Lækkum kostnað sjúklinga Silja Dögg Gunnarsdóttir og Lilja Alfreðsdóttir og Elsa Lára Arnardóttir skrifa 26. maí 2017 14:24 Á síðasta kjörtímabili náðist gríðarlega mikilvægur áfangi í þverpólitískri sátt innan velferðarnefndar Alþingis. Sáttin var byggð á lögum um sjúkratryggingar sem höfðu það meginmarkmið að lækka kostnað langveikra einstaklinga í heilbrigðiskerfinu. Það var gríðarlega mikilvægt þar sem mjög hár heilbrigðiskostnaður var mörgum langveikum einstaklingum erfiður. Öll þekkjum við fréttir af einstaklingum sem hafa þurft að borga mörg hundruð þúsund krónur vegna læknismeðferðar og hefur það, að veikjast alvarlega, sett fjárhag margra þessara einstaklinga í uppnám. Þessi sátt var um að hámarksgreiðslur einstaklinga í heilbrigðiskerfinu yrðu ekki meiri en 50 þúsund á ári en ekki meiri en 33 þúsund á ári fyrir börn, aldraða og öryrkja. Það var því mikið gleðiefni þegar þessi þverpólitíska sátt tókst innan velferðarnefndar en í upphafi var gert ráð fyrir 95,200 hámarksþaki á ári. Þá upphæð gátu nefndarmenn í velferðarnefnd ekki sætt sig við. Þessi lög tóku gildi þann 1. maí s.l. og nú standast ekki samþykktir þingsins. Lögin eru á þann veg að hámarksþakið er nú 70 þúsund á ári en 46 þúsund á ári fyrir börn, aldraða og öryrkja. Hér er því ekki um að ræða þær upphæðir sem þverpólitísk sátt náðist um innan velferðarnefndar og ekki heldur í samræmi við samþykkt Alþingis sumarið 2016. Það er með öllu óásættanlegt. Nauðsynlegt er að hámarksþak sjúkratryggðra í heilbrigðiskerfinu verði til samræmis við þá þverpólitísku sátt sem náðist í vinnslu velferðarnefndar og með samþykkt Alþings sumarið 2016. Okkur framsóknarmönnum finnst mikilvægt að næstu skref í átt að betra og sanngjarnara greiðsluþátttökukerfi verði ákveðin í þeirri ríkisfjármálaáætlun sem nú liggur fyrir Alþingi. Þar þarf að setja fram raunhæfa, tímasetta áætlun um hvernig tannlækningar, sálfræðikostnaður og aukinn stuðningur vegna ferðakostnaðar sjúklinga verði felldur undir greiðsluþátttökukerfið. Auk þessa leggjum við framsóknarmenn áherslu á að tímasett verði hvenær greiðsluþátttökukerfi lyfja - og heilbrigðiskostnaðar renni saman í eitt sanngjarnara kerfi. Allar þessar aðgerðir þurfa að vera kostnaðargreindar og að fullu fjármagnaðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lilja Alfreðsdóttir Silja Dögg Gunnarsdóttir Mest lesið Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason skrifar Skoðun Rétturinn til að hafa réttindi Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Chamberlain eða Churchill leiðin? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Flug er almenningsssamgöngur Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir skrifar Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg skrifar Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Á síðasta kjörtímabili náðist gríðarlega mikilvægur áfangi í þverpólitískri sátt innan velferðarnefndar Alþingis. Sáttin var byggð á lögum um sjúkratryggingar sem höfðu það meginmarkmið að lækka kostnað langveikra einstaklinga í heilbrigðiskerfinu. Það var gríðarlega mikilvægt þar sem mjög hár heilbrigðiskostnaður var mörgum langveikum einstaklingum erfiður. Öll þekkjum við fréttir af einstaklingum sem hafa þurft að borga mörg hundruð þúsund krónur vegna læknismeðferðar og hefur það, að veikjast alvarlega, sett fjárhag margra þessara einstaklinga í uppnám. Þessi sátt var um að hámarksgreiðslur einstaklinga í heilbrigðiskerfinu yrðu ekki meiri en 50 þúsund á ári en ekki meiri en 33 þúsund á ári fyrir börn, aldraða og öryrkja. Það var því mikið gleðiefni þegar þessi þverpólitíska sátt tókst innan velferðarnefndar en í upphafi var gert ráð fyrir 95,200 hámarksþaki á ári. Þá upphæð gátu nefndarmenn í velferðarnefnd ekki sætt sig við. Þessi lög tóku gildi þann 1. maí s.l. og nú standast ekki samþykktir þingsins. Lögin eru á þann veg að hámarksþakið er nú 70 þúsund á ári en 46 þúsund á ári fyrir börn, aldraða og öryrkja. Hér er því ekki um að ræða þær upphæðir sem þverpólitísk sátt náðist um innan velferðarnefndar og ekki heldur í samræmi við samþykkt Alþingis sumarið 2016. Það er með öllu óásættanlegt. Nauðsynlegt er að hámarksþak sjúkratryggðra í heilbrigðiskerfinu verði til samræmis við þá þverpólitísku sátt sem náðist í vinnslu velferðarnefndar og með samþykkt Alþings sumarið 2016. Okkur framsóknarmönnum finnst mikilvægt að næstu skref í átt að betra og sanngjarnara greiðsluþátttökukerfi verði ákveðin í þeirri ríkisfjármálaáætlun sem nú liggur fyrir Alþingi. Þar þarf að setja fram raunhæfa, tímasetta áætlun um hvernig tannlækningar, sálfræðikostnaður og aukinn stuðningur vegna ferðakostnaðar sjúklinga verði felldur undir greiðsluþátttökukerfið. Auk þessa leggjum við framsóknarmenn áherslu á að tímasett verði hvenær greiðsluþátttökukerfi lyfja - og heilbrigðiskostnaðar renni saman í eitt sanngjarnara kerfi. Allar þessar aðgerðir þurfa að vera kostnaðargreindar og að fullu fjármagnaðar.
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar
Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar
Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar