Börðust við sinubruna i fimm klukkustundir: „Menn snýta svörtu í einhvern tíma eftir þetta“ Birgir Olgeirsson skrifar 11. maí 2017 22:26 Bruninn var í mólendi sunnan við jörðina Dal í Eyja- og Miklaholtshreppi á sunnanverðu Snæfellsnesi í dag. Loftmyndir ehf. Um það bil þrjátíu slökkviliðsmenn börðust í fimm klukkustundir við sinubruna í mólendi sunnan við jörðina Dal í Eyja- og Miklaholtshreppi á sunnanverðu Snæfellsnesi í dag. Guðmundur Kristinsson, slökkviliðsstjóri slökkviliðs Stykkishólms og nágrennis, segir slökkviliðsmenn frá Stykkishólmi, Borgarnesi og Grundarfirði hafa tekið þátt í slökkvistarfi og í raun hafi allt tiltækt lið á svæðinu verið kallað út. Eldsins varð vart um klukkan þrjú í dag og fóru slökkviliðsmenn af vettvangi um klukkan átta í kvöld, en þá hafði verið tryggt að ekki hlytist frekari hætta af. Hann segir mannvirki við Vegamót, þar sem leiðin milli Stykkishólms og Snæfellsnes skiptist, og við gróðrarstöðina á Lágafelli hafa verið í hættu um stund en slökkviliðsmenn hafi komið í veg fyrir að eldurinn næði þangað. Eldurinn brann á nokkurra hektara svæði að sögn Guðmundar en erfitt sé að segja til með nákvæmum hætti að svo stöddu hversu stórt svæði hann náði yfir. Hann segir aðstæður hafa verið erfiðar þar sem eldurinn hafi breiðst hratt yfir svæðið vegna mikils vinds og gert slökkviliðsmönnum mikinn óleik. „Menn snýta svörtu í einhvern tíma eftir þetta,“ segir Guðmundur spurður hvort slökkviliðsmenn séu ekki dasaðir eftir svo strembið slökkvistarf en segir þetta hafa sloppið til. Eldsupptök voru alveg við veginn yfir í Stykkishólm en Guðmundur segir ómögulegt að svo stöddu að segja hver þau í raun voru, þó menn hafi ýmsar grunsemdir þegar þau eru svo nálægt veginum. Hann hvetur vegfarendur til að fara öllu með gát þegar þurrt er í veðri, þá sérstaklega að kasta ekki glóandi sígarettustubbum úr bílunum. Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Innlent Skrifa ný drög að friðaráætlun Erlent Fleiri fréttir Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Sjá meira
Um það bil þrjátíu slökkviliðsmenn börðust í fimm klukkustundir við sinubruna í mólendi sunnan við jörðina Dal í Eyja- og Miklaholtshreppi á sunnanverðu Snæfellsnesi í dag. Guðmundur Kristinsson, slökkviliðsstjóri slökkviliðs Stykkishólms og nágrennis, segir slökkviliðsmenn frá Stykkishólmi, Borgarnesi og Grundarfirði hafa tekið þátt í slökkvistarfi og í raun hafi allt tiltækt lið á svæðinu verið kallað út. Eldsins varð vart um klukkan þrjú í dag og fóru slökkviliðsmenn af vettvangi um klukkan átta í kvöld, en þá hafði verið tryggt að ekki hlytist frekari hætta af. Hann segir mannvirki við Vegamót, þar sem leiðin milli Stykkishólms og Snæfellsnes skiptist, og við gróðrarstöðina á Lágafelli hafa verið í hættu um stund en slökkviliðsmenn hafi komið í veg fyrir að eldurinn næði þangað. Eldurinn brann á nokkurra hektara svæði að sögn Guðmundar en erfitt sé að segja til með nákvæmum hætti að svo stöddu hversu stórt svæði hann náði yfir. Hann segir aðstæður hafa verið erfiðar þar sem eldurinn hafi breiðst hratt yfir svæðið vegna mikils vinds og gert slökkviliðsmönnum mikinn óleik. „Menn snýta svörtu í einhvern tíma eftir þetta,“ segir Guðmundur spurður hvort slökkviliðsmenn séu ekki dasaðir eftir svo strembið slökkvistarf en segir þetta hafa sloppið til. Eldsupptök voru alveg við veginn yfir í Stykkishólm en Guðmundur segir ómögulegt að svo stöddu að segja hver þau í raun voru, þó menn hafi ýmsar grunsemdir þegar þau eru svo nálægt veginum. Hann hvetur vegfarendur til að fara öllu með gát þegar þurrt er í veðri, þá sérstaklega að kasta ekki glóandi sígarettustubbum úr bílunum.
Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Innlent Skrifa ný drög að friðaráætlun Erlent Fleiri fréttir Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Sjá meira