Leikarinn Michael Parks látinn Birgir Olgeirsson skrifar 10. maí 2017 19:52 Michael Parks. Vísir/Getty Leikarinn Michael Parks er látinn 77 ára að aldri. Hann sló fyrst í gegn í þáttunum Then Came Bronson við upphaf áttunda áratugar síðustu aldar og var í miklu uppáhaldi hjá leikstjórunum David Lynch, Quentin Tarantino og Robert Rodriguez. Fjölmiðlar ytra greina frá því að leikarinn hefði fallið frá í gær en dánarorsök eru ekki kunn. Parks fæddist í Corono í Kaliforníu-fylki Bandaríkjanna þann 24. apríl árið 1940. Á lífsleiðinni vann hann ýmis störf, þar á meðal við að tína ávexti, skurðgröft, akstur vöruflutningabifreiða og í slökkviliði. Leiklistarferillinn spannaði sex áratugi. Hann hóf ferilinn með litlu hlutverki í gamanþáttunum The Real McCoys og lék í kvikmyndinni The Bible sem kom út árið 1966. Hann öðlaðist þó fyrst frægð fyrir að leika aðalhlutverkið í þáttunum Then Came Bronson. Aðeins var framleidd ein sería en þar lék Parks einfara sem ákvað að segja skilið við hið daglega amstur í kjölfar sjálfsvígs besta vinar síns og ferðast um Bandaríkin á Harley Davidson-mótorhjóli. Hann söng einnig titillag þáttanna, Long Lonesome Highway, sem rataði á vinsældarlista í Bandaríkjunum. Hann fékk nokkur hlutverk árin eftir en þó engin aðalhlutverk. Ferillinn fór á flug á ný þegar hann lék í þáttunum Twin Peaks eftir David Lynch. Þar fór hann með hlutverk illmennisins Jean Renault. Hann lék því næst í From Dusk til Dawn, Kill Bill-myndunum og Django Unchained, Red State og The Assassination of Jesse James by the Coward Robert Ford, svo dæmi séu tekin. Mest lesið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Lífið Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið Bergþór og Laufey selja slotið Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Lífið Ein heitasta stjarna í heimi Tíska og hönnun Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Menning Baltasar Samper látinn Menning Fleiri fréttir Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Sjá meira
Leikarinn Michael Parks er látinn 77 ára að aldri. Hann sló fyrst í gegn í þáttunum Then Came Bronson við upphaf áttunda áratugar síðustu aldar og var í miklu uppáhaldi hjá leikstjórunum David Lynch, Quentin Tarantino og Robert Rodriguez. Fjölmiðlar ytra greina frá því að leikarinn hefði fallið frá í gær en dánarorsök eru ekki kunn. Parks fæddist í Corono í Kaliforníu-fylki Bandaríkjanna þann 24. apríl árið 1940. Á lífsleiðinni vann hann ýmis störf, þar á meðal við að tína ávexti, skurðgröft, akstur vöruflutningabifreiða og í slökkviliði. Leiklistarferillinn spannaði sex áratugi. Hann hóf ferilinn með litlu hlutverki í gamanþáttunum The Real McCoys og lék í kvikmyndinni The Bible sem kom út árið 1966. Hann öðlaðist þó fyrst frægð fyrir að leika aðalhlutverkið í þáttunum Then Came Bronson. Aðeins var framleidd ein sería en þar lék Parks einfara sem ákvað að segja skilið við hið daglega amstur í kjölfar sjálfsvígs besta vinar síns og ferðast um Bandaríkin á Harley Davidson-mótorhjóli. Hann söng einnig titillag þáttanna, Long Lonesome Highway, sem rataði á vinsældarlista í Bandaríkjunum. Hann fékk nokkur hlutverk árin eftir en þó engin aðalhlutverk. Ferillinn fór á flug á ný þegar hann lék í þáttunum Twin Peaks eftir David Lynch. Þar fór hann með hlutverk illmennisins Jean Renault. Hann lék því næst í From Dusk til Dawn, Kill Bill-myndunum og Django Unchained, Red State og The Assassination of Jesse James by the Coward Robert Ford, svo dæmi séu tekin.
Mest lesið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Lífið Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið Bergþór og Laufey selja slotið Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Lífið Ein heitasta stjarna í heimi Tíska og hönnun Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Menning Baltasar Samper látinn Menning Fleiri fréttir Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Sjá meira