22 létust og tugir særðust í hryðjuverkaárás í borginni á dögunum en tónleikarnir á sunnudaginn fóru fram á krikketvellinum Old Trafford í Manchester og var pláss fyrir 50.000 manns.
Tónleikarnir voru haldnir í skugga hryðjuverkaárásarinnar í London á laugardagskvöldið en þar létust sjö og 48 særðust.
Justin Bieber, Katy Perry, Take That, One Direction's Niall Horan, Miley Cyrus, Usher og Pharrell kom fram á tónleikunum og rann allur ágóði tónleikanna fer til samtakanna We Love Manchester.
Það sem vakti sérstaka athygli á tónleikunum var frammistaða Ariönu Grande, Chris Martin, Liam Gallagher og Robbie Williams.
Eins og margir vita er Gallagher frá Manchester og hefur hann í gegnum tíðina haldið merki borgarinnar á lofti.
Robbie Williams var í vandræðum með tilfinningarnar þegar hann tók lagið Angels. Það sama má segja um Grande sjálfa þegar hún tók One Last Time. Justin Bieber tók einnig tvö lög og táraðist hann í miðjum flutningi.
Hér að neðan má sjá nokkra hápunkta frá því á sunnudagskvöldið.