Vildu koma á leynilegri samskiptalínu milli Bandaríkjanna og Rússlands Stefán Ó. Jónsson skrifar 27. maí 2017 07:46 Jared Kushner er sá eini úr kosningateymi Trumo sem er til rannsóknar FBI. Vísir/Getty Jared Kushner, tengdasonur og einn helsti ráðgjafi Donalds Trump, ræddi í byrjun desember síðastliðnum við sendiherra Rússlands í Bandaríkjunum um möguleikann á því að koma upp leynilegri samskiptalínu milli stjórnvalda ríkjanna tveggja. Fundur Kushners og sendiherrans, Sergey I. Kislyak, fór fram í Trump-turninum í New York og halda fjölmiðlar vestra því fram að Michael Flynn, sem til skamms tíma var öryggisráðgjafi Bandaríkjaforseta, hafi einnig verið viðstaddur. Kislyak á að hafa greint yfirboðurum sínum í Moskvu frá fundinum.New York Times og Washington Post fjalla ítarlega um fund þeirra Kushners og Kislyak og segjast stórblöðin byggja fréttir sínar á samtölum við þrjá ónafngreinda embættismenn sem vita deili á efni fundarins. Sjá einnig: Tengdasonur Trump sagður miðpunktur í rannsókn FBI vegna afskipta RússaÓljóst er hvort bandaríska eða rússneska sendinefndin hafi átt hugmyndina að leynilegu samskiptalínunni en Washington Post segir hana hafa verið að frumkvæði Kushners. Ef marka má heimildarmenn blaðanna var tilgangur hennar meðal annars að auðvelda stjórnvöldum ríkjanna að bera saman bækur sínar í málefnum Sýrlands. Hugmyndin hafi verið að fyrrnefndur Flynn myndi þannig geta átt í beinum samskiptum við rússneska hershöfðingja um næstu skref Bandaríkjanna í baráttunni við Íslamska ríkið í Sýrlandi - sem og önnur þjóðaröryggismál. Leynilínan varð aldrei að veruleika. Heimildarmenninir þrír fengu fyrirmæli um að greina aldrei frá fundinum eða efni hans og ræddu við Washington Post, sem greindi fyrst frá, undir nafnleynd. Blaðið hefur heimildir fyrir því að Kushner hafi farið fram á að samskiptalínunni yrði komið upp í húsakynnum rússneskra stjórnvalda vestanhafs til að koma mætti í veg fyrir hleranir. Hvíta húsið hefur ekki viljað tjá sig um þessar fregnir, ekki frekar en Robert Kelner, lögmaður Flynn, eða rússneska sendiráðið í Bandaríkjunum. Greint var frá því á fimmtudag að Kushner væri nú einn af miðpunktum rannsóknar FBI á afskiptum Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum í fyrra. Einn af lögfræðingum hans áréttaði við Washington Post að Kushner væri búin að bjóðast til að mæta fyrir bandaríska þingið og greina frá því hvað hann veit um þessa fundi. Hann muni veita allar upplýsingar sem hann búi yfir ef eftir því verður óskað. Kushner er einnig sagður haf hitt Sergey Gorkov, sem fer fyrir Vnesheconombank, en sá banki hefur orðið fyrir barðinu á viðskiptaþvingunum Bandaríkjamanna sem var komið á eftir að Rússar innlimuðu Krímskaga árið 2014. Tengdar fréttir Tengdasonur Trump sagður miðpunktur í rannsókn FBI vegna afskipta Rússa Sagður hafa hitt sendiherra Rússa og yfirmanns rússnesks ríkisbanka. 25. maí 2017 23:27 Trump skaut á leiðtoga annarra NATO-ríkja Bandaríkjaforseti vill aukin framlög aðildarríkja NATO til varnarmála. 23 ríki verja minna í varnarmál en miðað er við. NATO framtíðarinnar þyrfti að einbeita sér að hryðjuverkum. Bretar ósáttir við Bandaríkjamenn vegna leka um ranns 26. maí 2017 07:00 Mest lesið Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Mikilvægur fundur með Íran framundan Erlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Erlent Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Innlent Fleiri fréttir Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Sjá meira
