir spáðu því að Ísland myndi sjá til sólar í þeim leik. Annað kom á daginn. Sólarhring eftir einn lélegasta landsleik allra tíma spilaði íslenska liðið einn sinn besta landsleik frá upphafi.Alfreð í viðtali við Fréttablaðið eftir leikinn geg Úkraínu.Strákarnir völtuðu yfir Frakka og unnu stórsigur, 32-24. Svo mikill var munurinn á liðunum um tíma að Ísland varð að slaka á og leyfa Frökkum að skora nokkur mörk. Ef Ísland hefði unnið leikinn of stórt hefði liðið farið áfram í milliriðil ásamt Úkraínu en ekki með nein stig í farteskinu. Með því að vinna „aðeins“ átta marka sigur á Frökkum fór Ísland áfram í milliriðil með Frökkum og tók með sér tvö stig. Grátleg niðurstaða fyrir úkraínska liðið sem hafði gert svo vel í að leggja Ísland að velli. Svo svekktir voru þeir við að horfa á leik Íslands og Frakklands að þeir yfirgáfu Bördelandhalle í Magdeburg í leikhléi. Á sunnudag spilar Ísland við Úkraínu leik þar sem allt er undir. Ef Ísland vinnur leikinn þá fara strákarnir á EM en ef strákarnir okkar tapa þá verður ekkert stórmót í janúar.Þetta var mjög erfiður dagur fyrir Úkraínumenn.Vonandi verða strákarnir ekki yfirspenntir eins og þeir voru í leiknum gegn Úkraínu fyrir tíu árum síðan. „Menn voru yfirspenntir og eflaust búnir að hugsa mikið um leikinn síðustu vikur. Staðan var engu að síður sú að menn vissu hver staðan væri og í dag höndluðum við einfaldlega ekki verkefnið,“ sagði Alfreð einnig eftir Úkraínuleikinn. Vonandi fáum við ekki viðtal við Geir Sveinsson í sama anda á sunnudag. Úkraínumenn eru alveg örugglega ekki búnir að gleyma þessari riðlakeppni og spurning hvort þeir noti það sem innblástur fyrir leikinn mikilvæga um helgina? Við Íslendingar erum svo sannarlega ekki búnir að gleyma gleðinni eftir Frakkaleikinn og ummæli Alfreðs þá voru ekki síðar eftirminnileg. „Í nótt var ég nánast í sjálfsmorðshugleiðingum en það er ljóst að ég fæ að lifa eitthvað lengur,“ sagði Alfreð léttur. „Liðið sýndi alveg hreint ótrúlegan karakter hér í dag og ég er ótrúlega stoltur af liðinu. Þetta var eins og að spila á heimavelli og áhorfendur ótrúlegir allir saman.“ Leikur Íslands og Úkraínu er á sunnudag hefst klukkan 18.45.Það muna allir eftir því er Alfreð flaug um fjalir Bördelandhalle eftir sigurinn lygilega á Frökkum.
EM 2018 í handbolta Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Fleiri fréttir Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Sjá meira