Salvador Sobral: Hjartasjúklingurinn sem vann hug og hjörtu Evrópubúa Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 14. maí 2017 10:12 Salvador Sobral. Vísir/EPA Portúgalsi hjartaknúsarinn Salvador Sobral kom, sá og sigraði í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva í gær. Hann ásamt systur sinni og höfundi sigurlagsins, Luísa Sobral, hlutu alls 758 stig í keppninni í gær. Íslendingar hrifust einnig af systkinunum og fékk Portúgal 12 stig frá Íslandi. Salvador var auk þess auðmjúkur eftir sigurinn. „Hetja landsmanna? Ég held að alvöru hetjan sé Christiano Ronaldo.“Sobral er eins og flestum er kunnugt hjartasjúklingur og bíður raunar hjartaígræðslu. Hann mátti einungis vera í burtu frá heimalandi sínu í tvær vikur þar sem hann þarf að fara til baka í lyfjameðferð. Sobral gerir þó lítið úr veikindum sínum, þar sem „vandamál annarra eru mun stærri en hans.“ Þannig vakti Sobral til að mynda athygli á flóttamannastrauminum í Evrópu á blaðamannafundum fyrir keppnina.Ef ég er hér og hef athygli Evrópu á mér, er það minnsta sem ég get gert að vekja athygli á mannúðarmálum. Fólk sem kemur til Evrópu á bátum er ekki innflytjendur heldur flóttamenn sem flýja dauðann. Salvador Sobral er 27 ára gamall og er fæddur og uppalinn í Lissabon þar sem hann hefur búið mest allt sitt líf en auk þess bjó hann um skamma stund í Bandaríkjunum í æsku. Salvador hefur frá upphafi haft gríðarlega mikinn áhuga á tónlist og var hann strax farinn að syngja í sjónvarpsþáttum þegar hann var 10 ára gamall. Þegar hann var tvítugur tók hann þátt í raunveruleikaþættinum Ídolos árið 2009 sem er portúgalska útgáfan af Idol. Þar lenti hann í sjöunda sæti. Sjá má prufu hans í keppninni hér að neðan. Athyglin sem hann hlaut í kjölfarið átti eftir að verða Salvador erfið. Salvador ákvað í kjölfarið að segja skilið við tónlistina og nema sálfræði í Lissabon árið 2011 en námið hentaði honum ekki og tókst Salvador í skamma stund á við eiturlyfjafíkn. Hann sigraðist þó á henni og flutti hann til Mallorca þar sem hann vann fyrir sér með því að syngja á börum. Hann hélt svo áfram að einbeita sér að tónlist og fór hann tónlistarnám í Barcelona og kláraði nám sitt þar árið 2014. Salvador er mikill aðdáandi jazz tónlistar og má heyra áhrif hennar í tónlist hans en hann er sérlega mikill aðdáandi jazz tónlistarmannsins Chet Baker. Salvador hefur gefið út tvö önnur lög auk lagsins sem hann flutti í Eurovision keppninni í gær en það eru lögin „Excuse me“ og „Nem Eu“ þar sem hann syngur annars vegar á ensku og portúgölsku. Þau má heyra hér að neðan. . . Eurovision Tengdar fréttir Þýddi portúgalska lagið yfir á íslensku Rithöfundurinn Hallgrímur Helgason er einn þeirra sem hefur heillast af einlægni Salvador og hefur hann þýtt texta lagsins yfir á íslensku. 13. maí 2017 21:05 Íslendingar misstu sig yfir sigurflutningi Sobral systkinanna Íslendingar á Twitter virtust einstaklega hrifnir af Sobral systkinunum. 13. maí 2017 22:55 Svona kusu Íslendingar Salvador Sobral heillaði okkur Íslendinga upp úr skónum en Portúgalir fengu 12 stig í sinn hlut, bæði úr íslensku símakosningunni og frá íslensku dómnefndinni. 13. maí 2017 23:24 Mest lesið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Tíska og hönnun Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Hafa aldrei rifist Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Menning Fleiri fréttir Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Sjá meira
