Brown: Button er mjög spenntur fyrir Mónakó Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 21. maí 2017 19:30 Jenson Button hefur haft það náðugt síðan hann lagði hjálminn óformlega á hilluna í Abú Dabí í fyrra. Vísir/Getty Zak Brown, framkvæmdastjóri Mclaren liðsins segir ekkert til í athugasemdum Mark Webber um að Jenson Button taki Mónakó kappkasturinn ekki alvarlega. Button mun snúa aftur til keppni fyrir McLaren næstu helgi, þegar Mónakó kappaksturinn fer fram. Button mun taka sæti Fernando Alonso sem verður upptekinn vegna þátttöku í Indy 500 kappakstrinum í Bandaríkjunum, sem fram fer sama dag og keppnin í Mónakó. Webber sem er góður vinur Button telur að Bretinn hafi lítinn áhuga á að keppninni. Webber byggir skoðun sína á því að Button valdi að taka ekki þátt í æfingum í Barein sem haldnar voru eftir keppnina þar. „Jenson tók ekki þátt í æfingum í Barein, hann tekur þetta ekki alvarlega,“ sagði Webber. Button valdi í staðinn að dvelja í Bandaríkjunum til að taka þatt í þríþrautarkeppni. „Ég held að hann hafi ekki mikinn áhuga. Ég efast um að hann hafi verið fyrri til, til að taka upp símann með það fyrir augum að fá að taka sæti Alonso,“ bætti Webber við. Brown er ósammála Webber. Brown viðurkennir að vita ekki hvort Button og Webber hafa rætt málið sín á milli, en bætti við að Button væri mjög spenntur fyrir því að taka þátt í Mónakó. „Ég tel að Jenson sé mjög spenntur fyrir því að taka þátt í Mónakó. Hann er búinn að koma í verksmiðjuna og verja tíma í herminum okkar. Hann þekkir Mónakó, hann hefur unnið Mónakó,“ sagði Brown. „Hann ók í 17 ár í Formúlu 1, hann hefur raunar bara misst úr fjórar keppnir. Það er ekki eins og hann hafi ekki ekið í þrjú ár. Hann var viss um að hermirinn myndi veita honum besta undirbúninginn. Hann veit hvað hann er að gera,“ sagði Brown að lokum. Formúla Tengdar fréttir Bílskúrinn: Baráttugleði í Barselóna Lewis Hamilton á Mercedes vann spænska kappasturinn um helgina eftir harða baráttu við Sebastian Vettel á Ferrari. Hvernig fór Hamilton að? 15. maí 2017 22:30 Hamilton: Svona á kappakstur að vera Lewis Hamilton vann sína 55. keppni í Formúlu 1 í dag. Hann vann með klókindum liðsins og frábærum tilþrifum. Hver sagði hvað eftir keppnina? 14. maí 2017 14:17 Mest lesið Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Enski boltinn Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Fótbolti Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík Körfubolti „Andleysi og aumingjaskapur í okkur öllum“ Sport Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Fótbolti Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Enski boltinn „Held að allir græði á því að hafa svona mann sem leikstjórnanda“ Körfubolti Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Handbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Zak Brown, framkvæmdastjóri Mclaren liðsins segir ekkert til í athugasemdum Mark Webber um að Jenson Button taki Mónakó kappkasturinn ekki alvarlega. Button mun snúa aftur til keppni fyrir McLaren næstu helgi, þegar Mónakó kappaksturinn fer fram. Button mun taka sæti Fernando Alonso sem verður upptekinn vegna þátttöku í Indy 500 kappakstrinum í Bandaríkjunum, sem fram fer sama dag og keppnin í Mónakó. Webber sem er góður vinur Button telur að Bretinn hafi lítinn áhuga á að keppninni. Webber byggir skoðun sína á því að Button valdi að taka ekki þátt í æfingum í Barein sem haldnar voru eftir keppnina þar. „Jenson tók ekki þátt í æfingum í Barein, hann tekur þetta ekki alvarlega,“ sagði Webber. Button valdi í staðinn að dvelja í Bandaríkjunum til að taka þatt í þríþrautarkeppni. „Ég held að hann hafi ekki mikinn áhuga. Ég efast um að hann hafi verið fyrri til, til að taka upp símann með það fyrir augum að fá að taka sæti Alonso,“ bætti Webber við. Brown er ósammála Webber. Brown viðurkennir að vita ekki hvort Button og Webber hafa rætt málið sín á milli, en bætti við að Button væri mjög spenntur fyrir því að taka þátt í Mónakó. „Ég tel að Jenson sé mjög spenntur fyrir því að taka þátt í Mónakó. Hann er búinn að koma í verksmiðjuna og verja tíma í herminum okkar. Hann þekkir Mónakó, hann hefur unnið Mónakó,“ sagði Brown. „Hann ók í 17 ár í Formúlu 1, hann hefur raunar bara misst úr fjórar keppnir. Það er ekki eins og hann hafi ekki ekið í þrjú ár. Hann var viss um að hermirinn myndi veita honum besta undirbúninginn. Hann veit hvað hann er að gera,“ sagði Brown að lokum.
Formúla Tengdar fréttir Bílskúrinn: Baráttugleði í Barselóna Lewis Hamilton á Mercedes vann spænska kappasturinn um helgina eftir harða baráttu við Sebastian Vettel á Ferrari. Hvernig fór Hamilton að? 15. maí 2017 22:30 Hamilton: Svona á kappakstur að vera Lewis Hamilton vann sína 55. keppni í Formúlu 1 í dag. Hann vann með klókindum liðsins og frábærum tilþrifum. Hver sagði hvað eftir keppnina? 14. maí 2017 14:17 Mest lesið Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Enski boltinn Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Fótbolti Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík Körfubolti „Andleysi og aumingjaskapur í okkur öllum“ Sport Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Fótbolti Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Enski boltinn „Held að allir græði á því að hafa svona mann sem leikstjórnanda“ Körfubolti Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Handbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Bílskúrinn: Baráttugleði í Barselóna Lewis Hamilton á Mercedes vann spænska kappasturinn um helgina eftir harða baráttu við Sebastian Vettel á Ferrari. Hvernig fór Hamilton að? 15. maí 2017 22:30
Hamilton: Svona á kappakstur að vera Lewis Hamilton vann sína 55. keppni í Formúlu 1 í dag. Hann vann með klókindum liðsins og frábærum tilþrifum. Hver sagði hvað eftir keppnina? 14. maí 2017 14:17