Minni verðbólga vegna Costco Jón Hákon Halldórsson skrifar 30. maí 2017 07:00 Costco hefur undanfarið boðið eldsneyti á mun lægra verði en önnur olíufélög. vísir/ernir Óbeinna áhrifa af opnun Costco gætir í nýjustu verðbólgumælingu Hagstofunnar. Um þetta eru hagfræðingar greiningardeildar Arion banka og hagfræðideildar Landsbankans sammála. Neysluverðsvísitalan í maí hækkaði um 0,2%. Sé horft fram hjá húsnæðisliðnum lækkaði neysluverðsvísitalan um 0,4%. Niðurstaðan er sú að tólf mánaða verðbólga fer úr 1,9% í 1,7%. Gústaf Steingrímsson, hagfræðingur í hagfræðideild Landsbankans, segir verð í ákveðnum vöruflokkum hafa lækkað, ólíkt því sem búast hefði mátt við. Þar nefnir hann föt, raftæki, snyrtivörur, tómstundavörur og varahluti í bíla. „Það eru sterkar vísbendingar um að áhrif Costco hafi verið þarna til staðar,“ segir Gústaf en bendir á að þar sé um að ræða lækkanir vöruverðs hjá þeim verslunum sem voru fyrir á markaðnum og hafa verið að undirbúa sig undir opnun Costco. Undir þetta tekur Erna Sverrisdóttir, hagfræðingur hjá greiningardeild Arion banka. Hún segir ekki vera hægt að sjá bein áhrif af opnun Costco strax. Mæling Hagstofunnar hafi verið gerð 8. til 12. maí, fyrir opnun Costco. Næsta mæling fari fram 12. til 16. júní. Erna segir að það verði spennandi að sjá hver beinu áhrifin af Costco á verðlagsvísitöluna verði. En Hagstofan muni taka tillit til markaðshlutdeildar verslunarinnar í útreikningum sínum. Costco Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Keppinautar Costco lækka í Kauphöllinni Hagar, N1 og Skeljungur hafa öll lækkað um rúmlega 2 prósent í Kauphöllinni það sem af er degi. 29. maí 2017 10:56 Segir verðsamanburð við Costco verða að vera á málefnalegum grunni Formaður Samtaka verslunar og þjónustu vonast til þess að með tilkomu verslunarrisans verði umræðan um verð og verslun á Íslandi betri og málefnalegri. 28. maí 2017 12:54 Framkvæmdastjóri IKEA: „Menn hafa farið fram með truntuskap og okri mjög lengi“ Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri IKEA, spáir því að Costco muni opna aðra búð hér á landi innan þriggja til fjögurra ára og þá í norðurhluta höfuðborgarsvæðisins, nálægt Grafarvogi eða Mosfellsbæ. Þórarinn kveðst hafa haft miklar væntingar til Costco og að verslunin myndi breyta módelinu í verslun hér. 29. maí 2017 18:26 Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Óbeinna áhrifa af opnun Costco gætir í nýjustu verðbólgumælingu Hagstofunnar. Um þetta eru hagfræðingar greiningardeildar Arion banka og hagfræðideildar Landsbankans sammála. Neysluverðsvísitalan í maí hækkaði um 0,2%. Sé horft fram hjá húsnæðisliðnum lækkaði neysluverðsvísitalan um 0,4%. Niðurstaðan er sú að tólf mánaða verðbólga fer úr 1,9% í 1,7%. Gústaf Steingrímsson, hagfræðingur í hagfræðideild Landsbankans, segir verð í ákveðnum vöruflokkum hafa lækkað, ólíkt því sem búast hefði mátt við. Þar nefnir hann föt, raftæki, snyrtivörur, tómstundavörur og varahluti í bíla. „Það eru sterkar vísbendingar um að áhrif Costco hafi verið þarna til staðar,“ segir Gústaf en bendir á að þar sé um að ræða lækkanir vöruverðs hjá þeim verslunum sem voru fyrir á markaðnum og hafa verið að undirbúa sig undir opnun Costco. Undir þetta tekur Erna Sverrisdóttir, hagfræðingur hjá greiningardeild Arion banka. Hún segir ekki vera hægt að sjá bein áhrif af opnun Costco strax. Mæling Hagstofunnar hafi verið gerð 8. til 12. maí, fyrir opnun Costco. Næsta mæling fari fram 12. til 16. júní. Erna segir að það verði spennandi að sjá hver beinu áhrifin af Costco á verðlagsvísitöluna verði. En Hagstofan muni taka tillit til markaðshlutdeildar verslunarinnar í útreikningum sínum.
Costco Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Keppinautar Costco lækka í Kauphöllinni Hagar, N1 og Skeljungur hafa öll lækkað um rúmlega 2 prósent í Kauphöllinni það sem af er degi. 29. maí 2017 10:56 Segir verðsamanburð við Costco verða að vera á málefnalegum grunni Formaður Samtaka verslunar og þjónustu vonast til þess að með tilkomu verslunarrisans verði umræðan um verð og verslun á Íslandi betri og málefnalegri. 28. maí 2017 12:54 Framkvæmdastjóri IKEA: „Menn hafa farið fram með truntuskap og okri mjög lengi“ Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri IKEA, spáir því að Costco muni opna aðra búð hér á landi innan þriggja til fjögurra ára og þá í norðurhluta höfuðborgarsvæðisins, nálægt Grafarvogi eða Mosfellsbæ. Þórarinn kveðst hafa haft miklar væntingar til Costco og að verslunin myndi breyta módelinu í verslun hér. 29. maí 2017 18:26 Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Keppinautar Costco lækka í Kauphöllinni Hagar, N1 og Skeljungur hafa öll lækkað um rúmlega 2 prósent í Kauphöllinni það sem af er degi. 29. maí 2017 10:56
Segir verðsamanburð við Costco verða að vera á málefnalegum grunni Formaður Samtaka verslunar og þjónustu vonast til þess að með tilkomu verslunarrisans verði umræðan um verð og verslun á Íslandi betri og málefnalegri. 28. maí 2017 12:54
Framkvæmdastjóri IKEA: „Menn hafa farið fram með truntuskap og okri mjög lengi“ Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri IKEA, spáir því að Costco muni opna aðra búð hér á landi innan þriggja til fjögurra ára og þá í norðurhluta höfuðborgarsvæðisins, nálægt Grafarvogi eða Mosfellsbæ. Þórarinn kveðst hafa haft miklar væntingar til Costco og að verslunin myndi breyta módelinu í verslun hér. 29. maí 2017 18:26