Portúgalsi hjartaknúsarinn Salvador Sobral kom, sá og sigraði í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva í gær. Hann ásamt systur sinni og höfundi sigurlagsins, Luísa Sobral, hlutu alls 758 stig í keppninni í gær. Íslendingar hrifust einnig af systkinunum og fékk Portúgal 12 stig frá Íslandi. Salvador var auk þess auðmjúkur eftir sigurinn. „Hetja landsmanna? Ég held að alvöru hetjan sé Christiano Ronaldo.“Sobral er eins og flestum er kunnugt hjartasjúklingur og bíður raunar hjartaígræðslu. Hann mátti einungis vera í burtu frá heimalandi sínu í tvær vikur þar sem hann þarf að fara til baka í lyfjameðferð. Sobral gerir þó lítið úr veikindum sínum, þar sem „vandamál annarra eru mun stærri en hans.“ Þannig vakti Sobral til að mynda athygli á flóttamannastrauminum í Evrópu á blaðamannafundum fyrir keppnina.Ef ég er hér og hef athygli Evrópu á mér, er það minnsta sem ég get gert að vekja athygli á mannúðarmálum. Fólk sem kemur til Evrópu á bátum er ekki innflytjendur heldur flóttamenn sem flýja dauðann. Salvador Sobral er 27 ára gamall og er fæddur og uppalinn í Lissabon þar sem hann hefur búið mest allt sitt líf en auk þess bjó hann um skamma stund í Bandaríkjunum í æsku. Salvador hefur frá upphafi haft gríðarlega mikinn áhuga á tónlist og var hann strax farinn að syngja í sjónvarpsþáttum þegar hann var 10 ára gamall. Þegar hann var tvítugur tók hann þátt í raunveruleikaþættinum Ídolos árið 2009 sem er portúgalska útgáfan af Idol. Þar lenti hann í sjöunda sæti. Sjá má prufu hans í keppninni hér að neðan. Athyglin sem hann hlaut í kjölfarið átti eftir að verða Salvador erfið. Salvador ákvað í kjölfarið að segja skilið við tónlistina og nema sálfræði í Lissabon árið 2011 en námið hentaði honum ekki og tókst Salvador í skamma stund á við eiturlyfjafíkn. Hann sigraðist þó á henni og flutti hann til Mallorca þar sem hann vann fyrir sér með því að syngja á börum. Hann hélt svo áfram að einbeita sér að tónlist og fór hann tónlistarnám í Barcelona og kláraði nám sitt þar árið 2014. Salvador er mikill aðdáandi jazz tónlistar og má heyra áhrif hennar í tónlist hans en hann er sérlega mikill aðdáandi jazz tónlistarmannsins Chet Baker. Salvador hefur gefið út tvö önnur lög auk lagsins sem hann flutti í Eurovision keppninni í gær en það eru lögin „Excuse me“ og „Nem Eu“ þar sem hann syngur annars vegar á ensku og portúgölsku. Þau má heyra hér að neðan. . .
Eurovision Tengdar fréttir Þýddi portúgalska lagið yfir á íslensku Rithöfundurinn Hallgrímur Helgason er einn þeirra sem hefur heillast af einlægni Salvador og hefur hann þýtt texta lagsins yfir á íslensku. 13. maí 2017 21:05 Íslendingar misstu sig yfir sigurflutningi Sobral systkinanna Íslendingar á Twitter virtust einstaklega hrifnir af Sobral systkinunum. 13. maí 2017 22:55 Svona kusu Íslendingar Salvador Sobral heillaði okkur Íslendinga upp úr skónum en Portúgalir fengu 12 stig í sinn hlut, bæði úr íslensku símakosningunni og frá íslensku dómnefndinni. 13. maí 2017 23:24 Mest lesið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Tíska og hönnun Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Hafa aldrei rifist Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Menning Fleiri fréttir Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Sjá meira
Þýddi portúgalska lagið yfir á íslensku Rithöfundurinn Hallgrímur Helgason er einn þeirra sem hefur heillast af einlægni Salvador og hefur hann þýtt texta lagsins yfir á íslensku. 13. maí 2017 21:05
Íslendingar misstu sig yfir sigurflutningi Sobral systkinanna Íslendingar á Twitter virtust einstaklega hrifnir af Sobral systkinunum. 13. maí 2017 22:55
Svona kusu Íslendingar Salvador Sobral heillaði okkur Íslendinga upp úr skónum en Portúgalir fengu 12 stig í sinn hlut, bæði úr íslensku símakosningunni og frá íslensku dómnefndinni. 13. maí 2017 23:24
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið