Það er ekki í samræmi við þær upplýsingar sem liggja fyrir og þar segir einnig að 30 manns hafi látið lífið og 70 hafi særst. Ekkert er tekið fram varðandi það hver framdi árásina.
Sjá einnig: Það sem við vitum um sprengjuárásina í Manchester
Yfirvöld í Bretlandi telja sig vita hver hafi verið að verki en segjast ekki ætla að gefa það út strax. Þau segja einnig að um sjálfsmorðsárás hafi verið að ræða. Hins vegar hefur 23 ára maður verið handtekinn vegna árásarinnar.
Þá segir í yfirlýsingunni, sem birt var á Telegram, að tilgangur árásarinnar hafi verið að hefna fyrir aðgerðir Breta í Sýrlandi og í Írak og að hræða óvini ISIS. Það er í samræmi við aðrar yfirlýsingar samtakanna um aðrar árásir.
#ISIS releases English-language version of claim for #Manchester bombing pic.twitter.com/j8n6lHt1eQ
— SITE Intel Group (@siteintelgroup) May 23, 2017