Frakklandsforseti frumsýnir nýjan vef og gefur Trump tóninn Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 9. júní 2017 11:45 Trump og Macron á leiðtogafundi NATO á dögunum. Visir/Getty „Make Our Planet Great Again“ er heiti á nýjum vef sem Emmanuel Macron, nýkjörinn forseti Frakklands, frumsýndi í gær. Vefurinn er helgaður loftslagsmálum en á honum er kallað eftir sérfræðingum, kennurum, nemendum og ábyrgum borgurum sem geti lagt baráttunni lið. Opnun síðunnar er liður í því að framfylgja loforði sem Macron hefur gefið í umhverfis-og loftslagsmálum. Hann hefur einsett sér það markmið að Frakkland verði í broddi fylkingar í loftslagsmálum. Í stöðuuppfærslu forsetans á samfélagsmiðlinum Facebook hlekkir hann í nýja vefinn með skilaboðum þess efnis að yfirvöld hyggist „framfylgja gefnum loforðum“. Nafngift vefsins er skopstæling á aðalslagorði úr kosningabaráttu Donalds Trumps Bandaríkjaforseta: „Make America Great Again“. Útúrsnúningurinn á slagorðinu fleyga eru viðbrögð Macrons við ákvörðun Trumps um að draga sig úr Parísarsáttmálanum. Á vefnum kemur meðal annars fram að ákvörðun Trumps hafi ekki verið heppileg en hún hafi að sama skapi tvíelft einurð þeirra og staðfestu. Að sama skapi vonast Macron til þess að fólk láti ákvörðun Trumps ekki draga úr sér mátt og undirstrikar ábyrgð hvers og eins í loftslagsmálum.Í myndbandinu hér að neðan má sjá viðbrögð Macrons við ákvörðun Trumps um að draga Bandaríkin úr Parísarsáttmálanum. Donald Trump Loftslagsmál Tengdar fréttir Viðbrögð leiðtoga við ákvörðun Trumps Barack Obama, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og sá sem stóð að baki samkomulaginu, gagnrýnir Trump harðlega og segir hann vera að "hafna framtíðinni.“ 1. júní 2017 23:37 Bandaríkin hætta aðild að Parísarsamkomulaginu Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tilkynnti á sjöunda tímanum á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í kvöld að Bandaríkin hygðust draga sig út úr Parísarsamkomulaginu. 1. júní 2017 18:37 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Miklar tafir vegna umferðarslyss í Hörgársveit Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Fleiri fréttir Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Sjá meira
„Make Our Planet Great Again“ er heiti á nýjum vef sem Emmanuel Macron, nýkjörinn forseti Frakklands, frumsýndi í gær. Vefurinn er helgaður loftslagsmálum en á honum er kallað eftir sérfræðingum, kennurum, nemendum og ábyrgum borgurum sem geti lagt baráttunni lið. Opnun síðunnar er liður í því að framfylgja loforði sem Macron hefur gefið í umhverfis-og loftslagsmálum. Hann hefur einsett sér það markmið að Frakkland verði í broddi fylkingar í loftslagsmálum. Í stöðuuppfærslu forsetans á samfélagsmiðlinum Facebook hlekkir hann í nýja vefinn með skilaboðum þess efnis að yfirvöld hyggist „framfylgja gefnum loforðum“. Nafngift vefsins er skopstæling á aðalslagorði úr kosningabaráttu Donalds Trumps Bandaríkjaforseta: „Make America Great Again“. Útúrsnúningurinn á slagorðinu fleyga eru viðbrögð Macrons við ákvörðun Trumps um að draga sig úr Parísarsáttmálanum. Á vefnum kemur meðal annars fram að ákvörðun Trumps hafi ekki verið heppileg en hún hafi að sama skapi tvíelft einurð þeirra og staðfestu. Að sama skapi vonast Macron til þess að fólk láti ákvörðun Trumps ekki draga úr sér mátt og undirstrikar ábyrgð hvers og eins í loftslagsmálum.Í myndbandinu hér að neðan má sjá viðbrögð Macrons við ákvörðun Trumps um að draga Bandaríkin úr Parísarsáttmálanum.
Donald Trump Loftslagsmál Tengdar fréttir Viðbrögð leiðtoga við ákvörðun Trumps Barack Obama, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og sá sem stóð að baki samkomulaginu, gagnrýnir Trump harðlega og segir hann vera að "hafna framtíðinni.“ 1. júní 2017 23:37 Bandaríkin hætta aðild að Parísarsamkomulaginu Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tilkynnti á sjöunda tímanum á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í kvöld að Bandaríkin hygðust draga sig út úr Parísarsamkomulaginu. 1. júní 2017 18:37 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Miklar tafir vegna umferðarslyss í Hörgársveit Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Fleiri fréttir Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Sjá meira
Viðbrögð leiðtoga við ákvörðun Trumps Barack Obama, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og sá sem stóð að baki samkomulaginu, gagnrýnir Trump harðlega og segir hann vera að "hafna framtíðinni.“ 1. júní 2017 23:37
Bandaríkin hætta aðild að Parísarsamkomulaginu Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tilkynnti á sjöunda tímanum á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í kvöld að Bandaríkin hygðust draga sig út úr Parísarsamkomulaginu. 1. júní 2017 18:37