Hin ástralska Sara lét lífið í árásinni í London Atli Ísleifsson skrifar 7. júní 2017 11:19 Sara Zelenak starfaði sem au pair í London. Facebook Hin 21 árs Sara Zelenak er annar ástralski ríkisborgarinn sem tilkynnt er að hafi látið lífið í hryðjuverkaárásinni í London á laugardag. Ástralskir fjölmiðlar segja að Zelenak hafi komið frá Brisbane og starfað sem au pair í London. Vinnuveitendur hennar höfðu gefið henni frí á laugardagskvöldinu og var hún úti að skemmta sér með vini sínum þegar árásarmennirnir létu til skarar skríða á London Bridge. Sjö manns létu lífið og tugir særðust í árás laugardagsins, þar sem árásarmennirnir óku sendiferðabíl á London Bridge áður en þeir fóru út úr bílnum og stungu alla þá sem urðu á vegi þeirra í kringum Borough Market. Julie Bishop, utanríkisráðherra Ástralíu, staðfesti í morgun að tveir Ástralir hafi látið lífið í árásinni í London. Síðar greindi forsætisráðherrann Malcolm Turnbull að yfirvöld hafi verið í sambandi við fjölskyldu hinnar 21 árs Söru Zelenak og hinnar 28 ára Kirsty Boden, sem einnig lést í árásinni. Áður hafði verið greint frá því að Boden hafi látið lífið í árásinni. Fjölskylda Söru hefur lýst henni sem mjög sérstakri og vinalegri sem gerði ekkert rangt. Breskir fjölmiðlar segja frá því að Sara haft átt miða á tónleika bandarísku söngkonunnar Ariönu Grande í Manchester þann 22. maí þar sem 22 manns fórust og tugir særðust í hryðjuverkaárás að þeim loknum. Sara fór hins vegar aldrei á tónleikana. Þá á hún einnig að hafa verið stödd nálægt Westminster brúnni þegar árásin var framin þar í mars. Hryðjuverk í London Tengdar fréttir Árásin í London: Þriðji árásarmaðurinn nafngreindur Hinn marokkósk-ítalski Youssef Zaghba var þriðji árásarmaðurinn í London á laugardagskvöldið. 6. júní 2017 10:36 May segir mannréttindi ekki munu stoppa baráttuna gegn hryðjuverkum Forsætisráðherra Bretlands, Theresa May, boðar aukna hörku og mögulegt afnám mannréttinda í baráttunni gegn hryðjuverkum rétt fyrir þingkosniningar. Hún hefur legið undir gagnrýni fyrir að hafa veikt löggæslu í embættistíð sinni. 6. júní 2017 19:49 Árásin í London: Lík hins franska Xavier Thomas fannst í Thames Frakkans hafði verið saknað síðan á laugardag. 7. júní 2017 10:33 Mest lesið Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Fleiri fréttir Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Sjá meira
Hin 21 árs Sara Zelenak er annar ástralski ríkisborgarinn sem tilkynnt er að hafi látið lífið í hryðjuverkaárásinni í London á laugardag. Ástralskir fjölmiðlar segja að Zelenak hafi komið frá Brisbane og starfað sem au pair í London. Vinnuveitendur hennar höfðu gefið henni frí á laugardagskvöldinu og var hún úti að skemmta sér með vini sínum þegar árásarmennirnir létu til skarar skríða á London Bridge. Sjö manns létu lífið og tugir særðust í árás laugardagsins, þar sem árásarmennirnir óku sendiferðabíl á London Bridge áður en þeir fóru út úr bílnum og stungu alla þá sem urðu á vegi þeirra í kringum Borough Market. Julie Bishop, utanríkisráðherra Ástralíu, staðfesti í morgun að tveir Ástralir hafi látið lífið í árásinni í London. Síðar greindi forsætisráðherrann Malcolm Turnbull að yfirvöld hafi verið í sambandi við fjölskyldu hinnar 21 árs Söru Zelenak og hinnar 28 ára Kirsty Boden, sem einnig lést í árásinni. Áður hafði verið greint frá því að Boden hafi látið lífið í árásinni. Fjölskylda Söru hefur lýst henni sem mjög sérstakri og vinalegri sem gerði ekkert rangt. Breskir fjölmiðlar segja frá því að Sara haft átt miða á tónleika bandarísku söngkonunnar Ariönu Grande í Manchester þann 22. maí þar sem 22 manns fórust og tugir særðust í hryðjuverkaárás að þeim loknum. Sara fór hins vegar aldrei á tónleikana. Þá á hún einnig að hafa verið stödd nálægt Westminster brúnni þegar árásin var framin þar í mars.
Hryðjuverk í London Tengdar fréttir Árásin í London: Þriðji árásarmaðurinn nafngreindur Hinn marokkósk-ítalski Youssef Zaghba var þriðji árásarmaðurinn í London á laugardagskvöldið. 6. júní 2017 10:36 May segir mannréttindi ekki munu stoppa baráttuna gegn hryðjuverkum Forsætisráðherra Bretlands, Theresa May, boðar aukna hörku og mögulegt afnám mannréttinda í baráttunni gegn hryðjuverkum rétt fyrir þingkosniningar. Hún hefur legið undir gagnrýni fyrir að hafa veikt löggæslu í embættistíð sinni. 6. júní 2017 19:49 Árásin í London: Lík hins franska Xavier Thomas fannst í Thames Frakkans hafði verið saknað síðan á laugardag. 7. júní 2017 10:33 Mest lesið Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Fleiri fréttir Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Sjá meira
Árásin í London: Þriðji árásarmaðurinn nafngreindur Hinn marokkósk-ítalski Youssef Zaghba var þriðji árásarmaðurinn í London á laugardagskvöldið. 6. júní 2017 10:36
May segir mannréttindi ekki munu stoppa baráttuna gegn hryðjuverkum Forsætisráðherra Bretlands, Theresa May, boðar aukna hörku og mögulegt afnám mannréttinda í baráttunni gegn hryðjuverkum rétt fyrir þingkosniningar. Hún hefur legið undir gagnrýni fyrir að hafa veikt löggæslu í embættistíð sinni. 6. júní 2017 19:49
Árásin í London: Lík hins franska Xavier Thomas fannst í Thames Frakkans hafði verið saknað síðan á laugardag. 7. júní 2017 10:33