Jared Kushner, tengdasonur og einn helsti ráðgjafi Donalds Trump, ræddi í byrjun desember síðastliðnum við sendiherra Rússlands í Bandaríkjunum um möguleikann á því að koma upp leynilegri samskiptalínu milli stjórnvalda ríkjanna tveggja. Fundur Kushners og sendiherrans, Sergey I. Kislyak, fór fram í Trump-turninum í New York og halda fjölmiðlar vestra því fram að Michael Flynn, sem til skamms tíma var öryggisráðgjafi Bandaríkjaforseta, hafi einnig verið viðstaddur. Kislyak á að hafa greint yfirboðurum sínum í Moskvu frá fundinum.New York Times og Washington Post fjalla ítarlega um fund þeirra Kushners og Kislyak og segjast stórblöðin byggja fréttir sínar á samtölum við þrjá ónafngreinda embættismenn sem vita deili á efni fundarins. Sjá einnig: Tengdasonur Trump sagður miðpunktur í rannsókn FBI vegna afskipta RússaÓljóst er hvort bandaríska eða rússneska sendinefndin hafi átt hugmyndina að leynilegu samskiptalínunni en Washington Post segir hana hafa verið að frumkvæði Kushners. Ef marka má heimildarmenn blaðanna var tilgangur hennar meðal annars að auðvelda stjórnvöldum ríkjanna að bera saman bækur sínar í málefnum Sýrlands. Hugmyndin hafi verið að fyrrnefndur Flynn myndi þannig geta átt í beinum samskiptum við rússneska hershöfðingja um næstu skref Bandaríkjanna í baráttunni við Íslamska ríkið í Sýrlandi - sem og önnur þjóðaröryggismál. Leynilínan varð aldrei að veruleika. Heimildarmenninir þrír fengu fyrirmæli um að greina aldrei frá fundinum eða efni hans og ræddu við Washington Post, sem greindi fyrst frá, undir nafnleynd. Blaðið hefur heimildir fyrir því að Kushner hafi farið fram á að samskiptalínunni yrði komið upp í húsakynnum rússneskra stjórnvalda vestanhafs til að koma mætti í veg fyrir hleranir. Hvíta húsið hefur ekki viljað tjá sig um þessar fregnir, ekki frekar en Robert Kelner, lögmaður Flynn, eða rússneska sendiráðið í Bandaríkjunum. Greint var frá því á fimmtudag að Kushner væri nú einn af miðpunktum rannsóknar FBI á afskiptum Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum í fyrra. Einn af lögfræðingum hans áréttaði við Washington Post að Kushner væri búin að bjóðast til að mæta fyrir bandaríska þingið og greina frá því hvað hann veit um þessa fundi. Hann muni veita allar upplýsingar sem hann búi yfir ef eftir því verður óskað. Kushner er einnig sagður haf hitt Sergey Gorkov, sem fer fyrir Vnesheconombank, en sá banki hefur orðið fyrir barðinu á viðskiptaþvingunum Bandaríkjamanna sem var komið á eftir að Rússar innlimuðu Krímskaga árið 2014.
Tengdar fréttir Tengdasonur Trump sagður miðpunktur í rannsókn FBI vegna afskipta Rússa Sagður hafa hitt sendiherra Rússa og yfirmanns rússnesks ríkisbanka. 25. maí 2017 23:27 Trump skaut á leiðtoga annarra NATO-ríkja Bandaríkjaforseti vill aukin framlög aðildarríkja NATO til varnarmála. 23 ríki verja minna í varnarmál en miðað er við. NATO framtíðarinnar þyrfti að einbeita sér að hryðjuverkum. Bretar ósáttir við Bandaríkjamenn vegna leka um ranns 26. maí 2017 07:00 Mest lesið Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Mikilvægur fundur með Íran framundan Erlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Erlent Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Innlent Fleiri fréttir Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Sjá meira
Tengdasonur Trump sagður miðpunktur í rannsókn FBI vegna afskipta Rússa Sagður hafa hitt sendiherra Rússa og yfirmanns rússnesks ríkisbanka. 25. maí 2017 23:27
Trump skaut á leiðtoga annarra NATO-ríkja Bandaríkjaforseti vill aukin framlög aðildarríkja NATO til varnarmála. 23 ríki verja minna í varnarmál en miðað er við. NATO framtíðarinnar þyrfti að einbeita sér að hryðjuverkum. Bretar ósáttir við Bandaríkjamenn vegna leka um ranns 26. maí 2017 07:00