Titringur á eldsneytismarkaði vegna lágs verðs hjá Costco Sveinn Arnarsson skrifar 22. maí 2017 06:00 Meðlimir í Costco dældu glaðir í bragði á farartæki sín enda langt síðan svona verð hefur sést. vísir/ernir „Mér finnst þeir koma inn með mjög lágt verð miðað við það sem markaðurinn getur veitt,“ segir Jón Ólafur Halldórsson, forstjóri Olíuverzlunar Íslands, við verðlagningu Costco á eldsneyti.Jón Ólafur Halldórsson, forstjóri Olís.vísir/vilhelmCostco hóf að selja eldsneyti í gær og er verð þar langt undir því sem gengur og gerist á markaði hér á landi. 95 oktana bensín er á 169,90 krónur lítrinn og dísilolía á 164,90 krónur lítrinn. Útsöluverð hinna olíufyrirtækjanna er tæpar 200 krónur án afsláttar. Verð Costco á eldsneyti mun breyta landslaginu á íslenskum eldsneytismarkaði að mati framkvæmdastjóra FÍB. „Þetta er lifandi sönnun þess sem vakin hefur verið athygli á, bæði af okkur í FÍB og samkeppnisyfirvöldum, að álagning á eldsneyti er langt umfram það sem þekkist í nágrannalöndum okkar. Það er fagnaðarefni að það sé hrist upp í þessum markaði,“ segir Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB. „Þetta verð mun hafa gífurleg áhrif á klassískum helsjúkum fákeppnismarkaði. Hinir munu lækka verð um leið því þeir vilja halda áfram að vera í bissness.“ „Við höfum bara verið að bíða eftir því að þeir myndu opna og sú tímamót eru komin núna. Við munum í framhaldinu skoða hvaða áhrif þetta hefur á markaðinn áður en við tökum ákvörðun,“ segir Jón Ólafur, forstjóri Olís. „Við munum einnig þurfa að sjá hvernig Costco spilar úr þessu til lengri tíma. Við vitum ekki hvort þetta sé tilboð dagsins eða hvort þeir haldi þessu verði til streitu. Auðvitað fylgjumst við gaumgæfilega með því við viljum veita samkeppnishæf verð.“ „Hundruð nýrra viðskiptakorta eru seld á hverjum degi núna og við erum mjög spennt fyrir opnun,“ segir Brett Vigelskas, framkvæmdastjóri Costco. Hann segir verðið á eldsneyti hjá Costco vera komið til að vera. „Við erum ekki að selja eldsneyti undir kostnaðarverði. Okkar markmið er að selja hágæðavöru á sem besta verði.“ Costco Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Bensínstöð Costco opnuð á undan búðinni Stefnt er að því að opna bensínstöð Costco við Kauptún í Garðabæ nokkrum dögum áður en verslunin sjálf verður opnuð næstkomandi þriðjudag. Þetta staðfestir Steve Pappas, aðstoðarforstjóri Costco í Evrópu. 18. maí 2017 07:00 Costco sýnir bensínlítrann á 170 krónur Orkan hefur lækkað verð í dag og kostar lítrinn 185,70 krónur á völdum stöðvum í höfuðborginni. 19. maí 2017 11:57 Svæðisstjóri Costco: „Þetta er stærsta opnunin frá því við komum til Evrópu árið 1993“ Verslunarrisinn Costco hefur selt 35 þúsund aðildarkort að versluninni. 21. maí 2017 20:46 Bensínstöð Costco opnuð: Selja bensín á 169,9 krónur Lítrinn af bensíni hefur ekki kostað undir 170 krónur á lítrann síðan árið 2009. 21. maí 2017 13:28 Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
