Innlent

Sami dómur þrátt fyrir margfalda upphæð

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Stúlkan var tíu ára þegar maðurinn braut á henni.
Stúlkan var tíu ára þegar maðurinn braut á henni. vísir/gva
Þann 31. maí síðastliðinn var kona á fertugsaldri dæmd í 30 daga fangelsi, skilorðsbundið til tveggja ára, fyrir að stela kjötvöru úr verslunum Krónunnar og Bónus. Brotin voru alls sex talsins, á fimm mánaða tímabili, og nam andvirði ávinningsins tæpum 85 þúsund krónum.

Sama dag hlaut karlmaður á sextugsaldri jafnþungan dóm fyrir það að grípa samloku úr 10-11 og borða hana án þess að greiða fyrir hana. Verðmæti samlokunnar var 599 krónur.

Bæði málin eru áþekk. Hvorugur aðila mætti fyrir dóm og var málið því dómtekið um leið. Bæði höfðu áður gerst sek um svipuð brot, annað í tvígang en hitt í þrígang, og engan sakarkostnað leiddi af málunum.


Tengdar fréttir

Fangelsisdómur fyrir að stela samloku úr 10-11

Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í gær 53 ára karlmann í 30 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa stolið samloku úr verslun 10-11 við Austurstræti í janúar síðastliðnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×