Costco býður ekki alltaf besta verðið Jón Hákon Halldórsson skrifar 24. maí 2017 07:00 Verslunarrými Costco er 14 þúsund fermetrar. Þar eru meðal annars seld raftæki, föt og matvara. vísir/eyþór „Við erum í verðsamkeppni á hverjum degi og það breytist ekkert þó að Costco komi,“ segir Gestur Hjaltason, framkvæmdastjóri Elko. Það vakti athygli þegar spurðist út í byrjun viku að Costco myndi bjóða bensínlítrann á 30 krónum lægra verði en almennt býðst. Forstjórar N1 og Skeljungs hafa sagt að þeir ætli ekki að keppa við Costco í verði. Gestur segir Elko hins vegar ætla að verða samkeppnishæfa verslun á raftækjamarkaði. Fréttablaðið skoðaði handahófskennt vöruverð í Costco og bar saman við aðrar verslanir. Þar kom til dæmis í ljós að Bose Soundlink Bluetooth hátalari kostaði í gær 21.499 krónur í Costco, en í Elko 19.995 krónur. Verðið á Philips 55" smart sjónvarpi er 99.999 krónur í Costco en verð á sambærilegri vöru var 94.995 í Elko. Gestur segist hafa fylgst vel með aðdragandanum að opnun Costco en segir þróun verðs á þessum tveimur vörum í Elko megi skýra með fleiri þáttum. „Það hefur verið verðhjöðnun í raftækjum í að ég held tvö ár,“ segir hann. Þá sé eðli raftækjasölu að þegar nýjar línur komi inn á markaðinn lækki verð á þeim sem eldri eru. Fyrir stuttu hafi 42" sjónvarpstækin kostað 5-700 þúsund kall. Nú kosti þau innan við 100 þúsund krónur. „Nýjustu módelin eru á 300 þúsund kall og upp í 6-700 þúsund krónur,“ segir hann. En Gestur segir að Elko geti hagnast á opnun Costco, sem sé til marks um að Ísland sé ekki einangruð eyja. Hann geti farið með þau skilaboð til erlendra birgja. „Í einhverjum tilfellum hefur okkur tekist að ná í betri verð. Það skýrir að hluta það sem hefur verið að gerast í okkar verðlagningu.“ Sé horft til matvöru, var Costco í flestum tilfellum með lægra verð en Bónus í þeim vöruflokkum sem skoðaðir voru af handahófi. Hins vegar þarf í mörgum tilfellum að kaupa vöruna í miklu magni í Costco en verðið í Bónus miðast í flestum tilfellum við að hún sé keypt í stykkjatali. Þá vakti athygli að í verslun Costco fæst fatnaður í vinsælum merkjum á lægra verði en víða þekkist. Til dæmis fást þar Levi’s 501 gallabuxur á karla á 6.399 krónur, en þær kosta 11.990 krónur í Levi’s búðinni í Kringlunni. Costco Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Vatn Costco ódýrara en skilagjald flöskunnar Costco í Garðabæ selur hálfan lítra af vatni í plastflöskum á ellefu krónur stykkið. Skilagjald drykkjarumbúða er 16 krónur á flösku og því fimm krónum hærra en verðlagning Costco. 24. maí 2017 07:00 Mest lesið Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Viðskipti innlent Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Viðskipti innlent „Sporttöppum“ aftur komið fyrir Neytendur Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Viðskipti innlent Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Viðskipti innlent Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Viðskipti innlent Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Viðskipti innlent Hver verður Iðnaðarmaður ársins 2025 - kosning Samstarf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Sjá meira
„Við erum í verðsamkeppni á hverjum degi og það breytist ekkert þó að Costco komi,“ segir Gestur Hjaltason, framkvæmdastjóri Elko. Það vakti athygli þegar spurðist út í byrjun viku að Costco myndi bjóða bensínlítrann á 30 krónum lægra verði en almennt býðst. Forstjórar N1 og Skeljungs hafa sagt að þeir ætli ekki að keppa við Costco í verði. Gestur segir Elko hins vegar ætla að verða samkeppnishæfa verslun á raftækjamarkaði. Fréttablaðið skoðaði handahófskennt vöruverð í Costco og bar saman við aðrar verslanir. Þar kom til dæmis í ljós að Bose Soundlink Bluetooth hátalari kostaði í gær 21.499 krónur í Costco, en í Elko 19.995 krónur. Verðið á Philips 55" smart sjónvarpi er 99.999 krónur í Costco en verð á sambærilegri vöru var 94.995 í Elko. Gestur segist hafa fylgst vel með aðdragandanum að opnun Costco en segir þróun verðs á þessum tveimur vörum í Elko megi skýra með fleiri þáttum. „Það hefur verið verðhjöðnun í raftækjum í að ég held tvö ár,“ segir hann. Þá sé eðli raftækjasölu að þegar nýjar línur komi inn á markaðinn lækki verð á þeim sem eldri eru. Fyrir stuttu hafi 42" sjónvarpstækin kostað 5-700 þúsund kall. Nú kosti þau innan við 100 þúsund krónur. „Nýjustu módelin eru á 300 þúsund kall og upp í 6-700 þúsund krónur,“ segir hann. En Gestur segir að Elko geti hagnast á opnun Costco, sem sé til marks um að Ísland sé ekki einangruð eyja. Hann geti farið með þau skilaboð til erlendra birgja. „Í einhverjum tilfellum hefur okkur tekist að ná í betri verð. Það skýrir að hluta það sem hefur verið að gerast í okkar verðlagningu.“ Sé horft til matvöru, var Costco í flestum tilfellum með lægra verð en Bónus í þeim vöruflokkum sem skoðaðir voru af handahófi. Hins vegar þarf í mörgum tilfellum að kaupa vöruna í miklu magni í Costco en verðið í Bónus miðast í flestum tilfellum við að hún sé keypt í stykkjatali. Þá vakti athygli að í verslun Costco fæst fatnaður í vinsælum merkjum á lægra verði en víða þekkist. Til dæmis fást þar Levi’s 501 gallabuxur á karla á 6.399 krónur, en þær kosta 11.990 krónur í Levi’s búðinni í Kringlunni.
Costco Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Vatn Costco ódýrara en skilagjald flöskunnar Costco í Garðabæ selur hálfan lítra af vatni í plastflöskum á ellefu krónur stykkið. Skilagjald drykkjarumbúða er 16 krónur á flösku og því fimm krónum hærra en verðlagning Costco. 24. maí 2017 07:00 Mest lesið Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Viðskipti innlent Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Viðskipti innlent „Sporttöppum“ aftur komið fyrir Neytendur Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Viðskipti innlent Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Viðskipti innlent Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Viðskipti innlent Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Viðskipti innlent Hver verður Iðnaðarmaður ársins 2025 - kosning Samstarf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Sjá meira
Vatn Costco ódýrara en skilagjald flöskunnar Costco í Garðabæ selur hálfan lítra af vatni í plastflöskum á ellefu krónur stykkið. Skilagjald drykkjarumbúða er 16 krónur á flösku og því fimm krónum hærra en verðlagning Costco. 24. maí 2017 07:00