Airbnb-leiga í Reykjavík eykst um níutíu prósent á milli ára Erla Björg Gunnarsdóttir og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 30. maí 2017 21:15 Sérfræðingur um áhrif Airbnb á borgir segir að stjórnvöld verði að koma böndum á Airbnb-leigu í Reykjavík til að ráða við húsnæðismarkaðinn og offjölgun ferðamanna. Airbnb-leiga í Reykjavík hefur aukist um níutíu prósent á milli ára á fyrsta fjórðungi þessa árs miðað við fyrsta ársfjórðung í fyrra og um sextíu prósent íslenskra gestgjafa eru með fleiri en tvær eignir í útleigu. Dr. Jeroen Oskam er prófessor í hótelháskóla í Hollandi og hefur greint stöðu Airbnb og áhrif þess á ferðaþjónustu og borgarlíf. Á hádegisfundi Samtaka ferðaþjónustunnar í dag kynnti hann stöðuna á Airbnb í Reykjavík í samanburði við aðrar stórborgir í Evrópu, en sérstaða Reykjavíkur er hversu hátt hlutfall fasteigna borgarinnar er í útleigu.Markaðshlutdeildin geti verið 24 prósent Samkvæmt greiningu Oskam lítur markaðshlutdeild Airbnb á gistimarkaði fyrir að vera um 24 prósent á árinu 2016 þó skortur á gagnsæi vegna Airbnb geri það erfitt að fullyrða með vissu um hlutdeildina, að því er fram kemur í tilkynningu SAF. Þá er áætlað að tekjur af Airbnb gistingu hér á landi á liðnu ári hafi numið 5,7 milljörðum króna. Árið 2016 voru 4256 eignir í útleigu í Reykjavík en um 1000 fleiri voru á skrá Airbnb-síður. Ríflega 416 þúsund nætur voru í útleigu og hver leiga var að meðaltali þrír og hálfur dagur. Gestir í hverri íbúð voru að meðaltali 2,8 til 3,7. Samtals gistu því 380 þúsund ferðamenn í Airbnb-íbúðum í Reykjavík árið 2016. Nú á fyrsta fjórðungi ársins 2017 hefur svo orðið 90 prósent aukning á leigu sé miðað við fyrsta fjórðung ársins 2016. „Áhyggjur mínar af Reykjavík eru þær að hafi fólk hús í miðborginni sem það vill leigja. Í fyrsta lagi er þetta mjög dýrt en í öðru lagi þá vill enginn búa í miðborg því það verður ekkert gaman að búa þar því göturnar þar verða tómar,“ segir Dr. Oskam.Meirihluti að leigja út fleiri en eina eign Á Íslandi eru eingöngu 40 prósent gestgjafa með eina eign í leigu og þá í mörgum tilfellum eigið heimili. Í tæplega 16 prósentum tilfella eru gestgjafar með tvær eignir til leigu í Airbnb, 32 prósent með 3 til 10 eignir og 11,5 prósent með meira en tíu eignir. Dr. Oskam segir þessa þróun vera langt frá hugmyndafræði Airbnb. „Airbnb keyrir á þeirri ímynd að það hafi áhrif til framfara í borgum og styðji við þá borgarbúa sem þurfi á því að halda. Staðreyndin er hins vegar sú að Airbnb keyrir áfram breytingar í miðborgum sem gerir það í raun ómögulegt fyrir þá sem hafa minna á milli handanna að búa þar.“ Dr. Oskam telur ekki hægt að banna Airbnb á Íslandi og erfitt hafi reynst að koma á lögum í öðrum borgum en hann hvetur borgir sem hafa glímt við mikinn fjölda Airbnb-íbúða og áhrif hans að komast að því hvað er í raun að gerast í borgunum vegna Airbnb. Þá sé mikilvægt að borgirnar vinni saman og segi Airbnb hversu neikvæð áhrif það hefur á borgirnar. Þannig geti þær krafið fyrirtækið um tölfræðiupplýsingar sem það vill síður láta af hendi svo borgaryfirvöld megi koma í veg fyrir offjölgun ferðamanna, neikvæð áhrif á húsnæðismarkaðinn og svo framvegis. Tengdar fréttir Gæti breytt miklu fyrir Airbnb-gestgjafa Þess er beðið að dómur falli í Hæstarétti sem gæti haft veruleg hamlandi áhrif á starfsemi Airbnb hér á landi. 30. maí 2017 07:00 Græðum meira en aðrir á Airbnb Yfir helmingur Airbnb-gestgjafa í Reykjavík hafa fleiri en eina íbúð til útleigu á vefsíðunni. Reykjavík fær miklu fleiri Airbnb-gesti hingað til lands á ári en borgir sem eru mun fjölmennari. 29. maí 2017 06:00 Mest lesið Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira
