Velta Costco meiri en Bónuss Jón Hákon Halldórsson skrifar 2. júní 2017 08:45 Upplýsingar benda til þess að veltan í Costco hafi verið meiri en í verslunum Bónuss samanlagt fyrstu dagana eftir opnun Costco. vísir/anton brink Vísbendingar eru um að velta í Costco hafi verið meiri en velta Bónuss fyrstu daga eftir opnun verslunarinnar, samkvæmt tölum Meniga. Þær upplýsingar byggja á kortaveltu. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins var veltan í Costco 32 prósent af heildarveltunni á dagvörumarkaði á fyrstu dögum eftir opnun en markaðshlutdeild Bónuss var 28 prósent. Meniga hefur ekki viljað gera tölurnar opinberar í ljósi þess að enn á eftir að fullvinna upplýsingarnar. Þetta er mun meiri markaðshlutdeild en keppinautar Bónuss og Krónunnar á markaðnum hafa hingað til haft. Tölurnar eru eftirtektarverðar í ljósi þess að Bónus rekur 32 verslanir um allt land, þar af 20 á höfuðborgarsvæðinu. Costco rekur hins vegar eina verslun í Kauptúni í Garðabæ. Á hinn bóginn selur Costco meira en bara dagvöru. Það eru oft vörur sem kosta tugi þúsunda. Verslanirnar eru því ekki að öllu leyti sambærilegar. Tölurnar benda engu að síður til aukinnar samkeppni á dagvörumarkaði með opnun Costco. Samkeppniseftirlitið gaf út skýrslu um samkeppni á dagvörumarkaði árið 2015. Þar er vakin athygli á að ójöfn kjör verslana hjá birgjum kynnu að hindra samkeppni á lágvöruverðsmarkaði. Nokkrir nýir aðilar hafi náð að hasla sér völl á dagvörumarkaði og samkeppni því aukist. Þar er vísað til þess að verslanakeðjan 10-11 var seld frá Högum árið 2011 og til varð sjálfstæð eining sem sameinaðist síðan Iceland verslununum. Að auki voru verslanirnar Kostur og Víðir settar á fót. „Ef umræddar verslanir (og hugsanlega fleiri keppinautar) eiga að hafa raunhæfa möguleika á að hasla sér völl á lágvörumarkaði fyrir dagvörur er nauðsynlegt að birgjar jafni kjör verslana nema þeir geti sýnt fram á að hlutlægar ástæður réttlæti mismunandi kjör. Að mati Samkeppniseftirlitsins er mikið verk óunnið í þessu sambandi,“ segir í skýrslunni. Fullyrt var í Viðskiptablaðinu í gær að Hagar hefðu sent íslenskum framleiðendum skilaboð um að ef þeir hygðust selja vörur sínar í Costco yrðu þær teknar úr hillum Bónuss og Hagkaupa. Finnur Árnason, forstjóri Haga, segir þessar fullyrðingar vera rógburð. Costco Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Vísbendingar eru um að velta í Costco hafi verið meiri en velta Bónuss fyrstu daga eftir opnun verslunarinnar, samkvæmt tölum Meniga. Þær upplýsingar byggja á kortaveltu. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins var veltan í Costco 32 prósent af heildarveltunni á dagvörumarkaði á fyrstu dögum eftir opnun en markaðshlutdeild Bónuss var 28 prósent. Meniga hefur ekki viljað gera tölurnar opinberar í ljósi þess að enn á eftir að fullvinna upplýsingarnar. Þetta er mun meiri markaðshlutdeild en keppinautar Bónuss og Krónunnar á markaðnum hafa hingað til haft. Tölurnar eru eftirtektarverðar í ljósi þess að Bónus rekur 32 verslanir um allt land, þar af 20 á höfuðborgarsvæðinu. Costco rekur hins vegar eina verslun í Kauptúni í Garðabæ. Á hinn bóginn selur Costco meira en bara dagvöru. Það eru oft vörur sem kosta tugi þúsunda. Verslanirnar eru því ekki að öllu leyti sambærilegar. Tölurnar benda engu að síður til aukinnar samkeppni á dagvörumarkaði með opnun Costco. Samkeppniseftirlitið gaf út skýrslu um samkeppni á dagvörumarkaði árið 2015. Þar er vakin athygli á að ójöfn kjör verslana hjá birgjum kynnu að hindra samkeppni á lágvöruverðsmarkaði. Nokkrir nýir aðilar hafi náð að hasla sér völl á dagvörumarkaði og samkeppni því aukist. Þar er vísað til þess að verslanakeðjan 10-11 var seld frá Högum árið 2011 og til varð sjálfstæð eining sem sameinaðist síðan Iceland verslununum. Að auki voru verslanirnar Kostur og Víðir settar á fót. „Ef umræddar verslanir (og hugsanlega fleiri keppinautar) eiga að hafa raunhæfa möguleika á að hasla sér völl á lágvörumarkaði fyrir dagvörur er nauðsynlegt að birgjar jafni kjör verslana nema þeir geti sýnt fram á að hlutlægar ástæður réttlæti mismunandi kjör. Að mati Samkeppniseftirlitsins er mikið verk óunnið í þessu sambandi,“ segir í skýrslunni. Fullyrt var í Viðskiptablaðinu í gær að Hagar hefðu sent íslenskum framleiðendum skilaboð um að ef þeir hygðust selja vörur sínar í Costco yrðu þær teknar úr hillum Bónuss og Hagkaupa. Finnur Árnason, forstjóri Haga, segir þessar fullyrðingar vera rógburð.
Costco Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira