Segir verðsamanburð við Costco verða að vera á málefnalegum grunni Stefán Ó. Jónsson skrifar 28. maí 2017 12:54 Fataálman í Costco, gallabuxurnar til hægri. Vísir/Eyþór Margrét Sanders, formaður Samtaka verslunar og þjónustu vill að umræðan um verðsamanburð, í tengslum við komu Costco til landsins, fari fram á málefnalegum grunni. Hún segir að verslun í landinu fagni almennt komu Costco sem sé góð viðbót í verslunarflóru Íslendinga og að það sé algjörlega „frábært fyrir Ísland“ að fá svo stóran aðila inn á markaðinn. Hún vonast til þess að með tilkomu verslunarrisans verði umræðan um verð og verslun á Íslandi betri og málefnalegri. Mikilvægt sé að verð sömu hluta sé borið saman, en ekki epla og appelsína, og tók hún dæmi af tveimur mismunandi gerðum af gallabuxum frá Levi's, annars vegar aðsniðnar í sérverslun og svo þá sem fæst í Costco. „Þegar fólk er að bera saman Levi's 501 gallabuxur í stöflum í Costco eða 10 gallabuxur í einhverri verslun og bera saman verðið þarna á milli [...] það er ekkert hægt að bera svona saman. Það er það sem ég er að kalla eftir. Tökum málefnalega umræðu um verð - svo er það þjónustan og fjölbreytileikinn og allur pakkinn.“Hafa sama skilarétt Ólafur Arnarson, formaður Neytendasamtakanna, tekur í sama streng og segir mikilvægt að átta sig á því hvað neytendur væru að bera saman. Hann imprar á því að þó svo að Costco væri vöruhús með fábreyttara úrval á einstökum vörum, svo sem gallabuxum sem kannski eru einungis til sölu í takmarkaðan tíma, þá hafi kaupandinn alveg sama skilarétt og í öðrum verslunum. „Ég held að koma Costco inn á íslenska markaðinn eigi eftir að hafa miklu meiri áhrif til meiri langframa en margir bjuggust við. Sjálfur átti ég ekki von á að það yrði mikill munur á matvælaverði í Costco í öðrum verslunum en það er meiri munur en ég reiknaði með - þá sérstaklega á innfluttum vörum. Munar þar talsvert miklu. Auðvitað er það rétt að þú kaupir í meira magni í Costco sem hentar kannski einhverjum sem býr einn en fyrir þá sem geta nýtt sér það þá er þetta virkilega, virkilega jákvætt,“ segir Ólafur Hann segist hafa fundið, í marga mánuði, að verðvitund Íslendinga sé að eflast og að Facebooksíðan Keypt í Costco ísl. - Myndir og verð sé glöggt dæmi um það. „Við erum að verða gagnrýnni og við erum farin að gera kröfu um hagstætt verð. Við höfum ekki gert kröfu um það á Íslandi til þessa. Við höfum látið okkur bjóða nánast hvað sem er.“Hvað veldur þessu háa vöruverði? Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingismaður Vinstri Grænna, spyr sig hvað veldur því að vöruverð á Íslandi hafi verið svona hátt fram til þessa. „Við erum náttúrulega eyja; einangruð og flutningskostnaður og allt þetta en er það eitt og sér næg skýring,“ spyr Kolbeinn sem segist hafa kynnt sér arðsemi dagvöruverslunar á Íslandi, samanborið við Bandaríkin. Þar sé arðsemin um 10-13% en á Íslandi sé hún 30% „Hver er ástæðan fyrir þessu?“ Hann segir vandann á Íslandi vera hátt vöruverð - „sem gerir það að verkum að allt of margir á Íslandi eiga erfitt með að ná endum saman og mér finnst við eiga að nýta þessa umræðu til að taka á því.