Vildu koma á leynilegri samskiptalínu milli Bandaríkjanna og Rússlands Stefán Ó. Jónsson skrifar 27. maí 2017 07:46 Jared Kushner er sá eini úr kosningateymi Trumo sem er til rannsóknar FBI. Vísir/Getty Jared Kushner, tengdasonur og einn helsti ráðgjafi Donalds Trump, ræddi í byrjun desember síðastliðnum við sendiherra Rússlands í Bandaríkjunum um möguleikann á því að koma upp leynilegri samskiptalínu milli stjórnvalda ríkjanna tveggja. Fundur Kushners og sendiherrans, Sergey I. Kislyak, fór fram í Trump-turninum í New York og halda fjölmiðlar vestra því fram að Michael Flynn, sem til skamms tíma var öryggisráðgjafi Bandaríkjaforseta, hafi einnig verið viðstaddur. Kislyak á að hafa greint yfirboðurum sínum í Moskvu frá fundinum.New York Times og Washington Post fjalla ítarlega um fund þeirra Kushners og Kislyak og segjast stórblöðin byggja fréttir sínar á samtölum við þrjá ónafngreinda embættismenn sem vita deili á efni fundarins. Sjá einnig: Tengdasonur Trump sagður miðpunktur í rannsókn FBI vegna afskipta RússaÓljóst er hvort bandaríska eða rússneska sendinefndin hafi átt hugmyndina að leynilegu samskiptalínunni en Washington Post segir hana hafa verið að frumkvæði Kushners. Ef marka má heimildarmenn blaðanna var tilgangur hennar meðal annars að auðvelda stjórnvöldum ríkjanna að bera saman bækur sínar í málefnum Sýrlands. Hugmyndin hafi verið að fyrrnefndur Flynn myndi þannig geta átt í beinum samskiptum við rússneska hershöfðingja um næstu skref Bandaríkjanna í baráttunni við Íslamska ríkið í Sýrlandi - sem og önnur þjóðaröryggismál. Leynilínan varð aldrei að veruleika. Heimildarmenninir þrír fengu fyrirmæli um að greina aldrei frá fundinum eða efni hans og ræddu við Washington Post, sem greindi fyrst frá, undir nafnleynd. Blaðið hefur heimildir fyrir því að Kushner hafi farið fram á að samskiptalínunni yrði komið upp í húsakynnum rússneskra stjórnvalda vestanhafs til að koma mætti í veg fyrir hleranir. Hvíta húsið hefur ekki viljað tjá sig um þessar fregnir, ekki frekar en Robert Kelner, lögmaður Flynn, eða rússneska sendiráðið í Bandaríkjunum. Greint var frá því á fimmtudag að Kushner væri nú einn af miðpunktum rannsóknar FBI á afskiptum Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum í fyrra. Einn af lögfræðingum hans áréttaði við Washington Post að Kushner væri búin að bjóðast til að mæta fyrir bandaríska þingið og greina frá því hvað hann veit um þessa fundi. Hann muni veita allar upplýsingar sem hann búi yfir ef eftir því verður óskað. Kushner er einnig sagður haf hitt Sergey Gorkov, sem fer fyrir Vnesheconombank, en sá banki hefur orðið fyrir barðinu á viðskiptaþvingunum Bandaríkjamanna sem var komið á eftir að Rússar innlimuðu Krímskaga árið 2014. Tengdar fréttir Tengdasonur Trump sagður miðpunktur í rannsókn FBI vegna afskipta Rússa Sagður hafa hitt sendiherra Rússa og yfirmanns rússnesks ríkisbanka. 25. maí 2017 23:27 Trump skaut á leiðtoga annarra NATO-ríkja Bandaríkjaforseti vill aukin framlög aðildarríkja NATO til varnarmála. 23 ríki verja minna í varnarmál en miðað er við. NATO framtíðarinnar þyrfti að einbeita sér að hryðjuverkum. Bretar ósáttir við Bandaríkjamenn vegna leka um ranns 26. maí 2017 07:00 Mest lesið Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Innlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Innlent Fleiri fréttir Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Sjá meira