„Mér finnst þeir koma inn með mjög lágt verð miðað við það sem markaðurinn getur veitt,“ segir Jón Ólafur Halldórsson, forstjóri Olíuverzlunar Íslands, við verðlagningu Costco á eldsneyti.Jón Ólafur Halldórsson, forstjóri Olís.vísir/vilhelmCostco hóf að selja eldsneyti í gær og er verð þar langt undir því sem gengur og gerist á markaði hér á landi. 95 oktana bensín er á 169,90 krónur lítrinn og dísilolía á 164,90 krónur lítrinn. Útsöluverð hinna olíufyrirtækjanna er tæpar 200 krónur án afsláttar. Verð Costco á eldsneyti mun breyta landslaginu á íslenskum eldsneytismarkaði að mati framkvæmdastjóra FÍB. „Þetta er lifandi sönnun þess sem vakin hefur verið athygli á, bæði af okkur í FÍB og samkeppnisyfirvöldum, að álagning á eldsneyti er langt umfram það sem þekkist í nágrannalöndum okkar. Það er fagnaðarefni að það sé hrist upp í þessum markaði,“ segir Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB. „Þetta verð mun hafa gífurleg áhrif á klassískum helsjúkum fákeppnismarkaði. Hinir munu lækka verð um leið því þeir vilja halda áfram að vera í bissness.“ „Við höfum bara verið að bíða eftir því að þeir myndu opna og sú tímamót eru komin núna. Við munum í framhaldinu skoða hvaða áhrif þetta hefur á markaðinn áður en við tökum ákvörðun,“ segir Jón Ólafur, forstjóri Olís. „Við munum einnig þurfa að sjá hvernig Costco spilar úr þessu til lengri tíma. Við vitum ekki hvort þetta sé tilboð dagsins eða hvort þeir haldi þessu verði til streitu. Auðvitað fylgjumst við gaumgæfilega með því við viljum veita samkeppnishæf verð.“ „Hundruð nýrra viðskiptakorta eru seld á hverjum degi núna og við erum mjög spennt fyrir opnun,“ segir Brett Vigelskas, framkvæmdastjóri Costco. Hann segir verðið á eldsneyti hjá Costco vera komið til að vera. „Við erum ekki að selja eldsneyti undir kostnaðarverði. Okkar markmið er að selja hágæðavöru á sem besta verði.“
Costco Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Bensínstöð Costco opnuð á undan búðinni Stefnt er að því að opna bensínstöð Costco við Kauptún í Garðabæ nokkrum dögum áður en verslunin sjálf verður opnuð næstkomandi þriðjudag. Þetta staðfestir Steve Pappas, aðstoðarforstjóri Costco í Evrópu. 18. maí 2017 07:00 Costco sýnir bensínlítrann á 170 krónur Orkan hefur lækkað verð í dag og kostar lítrinn 185,70 krónur á völdum stöðvum í höfuðborginni. 19. maí 2017 11:57 Svæðisstjóri Costco: „Þetta er stærsta opnunin frá því við komum til Evrópu árið 1993“ Verslunarrisinn Costco hefur selt 35 þúsund aðildarkort að versluninni. 21. maí 2017 20:46 Bensínstöð Costco opnuð: Selja bensín á 169,9 krónur Lítrinn af bensíni hefur ekki kostað undir 170 krónur á lítrann síðan árið 2009. 21. maí 2017 13:28 Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Bensínstöð Costco opnuð á undan búðinni Stefnt er að því að opna bensínstöð Costco við Kauptún í Garðabæ nokkrum dögum áður en verslunin sjálf verður opnuð næstkomandi þriðjudag. Þetta staðfestir Steve Pappas, aðstoðarforstjóri Costco í Evrópu. 18. maí 2017 07:00
Costco sýnir bensínlítrann á 170 krónur Orkan hefur lækkað verð í dag og kostar lítrinn 185,70 krónur á völdum stöðvum í höfuðborginni. 19. maí 2017 11:57
Svæðisstjóri Costco: „Þetta er stærsta opnunin frá því við komum til Evrópu árið 1993“ Verslunarrisinn Costco hefur selt 35 þúsund aðildarkort að versluninni. 21. maí 2017 20:46
Bensínstöð Costco opnuð: Selja bensín á 169,9 krónur Lítrinn af bensíni hefur ekki kostað undir 170 krónur á lítrann síðan árið 2009. 21. maí 2017 13:28