Sérfræðingur um áhrif Airbnb á borgir segir að stjórnvöld verði að koma böndum á Airbnb-leigu í Reykjavík til að ráða við húsnæðismarkaðinn og offjölgun ferðamanna. Airbnb-leiga í Reykjavík hefur aukist um níutíu prósent á milli ára á fyrsta fjórðungi þessa árs miðað við fyrsta ársfjórðung í fyrra og um sextíu prósent íslenskra gestgjafa eru með fleiri en tvær eignir í útleigu. Dr. Jeroen Oskam er prófessor í hótelháskóla í Hollandi og hefur greint stöðu Airbnb og áhrif þess á ferðaþjónustu og borgarlíf. Á hádegisfundi Samtaka ferðaþjónustunnar í dag kynnti hann stöðuna á Airbnb í Reykjavík í samanburði við aðrar stórborgir í Evrópu, en sérstaða Reykjavíkur er hversu hátt hlutfall fasteigna borgarinnar er í útleigu.Markaðshlutdeildin geti verið 24 prósent Samkvæmt greiningu Oskam lítur markaðshlutdeild Airbnb á gistimarkaði fyrir að vera um 24 prósent á árinu 2016 þó skortur á gagnsæi vegna Airbnb geri það erfitt að fullyrða með vissu um hlutdeildina, að því er fram kemur í tilkynningu SAF. Þá er áætlað að tekjur af Airbnb gistingu hér á landi á liðnu ári hafi numið 5,7 milljörðum króna. Árið 2016 voru 4256 eignir í útleigu í Reykjavík en um 1000 fleiri voru á skrá Airbnb-síður. Ríflega 416 þúsund nætur voru í útleigu og hver leiga var að meðaltali þrír og hálfur dagur. Gestir í hverri íbúð voru að meðaltali 2,8 til 3,7. Samtals gistu því 380 þúsund ferðamenn í Airbnb-íbúðum í Reykjavík árið 2016. Nú á fyrsta fjórðungi ársins 2017 hefur svo orðið 90 prósent aukning á leigu sé miðað við fyrsta fjórðung ársins 2016. „Áhyggjur mínar af Reykjavík eru þær að hafi fólk hús í miðborginni sem það vill leigja. Í fyrsta lagi er þetta mjög dýrt en í öðru lagi þá vill enginn búa í miðborg því það verður ekkert gaman að búa þar því göturnar þar verða tómar,“ segir Dr. Oskam.Meirihluti að leigja út fleiri en eina eign Á Íslandi eru eingöngu 40 prósent gestgjafa með eina eign í leigu og þá í mörgum tilfellum eigið heimili. Í tæplega 16 prósentum tilfella eru gestgjafar með tvær eignir til leigu í Airbnb, 32 prósent með 3 til 10 eignir og 11,5 prósent með meira en tíu eignir. Dr. Oskam segir þessa þróun vera langt frá hugmyndafræði Airbnb. „Airbnb keyrir á þeirri ímynd að það hafi áhrif til framfara í borgum og styðji við þá borgarbúa sem þurfi á því að halda. Staðreyndin er hins vegar sú að Airbnb keyrir áfram breytingar í miðborgum sem gerir það í raun ómögulegt fyrir þá sem hafa minna á milli handanna að búa þar.“ Dr. Oskam telur ekki hægt að banna Airbnb á Íslandi og erfitt hafi reynst að koma á lögum í öðrum borgum en hann hvetur borgir sem hafa glímt við mikinn fjölda Airbnb-íbúða og áhrif hans að komast að því hvað er í raun að gerast í borgunum vegna Airbnb. Þá sé mikilvægt að borgirnar vinni saman og segi Airbnb hversu neikvæð áhrif það hefur á borgirnar. Þannig geti þær krafið fyrirtækið um tölfræðiupplýsingar sem það vill síður láta af hendi svo borgaryfirvöld megi koma í veg fyrir offjölgun ferðamanna, neikvæð áhrif á húsnæðismarkaðinn og svo framvegis.
Tengdar fréttir Gæti breytt miklu fyrir Airbnb-gestgjafa Þess er beðið að dómur falli í Hæstarétti sem gæti haft veruleg hamlandi áhrif á starfsemi Airbnb hér á landi. 30. maí 2017 07:00 Græðum meira en aðrir á Airbnb Yfir helmingur Airbnb-gestgjafa í Reykjavík hafa fleiri en eina íbúð til útleigu á vefsíðunni. Reykjavík fær miklu fleiri Airbnb-gesti hingað til lands á ári en borgir sem eru mun fjölmennari. 29. maí 2017 06:00 Mest lesið Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira
Gæti breytt miklu fyrir Airbnb-gestgjafa Þess er beðið að dómur falli í Hæstarétti sem gæti haft veruleg hamlandi áhrif á starfsemi Airbnb hér á landi. 30. maí 2017 07:00
Græðum meira en aðrir á Airbnb Yfir helmingur Airbnb-gestgjafa í Reykjavík hafa fleiri en eina íbúð til útleigu á vefsíðunni. Reykjavík fær miklu fleiri Airbnb-gesti hingað til lands á ári en borgir sem eru mun fjölmennari. 29. maí 2017 06:00