Árásarmaðurinn í London nafngreindur Kristín Ólafsdóttir skrifar 19. júní 2017 17:46 Lögregla athafnar sig við Finsbury Park í dag. Vísir/AFP Maðurinn sem grunaður er um árásina við mosku í Finsbury Park í London í gærkvöldi hefur verið nafngreindur. Samkvæmt heimildum BBC-fréttastofunnar heitir maðurinn Darren Osborne, 47 ára, og er búsettur í Cardiff í Wales. Osborne er talinn vera árásarmaðurinn sem keyrði sendiferðabíl á hóp múslima er þeir yfirgáfu moskuna við Finsbury Park í London að lokinni bænastund í gærkvöldi. Osborne er sagður hafa keyrt á fólkið þar sem það hópaðist saman til að hlúa að manni sem hneig niður fyrir utan moskuna. Árásarmaðurinn var fyrst handtekinn vegna gruns um tilraun til manndráps en síðar á grundvelli hryðjuverkabrota. Breska lögreglan vinnur nú að húsleit á heimili í grennd við Cardiff en maðurinn hafði ekki verið undir eftirliti yfirvalda. Þá er hann talinn hafa verið einn að verki.Lögregla við húsleit í Cardiff í dag.Vísir/AFPOsborne ólst upp í Weston-super-Mare í grennd við ensku borgina Bristol. Hann er jafnframt fjögurra barna faðir. Osborne er sagður hafa öskrað ókvæðisorð um múslima og sagðist vilja drepa þá er hann ók á fólkið við moskuna í gærkvöldi. Lögreglustjórinn í London, Cressida Dick, sagði árásina „mjög greinilega árás á múslima,“ og að nú mætti búast við aukinni öryggisgæslu á svæðinu, „sérstaklega í kringum trúarlegar stofnanir.“ Þetta er fjórða hryðjuverkaárásin í Bretlandi á þremur mánuðum en Theresa May, forsætisráðherra, sagði árásina „á allan hátt jafn sjúklega“ og hinar árásirnar þrjár. Ráð múslima í Bretlandi hefur sagt að árásin hafi verið innblásin af hræðslu við íslam. Þá hafa forsvarsmenn moskunnar við Finsbury Park kallað eftir því að fólk haldi ró sinni en einn lést og tíu slösuðust í árásinni. Hryðjuverk í London Tengdar fréttir Einn látinn og átta slasaðir í London Einn er látinn og átta slasaðir eftir að maður ók sendiferðabíl inn í hóp fólks fyrir utan mosku í norðurhluta Lundúna um miðnætti í gær. 19. júní 2017 07:08 Myndband sýnir almenning yfirbuga árásarmanninn í London Í myndbandinu má sjá fólk halda manninum niðri á meðan beðið var eftir lögreglunni. 19. júní 2017 12:57 Keyrt á hóp fólks í London Einn hefur verið handtekinn og einhverjir eru alvarlega slasaðir. 19. júní 2017 01:30 Theresa May boðar hertar aðgerðir og segir öfgahópa vera margskonar Öryggismálanefnd bresku ríkisstjórnarinnar hefur fundað eftir árásina. Sérstaklega verður haft auga með moskum í London næstu daga. 19. júní 2017 12:13 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sjá meira
Maðurinn sem grunaður er um árásina við mosku í Finsbury Park í London í gærkvöldi hefur verið nafngreindur. Samkvæmt heimildum BBC-fréttastofunnar heitir maðurinn Darren Osborne, 47 ára, og er búsettur í Cardiff í Wales. Osborne er talinn vera árásarmaðurinn sem keyrði sendiferðabíl á hóp múslima er þeir yfirgáfu moskuna við Finsbury Park í London að lokinni bænastund í gærkvöldi. Osborne er sagður hafa keyrt á fólkið þar sem það hópaðist saman til að hlúa að manni sem hneig niður fyrir utan moskuna. Árásarmaðurinn var fyrst handtekinn vegna gruns um tilraun til manndráps en síðar á grundvelli hryðjuverkabrota. Breska lögreglan vinnur nú að húsleit á heimili í grennd við Cardiff en maðurinn hafði ekki verið undir eftirliti yfirvalda. Þá er hann talinn hafa verið einn að verki.Lögregla við húsleit í Cardiff í dag.Vísir/AFPOsborne ólst upp í Weston-super-Mare í grennd við ensku borgina Bristol. Hann er jafnframt fjögurra barna faðir. Osborne er sagður hafa öskrað ókvæðisorð um múslima og sagðist vilja drepa þá er hann ók á fólkið við moskuna í gærkvöldi. Lögreglustjórinn í London, Cressida Dick, sagði árásina „mjög greinilega árás á múslima,“ og að nú mætti búast við aukinni öryggisgæslu á svæðinu, „sérstaklega í kringum trúarlegar stofnanir.“ Þetta er fjórða hryðjuverkaárásin í Bretlandi á þremur mánuðum en Theresa May, forsætisráðherra, sagði árásina „á allan hátt jafn sjúklega“ og hinar árásirnar þrjár. Ráð múslima í Bretlandi hefur sagt að árásin hafi verið innblásin af hræðslu við íslam. Þá hafa forsvarsmenn moskunnar við Finsbury Park kallað eftir því að fólk haldi ró sinni en einn lést og tíu slösuðust í árásinni.
Hryðjuverk í London Tengdar fréttir Einn látinn og átta slasaðir í London Einn er látinn og átta slasaðir eftir að maður ók sendiferðabíl inn í hóp fólks fyrir utan mosku í norðurhluta Lundúna um miðnætti í gær. 19. júní 2017 07:08 Myndband sýnir almenning yfirbuga árásarmanninn í London Í myndbandinu má sjá fólk halda manninum niðri á meðan beðið var eftir lögreglunni. 19. júní 2017 12:57 Keyrt á hóp fólks í London Einn hefur verið handtekinn og einhverjir eru alvarlega slasaðir. 19. júní 2017 01:30 Theresa May boðar hertar aðgerðir og segir öfgahópa vera margskonar Öryggismálanefnd bresku ríkisstjórnarinnar hefur fundað eftir árásina. Sérstaklega verður haft auga með moskum í London næstu daga. 19. júní 2017 12:13 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sjá meira
Einn látinn og átta slasaðir í London Einn er látinn og átta slasaðir eftir að maður ók sendiferðabíl inn í hóp fólks fyrir utan mosku í norðurhluta Lundúna um miðnætti í gær. 19. júní 2017 07:08
Myndband sýnir almenning yfirbuga árásarmanninn í London Í myndbandinu má sjá fólk halda manninum niðri á meðan beðið var eftir lögreglunni. 19. júní 2017 12:57
Keyrt á hóp fólks í London Einn hefur verið handtekinn og einhverjir eru alvarlega slasaðir. 19. júní 2017 01:30
Theresa May boðar hertar aðgerðir og segir öfgahópa vera margskonar Öryggismálanefnd bresku ríkisstjórnarinnar hefur fundað eftir árásina. Sérstaklega verður haft auga með moskum í London næstu daga. 19. júní 2017 12:13