Íslenski boltinn

Fylkismenn unnu í Kórnum á 50 ára afmælinu

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Albert Brynjar skoraði í Kórnum í dag.
Albert Brynjar skoraði í Kórnum í dag. vísir/andri marinó
Fylkir vann 0-3 útisigur á HK á 50 ára afmælisdegi félagsins í dag.

Fylkismenn hafa farið vel af stað á tímabilinu og sitja á toppi Inkasso-deildarinnar með 10 stig, einu stigi á undan Þrótti R. Þá eru Árbæingar komnir áfram í 16-liða úrslit Borgunarbikarsins.

HK-menn höfðu unnið tvo leiki í röð fyrir leikinn í dag en þeir áttu erfitt uppdráttar gegn öflugum Fylkismönnum. HK er í 6. sæti deildarinnar með sex stig.

Emil Ásmundsson kom Fylki yfir á 31. mínútu eftir sendingu frá Andrési Má Jóhannessyni. Árbæingar gengu svo frá leiknum með tveimur mörkum á þriggja mínútna kafla undir lok fyrri hálfleik.

Albert Brynjar Ingason skoraði annað mark Fylkis á 42. mínútu eftir sendingu frá Andrési Má og tveimur mínútum síðar skoraði Emil öðru sinni og staðan orðin 0-3.

Það reyndust lokatölur leiksins og Fylkismenn gáfu stuðningsmönnum sínum því góða afmælisgjöf í dag.

Upplýsingar um úrslit og markaskorara eru fengnar frá Fótbolta.net.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×