Jared Kushner, tengdasonur og einn helsti ráðgjafi Donalds Trump, ræddi í byrjun desember síðastliðnum við sendiherra Rússlands í Bandaríkjunum um möguleikann á því að koma upp leynilegri samskiptalínu milli stjórnvalda ríkjanna tveggja. Fundur Kushners og sendiherrans, Sergey I. Kislyak, fór fram í Trump-turninum í New York og halda fjölmiðlar vestra því fram að Michael Flynn, sem til skamms tíma var öryggisráðgjafi Bandaríkjaforseta, hafi einnig verið viðstaddur. Kislyak á að hafa greint yfirboðurum sínum í Moskvu frá fundinum.New York Times og Washington Post fjalla ítarlega um fund þeirra Kushners og Kislyak og segjast stórblöðin byggja fréttir sínar á samtölum við þrjá ónafngreinda embættismenn sem vita deili á efni fundarins. Sjá einnig: Tengdasonur Trump sagður miðpunktur í rannsókn FBI vegna afskipta RússaÓljóst er hvort bandaríska eða rússneska sendinefndin hafi átt hugmyndina að leynilegu samskiptalínunni en Washington Post segir hana hafa verið að frumkvæði Kushners. Ef marka má heimildarmenn blaðanna var tilgangur hennar meðal annars að auðvelda stjórnvöldum ríkjanna að bera saman bækur sínar í málefnum Sýrlands. Hugmyndin hafi verið að fyrrnefndur Flynn myndi þannig geta átt í beinum samskiptum við rússneska hershöfðingja um næstu skref Bandaríkjanna í baráttunni við Íslamska ríkið í Sýrlandi - sem og önnur þjóðaröryggismál. Leynilínan varð aldrei að veruleika. Heimildarmenninir þrír fengu fyrirmæli um að greina aldrei frá fundinum eða efni hans og ræddu við Washington Post, sem greindi fyrst frá, undir nafnleynd. Blaðið hefur heimildir fyrir því að Kushner hafi farið fram á að samskiptalínunni yrði komið upp í húsakynnum rússneskra stjórnvalda vestanhafs til að koma mætti í veg fyrir hleranir. Hvíta húsið hefur ekki viljað tjá sig um þessar fregnir, ekki frekar en Robert Kelner, lögmaður Flynn, eða rússneska sendiráðið í Bandaríkjunum. Greint var frá því á fimmtudag að Kushner væri nú einn af miðpunktum rannsóknar FBI á afskiptum Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum í fyrra. Einn af lögfræðingum hans áréttaði við Washington Post að Kushner væri búin að bjóðast til að mæta fyrir bandaríska þingið og greina frá því hvað hann veit um þessa fundi. Hann muni veita allar upplýsingar sem hann búi yfir ef eftir því verður óskað. Kushner er einnig sagður haf hitt Sergey Gorkov, sem fer fyrir Vnesheconombank, en sá banki hefur orðið fyrir barðinu á viðskiptaþvingunum Bandaríkjamanna sem var komið á eftir að Rússar innlimuðu Krímskaga árið 2014.
Tengdar fréttir Tengdasonur Trump sagður miðpunktur í rannsókn FBI vegna afskipta Rússa Sagður hafa hitt sendiherra Rússa og yfirmanns rússnesks ríkisbanka. 25. maí 2017 23:27 Trump skaut á leiðtoga annarra NATO-ríkja Bandaríkjaforseti vill aukin framlög aðildarríkja NATO til varnarmála. 23 ríki verja minna í varnarmál en miðað er við. NATO framtíðarinnar þyrfti að einbeita sér að hryðjuverkum. Bretar ósáttir við Bandaríkjamenn vegna leka um ranns 26. maí 2017 07:00 Mest lesið Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Innlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Innlent Fleiri fréttir Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Sjá meira
Tengdasonur Trump sagður miðpunktur í rannsókn FBI vegna afskipta Rússa Sagður hafa hitt sendiherra Rússa og yfirmanns rússnesks ríkisbanka. 25. maí 2017 23:27
Trump skaut á leiðtoga annarra NATO-ríkja Bandaríkjaforseti vill aukin framlög aðildarríkja NATO til varnarmála. 23 ríki verja minna í varnarmál en miðað er við. NATO framtíðarinnar þyrfti að einbeita sér að hryðjuverkum. Bretar ósáttir við Bandaríkjamenn vegna leka um ranns 26. maí 2017 07:00