Trump heimsækir Camp David í fyrsta sinn Atli Ísleifsson skrifar 17. júní 2017 23:30 Trump-fjölskyldan fyrr í dag við Camp David. Vísir/afp Donald Trump Bandaríkjaforseti heimsækir um helgina Camp David, sveitabústað forseta Bandaríkjanna, í fyrsta sinn. Trump hefur áður lýst yfir takmörkuðum áhuga á að nýta sér bústaðinn til að komast í burtu og hlaða batteríin. Þannig hefur Trump lýst staðnum sem „mjög sveitalegum“ og sagt að einungis væri hægt að þola hálftíma vist á staðnum. Trump hefur það sem af er forsetatíðar sinnar fyrst og fremst nýtt lausar stundir með því að fljúga til Flórída til að spila golf. Camp David er að finna í hinum afskekktu Catoctin-fjöllum í Maryland, stuttri þyrluferð frá höfuðborginni Washington. Trump mætti til Camp David fyrr í dag ásamt forsetafrúnni Melaníu og syni þeirra, Barron. Bandaríkjaforsetar hafa síðustu sjö áratugina sótt til Camp David. Þannig funduðu Franklin Delano Roosevelt forseti og Winston Churcill, forsætisráðherra Bretlands, þar árið 1943 þar sem þeir báru saman bækur sínar í aðdraganda innrásar bandamanna inn í Normandí. Jimmy Carter forseti bauð leiðtogum Egypta og Ísraela til Camp David til friðarviðræðna og brúðkaup Dorothy, dóttur George H.W. Bush forseta, fór þar fram. Barack Obama forseti fór 39 sinnum til Camp David á forsetaárum sínum en bauð erlendum þjóðarleiðtogum einungis tvisvar sinnum þangað – leiðtogum á G8-fundinum 2012 og svo leiðtogum ríkja við Persaflóa árið 2015 til að ræða kjarnorkusamninginn við Írani. Donald Trump Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Innlent Hvasst, hlýtt og von á asahláku eða glerhálku Veður Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Fleiri fréttir Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti heimsækir um helgina Camp David, sveitabústað forseta Bandaríkjanna, í fyrsta sinn. Trump hefur áður lýst yfir takmörkuðum áhuga á að nýta sér bústaðinn til að komast í burtu og hlaða batteríin. Þannig hefur Trump lýst staðnum sem „mjög sveitalegum“ og sagt að einungis væri hægt að þola hálftíma vist á staðnum. Trump hefur það sem af er forsetatíðar sinnar fyrst og fremst nýtt lausar stundir með því að fljúga til Flórída til að spila golf. Camp David er að finna í hinum afskekktu Catoctin-fjöllum í Maryland, stuttri þyrluferð frá höfuðborginni Washington. Trump mætti til Camp David fyrr í dag ásamt forsetafrúnni Melaníu og syni þeirra, Barron. Bandaríkjaforsetar hafa síðustu sjö áratugina sótt til Camp David. Þannig funduðu Franklin Delano Roosevelt forseti og Winston Churcill, forsætisráðherra Bretlands, þar árið 1943 þar sem þeir báru saman bækur sínar í aðdraganda innrásar bandamanna inn í Normandí. Jimmy Carter forseti bauð leiðtogum Egypta og Ísraela til Camp David til friðarviðræðna og brúðkaup Dorothy, dóttur George H.W. Bush forseta, fór þar fram. Barack Obama forseti fór 39 sinnum til Camp David á forsetaárum sínum en bauð erlendum þjóðarleiðtogum einungis tvisvar sinnum þangað – leiðtogum á G8-fundinum 2012 og svo leiðtogum ríkja við Persaflóa árið 2015 til að ræða kjarnorkusamninginn við Írani.
Donald Trump Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Innlent Hvasst, hlýtt og von á asahláku eða glerhálku Veður Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Fleiri fréttir Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Sjá meira