Leikarinn Michael Parks látinn Birgir Olgeirsson skrifar 10. maí 2017 19:52 Michael Parks. Vísir/Getty Leikarinn Michael Parks er látinn 77 ára að aldri. Hann sló fyrst í gegn í þáttunum Then Came Bronson við upphaf áttunda áratugar síðustu aldar og var í miklu uppáhaldi hjá leikstjórunum David Lynch, Quentin Tarantino og Robert Rodriguez. Fjölmiðlar ytra greina frá því að leikarinn hefði fallið frá í gær en dánarorsök eru ekki kunn. Parks fæddist í Corono í Kaliforníu-fylki Bandaríkjanna þann 24. apríl árið 1940. Á lífsleiðinni vann hann ýmis störf, þar á meðal við að tína ávexti, skurðgröft, akstur vöruflutningabifreiða og í slökkviliði. Leiklistarferillinn spannaði sex áratugi. Hann hóf ferilinn með litlu hlutverki í gamanþáttunum The Real McCoys og lék í kvikmyndinni The Bible sem kom út árið 1966. Hann öðlaðist þó fyrst frægð fyrir að leika aðalhlutverkið í þáttunum Then Came Bronson. Aðeins var framleidd ein sería en þar lék Parks einfara sem ákvað að segja skilið við hið daglega amstur í kjölfar sjálfsvígs besta vinar síns og ferðast um Bandaríkin á Harley Davidson-mótorhjóli. Hann söng einnig titillag þáttanna, Long Lonesome Highway, sem rataði á vinsældarlista í Bandaríkjunum. Hann fékk nokkur hlutverk árin eftir en þó engin aðalhlutverk. Ferillinn fór á flug á ný þegar hann lék í þáttunum Twin Peaks eftir David Lynch. Þar fór hann með hlutverk illmennisins Jean Renault. Hann lék því næst í From Dusk til Dawn, Kill Bill-myndunum og Django Unchained, Red State og The Assassination of Jesse James by the Coward Robert Ford, svo dæmi séu tekin. Mest lesið Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Lífið Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Lífið Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Lífið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Krakkatían: Mona Lisa, VÆB og Þjóðhátíð Lífið Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Lífið Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Mona Lisa, VÆB og Þjóðhátíð Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Fréttatía vikunnar: Evrópudeildin, kappakstur og sólmyrkvi Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Á spítala eftir samfarir við 583 menn Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Sjá meira
Leikarinn Michael Parks er látinn 77 ára að aldri. Hann sló fyrst í gegn í þáttunum Then Came Bronson við upphaf áttunda áratugar síðustu aldar og var í miklu uppáhaldi hjá leikstjórunum David Lynch, Quentin Tarantino og Robert Rodriguez. Fjölmiðlar ytra greina frá því að leikarinn hefði fallið frá í gær en dánarorsök eru ekki kunn. Parks fæddist í Corono í Kaliforníu-fylki Bandaríkjanna þann 24. apríl árið 1940. Á lífsleiðinni vann hann ýmis störf, þar á meðal við að tína ávexti, skurðgröft, akstur vöruflutningabifreiða og í slökkviliði. Leiklistarferillinn spannaði sex áratugi. Hann hóf ferilinn með litlu hlutverki í gamanþáttunum The Real McCoys og lék í kvikmyndinni The Bible sem kom út árið 1966. Hann öðlaðist þó fyrst frægð fyrir að leika aðalhlutverkið í þáttunum Then Came Bronson. Aðeins var framleidd ein sería en þar lék Parks einfara sem ákvað að segja skilið við hið daglega amstur í kjölfar sjálfsvígs besta vinar síns og ferðast um Bandaríkin á Harley Davidson-mótorhjóli. Hann söng einnig titillag þáttanna, Long Lonesome Highway, sem rataði á vinsældarlista í Bandaríkjunum. Hann fékk nokkur hlutverk árin eftir en þó engin aðalhlutverk. Ferillinn fór á flug á ný þegar hann lék í þáttunum Twin Peaks eftir David Lynch. Þar fór hann með hlutverk illmennisins Jean Renault. Hann lék því næst í From Dusk til Dawn, Kill Bill-myndunum og Django Unchained, Red State og The Assassination of Jesse James by the Coward Robert Ford, svo dæmi séu tekin.
Mest lesið Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Lífið Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Lífið Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Lífið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Krakkatían: Mona Lisa, VÆB og Þjóðhátíð Lífið Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Lífið Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Mona Lisa, VÆB og Þjóðhátíð Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Fréttatía vikunnar: Evrópudeildin, kappakstur og sólmyrkvi Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Á spítala eftir samfarir við 583 menn Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Sjá meira