“ Þau Margrét Sanders, Ólafur Arnarson og Kolbeinn Óttarsson Proppé voru gestir hans Kristjáns Kristjánssonar á Sprengisandi í dag en spjall þeirra má heyra hér að neðan. Costco Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Margrét Sanders, formaður Samtaka verslunar og þjónustu vill að umræðan um verðsamanburð, í tengslum við komu Costco til landsins, fari fram á málefnalegum grunni. Hún segir að verslun í landinu fagni almennt komu Costco sem sé góð viðbót í verslunarflóru Íslendinga og að það sé algjörlega „frábært fyrir Ísland“ að fá svo stóran aðila inn á markaðinn. Hún vonast til þess að með tilkomu verslunarrisans verði umræðan um verð og verslun á Íslandi betri og málefnalegri. Mikilvægt sé að verð sömu hluta sé borið saman, en ekki epla og appelsína, og tók hún dæmi af tveimur mismunandi gerðum af gallabuxum frá Levi's, annars vegar aðsniðnar í sérverslun og svo þá sem fæst í Costco. „Þegar fólk er að bera saman Levi's 501 gallabuxur í stöflum í Costco eða 10 gallabuxur í einhverri verslun og bera saman verðið þarna á milli [...] það er ekkert hægt að bera svona saman. Það er það sem ég er að kalla eftir. Tökum málefnalega umræðu um verð - svo er það þjónustan og fjölbreytileikinn og allur pakkinn.“Hafa sama skilarétt Ólafur Arnarson, formaður Neytendasamtakanna, tekur í sama streng og segir mikilvægt að átta sig á því hvað neytendur væru að bera saman. Hann imprar á því að þó svo að Costco væri vöruhús með fábreyttara úrval á einstökum vörum, svo sem gallabuxum sem kannski eru einungis til sölu í takmarkaðan tíma, þá hafi kaupandinn alveg sama skilarétt og í öðrum verslunum. „Ég held að koma Costco inn á íslenska markaðinn eigi eftir að hafa miklu meiri áhrif til meiri langframa en margir bjuggust við. Sjálfur átti ég ekki von á að það yrði mikill munur á matvælaverði í Costco í öðrum verslunum en það er meiri munur en ég reiknaði með - þá sérstaklega á innfluttum vörum. Munar þar talsvert miklu. Auðvitað er það rétt að þú kaupir í meira magni í Costco sem hentar kannski einhverjum sem býr einn en fyrir þá sem geta nýtt sér það þá er þetta virkilega, virkilega jákvætt,“ segir Ólafur Hann segist hafa fundið, í marga mánuði, að verðvitund Íslendinga sé að eflast og að Facebooksíðan Keypt í Costco ísl. - Myndir og verð sé glöggt dæmi um það. „Við erum að verða gagnrýnni og við erum farin að gera kröfu um hagstætt verð. Við höfum ekki gert kröfu um það á Íslandi til þessa. Við höfum látið okkur bjóða nánast hvað sem er.“Hvað veldur þessu háa vöruverði? Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingismaður Vinstri Grænna, spyr sig hvað veldur því að vöruverð á Íslandi hafi verið svona hátt fram til þessa. „Við erum náttúrulega eyja; einangruð og flutningskostnaður og allt þetta en er það eitt og sér næg skýring,“ spyr Kolbeinn sem segist hafa kynnt sér arðsemi dagvöruverslunar á Íslandi, samanborið við Bandaríkin. Þar sé arðsemin um 10-13% en á Íslandi sé hún 30% „Hver er ástæðan fyrir þessu?“ Hann segir vandann á Íslandi vera hátt vöruverð - „sem gerir það að verkum að allt of margir á Íslandi eiga erfitt með að ná endum saman og mér finnst við eiga að nýta þessa umræðu til að taka á því.“ Þau Margrét Sanders, Ólafur Arnarson og Kolbeinn Óttarsson Proppé voru gestir hans Kristjáns Kristjánssonar á Sprengisandi í dag en spjall þeirra má heyra hér að neðan.
Costco Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira